Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 22
Forstjórar Hertz og Höldurs, sem
eru á meðal stærstu bílaleiga lands-
ins, segja að fyrirtækin hafi ekki
þurft sértækar aðgerðir í lánamál-
um í tengslum við COVID-19 aðrar
en að fresta greiðslu lána, eins og
öðrum fyrirtækjum hafi staðið til
boða.
Sigfús Bjarni Sigfússon, forstjóri
Hertz, segir í samtali við Markaðinn
að það varpi ljósi á það traust sem
lánveitandi bílaleigunnar hafi á
fyrirtækinu, að hann hafi nýverið
lánað fyrir kaupum á tæplega 400
bílum.
Efnahagsreikningur bílaleiga
er stór og kaup á bílum eru fjár-
mögnuð með aðstoð lánastofnana.
Árið 2018 námu eignir Höldurs, sem
starfar undir merkjum Europcar og
Bílaleigu Akureyrar, 14,6 milljörð-
um króna og vaxtaberandi skuldir
voru tæplega 13 milljarðar. Sama ár
námu eignir Hertz 5,6 milljörðum
króna og skuldir voru tæpir fjórir
milljarðar króna. Um er að ræða
nýjustu opinbera ársreikninga
fyrirtækjanna.
Steingrímur Birgisson, forstjóri
Höldurs, segir í samtali við Markað-
inn að fyrirtækið, sem hefur verið
í rekstri frá árinu 1966, hafi sterka
stöðu á innanlandsmarkaði. „Það
hjálpar okkur,“ segir hann. Á heima-
markaði sé mikið um skammtíma-
leigu, langtímaleigu og auk þess hafi
Höldur samning við Ríkiskaup.
Að hans sögn hafi aðalmálið í
rekstrinum að undanförnu lotið
að því að semja við bílaumboðin,
um að þurfa ekki að kaupa 1.300
bíla sem Höldur hafði pantað en
hafði ekki not fyrir, vegna breyttra
aðstæðna í kjölfar COVID-19. Ásamt
því að starfsmannafjöldi taki mið af
breyttu umfangi.
Steingrímur segir að í ljósi þess að
bílaleigubílunum verði ekið minna,
sé handhægt að lengja í lánunum,
enda mun endingartími bílanna
lengjast að sama skapi.
Höldur rekur einnig bílasölu,
bílaverkstæði, dekkjaverkstæði og
er í fasteignarekstri. Mestu umsvif-
in eru hjá bílaleigunni.
Sigfús Bjarni segir að Hertz sé
stöndug bílaleiga, sem hafi verið
í rekstri í 48 ár. Bankinn hafi sýnt
því skilning að lítið verði um ferða-
menn á næstunni. „Bankinn hefur
veitt okkur, eins og mörgum öðrum,
greiðslufrest,“ segir hann.
Hann segir að Hertz hafi gengið
vel að selja notaða bíla úr flotanum
að undanförnu og að meiri ásókn sé í
langtímaleigu en áður, enda séu fleiri
Íslendingar á landinu en alla jafna.
Sigfús segir að Hertz hafi pantað
tæplega þúsund bíla. en eftir að
COVID-19 braust út, var samið við
bílaumboðin um að kaupa þess í
stað 400 bíla í ár. Þar spili inn í að
bílaframleiðendur lokuðu verk-
smiðjum um tíma og gátu því ekki
afhent bíla. helgivifill@frettabladid.is
Stórar bílaleigur hafa ekki þurft sértækar aðgerðir í lánamálum
Fáir ferðamenn eru á Íslandi, vegna COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Samfara miklu uppnámi í f lugsamgöngum, en ekki síður breyttu eftirspurn-armynstri, hafa íslenskir f iskútf lytjendur dregið úr sölu á ferskum sjávaraf-
urðum til útlanda. Veitingastaðir og
hótel hafa dregið mjög úr kaupum á
ferskum afurðum og erlendar mat-
vöruverslanir hafa í einhverjum
tilfellum lokað fiskborðum með
fersku sjávarfangi.
Samdráttur í sölu ferskra sjávar-
afurða kann að ganga til baka að
einhverju leyti þegar flugsamgöng-
ur komast í eðlilegra horf og aðgerð-
um stjórnvalda víða um heim vegna
kórónaveirunnar verður aflétt, en
varanleg breyting á neyslumynstri
í þessum efnum kynni þó einnig
að vera í kortunum, segja viðmæl-
endur Markaðarins.
Vesturströndin lokar
„Sala á ferskum fiski hefur dregist
mikið saman í Evrópu, en minna í
Bandaríkjunum. Icelandair hefur
haldið flugleiðinni til Boston gang-
andi og því hefur verið hægt að
koma afurðum til austurstrandar
Bandaríkjanna,“ segir Kjartan
Ólafsson, sölustjóri frystra afurða
hjá sölufyrirtækinu Bacco.
Öðru máli gegnir hins vegar
um vesturströnd Bandaríkjanna.
Útf lutningur var þá þegar orðinn
erfiðari við gjaldþrot WOW í lok
mars 2019, en engu að síður höfðu
íslensk fyrirtæki náð að byggja
upp markaði, til dæmis í stórborg-
inni Los Angeles.
Eitt þeirra fyrirtækja er Nice-
land sem sérhæfir sig í sölu ferskra
sjávarafurða undir eigin vörumerki.
Helstu viðskiptavinir Niceland á
austurströndinni eru veitingahús
og matvöruverslanir. Veitingahúsa-
markaðurinn hvarf eins og dögg
fyrir sólu í mars og apríl, að sögn
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
Heiðu Kristínar Helgadóttur.
„Veitingastaðir í Los Angeles, svo
dæmi sé tekið, hafa margir hverjir
ekki opnað aftur. Einnig ber á því
nú að þeir sem kaupa inn í þessum
fyrirtækjum, vilja heldur kaupa
ferskan fisk sem er veiddur í banda-
rískri eða kanadískri lögsögu, þar
sem þeir telja afhendingaröryggið
meira þannig,“ segir Heiða Kristín.
Niceland hefur á síðustu vikum
stóraukið vöruframboð sitt af
frystum afurðum, til að bregðast
við ríkjandi aðstæðum.
Sindri Már Atlason, sölustjóri
ferskra afurða hjá Brimi, segir að
veitingastaðakeðja sem sérhæfi sig
Dregur úr útflutningi á ferskum fiski
Fiskútflytjendur bregðast við breyttum markaðsaðstæðum með aukinni sölu á frystum afurðum. Matvöruverslanir í Bandaríkj-
unum og Bretlandi hafa margar lokað fiskborðum. Erfitt að koma ferskum afurðum lengra en til austurstrandar Bandaríkjanna.
Minna magn flutt út
Á fyrstu fimm mánuðum þessa
árs dróst útflutt magn sjávaraf-
urða saman um 18%, miðað við
sama tímabil í fyrra, samkvæmt
gögnum frá Hagstofu Íslands.
Útflutningsverðmæti dróst þó
ekki jafn mikið saman í krónum
talið, eða um um 7%. Má að ein-
hverju leyti rekja það til veikara
gengis krónunnar, en að sama
skapi hærra afurðaverðs. Mælt í
erlendri mynt, fékkst að meðal-
tali 5% hærra verð fyrir útfluttar
sjávarafurðir á fyrstu fimm
mánuðum ársins, samkvæmt
greiningu Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi.
Tilraunir íslenskra útflytjenda til að koma ferskum afurðum lengra innanlands í Bandaríkjunum með kælitrukkum, hafa gengið upp og ofan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þórður
Gunnarsson
thg@frettabladid.is
í sjávarfangi og kaupi jafnan tölu-
vert af fiski hjá Brimi, hafi aðeins að
hluta opnað aftur eftir að lokað var
í apríl og starfi nú aðeins á hálfum
afköstum.
Sindri segir að ýmislegt hafi
verið reynt meðal íslenskra útflytj-
enda til að halda markaðshlutdeild
þeirra utan vesturstrandar Banda-
ríkjanna: „Einhverjir hafa verið
að reyna að fljúga ferskum fiski til
Boston og keyra hann svo áfram í
kælitrukkum til fjarlægari áfanga-
staða.“
„Bandaríkin eru bara svo stór
að slíkt getur verið mjög kostn-
aðarsamt. Þetta er allt orðið dýrara
og erfiðara. Svo hafa tilraunir til
að tengja saman fraktf lutninga
með tveimur f lugfélögum reynst
áhættusamar, þar sem flugum var
mikið aflýst þegar faraldurinn stóð
sem hæst. Ferskt sjávarfang er ekki
lengi að skemmast þegar það situr í
sumarsólinni úti á f lugvelli,“ segir
hann.
Fiskborðin skella í lás
Aðgerðir stjórnvalda til að hamla
útbreiðslu kórónaveirunnar sneru
meðal annars að því að tryggja
fjarlægð milli fólks, til að draga úr
líkum á snertismiti. Það dró dilk á
eftir sér við rekstur matvöruversl-
ana. Víða voru miklar takmarkanir
á því hversu oft fólki var leyft að
yfirgefa heimili sitt til að versla inn
mat fyrir heimilið og hömlur á sam-
skiptum starfsfólks verslana og við-
skiptavina höfðu sitt að segja.
„Í Bretlandi sjáum við til dæmis
að mikið af dagvöruverslunum hafa
hreinlega lokað fiskborðunum hjá
sér. Sainsbury‘s hafa til dæmis gert
það,“ segir Kjartan. Sainsbury‘s
voru með ríf lega 15% markaðs-
hlutdeild á dagvörumarkaði á Bret-
landseyjum árið 2019.
Sama var uppi á teningnum víða
í Bandaríkjunum, að sögn Heiðu
Kristínar, en matvöruverslanir á
austurströnd Bandaríkjanna hafa
lokað fiskborðum sínum í stórum
stíl.
Fiskborð eru þó áfram opin í
Frakklandi, að sögn Sindra. Þar
hefur sala að mestu haldist í horfinu.
Minna fer af frosnum ufsa
Þrátt fyrir að höggið sem íslenskir
útf lytjendur hafi orðið fyrir sé
einna helst í ferskum afurðum, er
einnig dæmi um minni eftirspurn
ákveðinna frystra afurða.
Eitt slíkt dæmi er frosinn ufsi.
Bacco er með sterka stöðu í sölu á
frosnum ufsa til hótelkeðja á Spáni
og Kanaríeyjum, sem og til Tyrk-
lands og Grikklands. Verð hefur
fallið um 25-30% og salan gengur
hægt, enda fáir ferðamenn á þessum
stöðum.
„Á sama tíma sjáum við að aðeins
um helmingur ufsakvótans hefur
verið veiddur á Íslandi og nýtt
kvótaár hefst eftir tvo mánuði,“
segir Kjartan hjá Bacco.
Kvikur bransi
„Margir hafa dregið úr framleiðslu
á ferskum afurðum og skipt yfir í
frystar eins og hægt er og aðrir hafa
dregið úr af köstum,“ segir Sindri
hjá Brimi. Það er þó lán í óláni fyrir
Brim, að um þessar mundir er aðal-
fiskvinnsla félagsins við Norður-
garð ekki starfrækt vegna endurnýj-
unar á tækjakosti, sem hafði verið
ákveðin löngu áður: „Íslenskur
sjávarútvegur hefur sýnt fram á
það nú sem áður, að greinin býr yfir
mikilli aðlögunarhæfni og þannig
hafa vinnslur getað aukið hlutdeild
frystingar á kostnað ferskvinnslu
eftir þörfum. Að sama skapi verður
hægt að sinna ferskfiskmörkuðum
aftur eins og aðstæður leyfa hverju
sinni,“ segir Sindri.
8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN