Fréttablaðið - 08.07.2020, Qupperneq 30
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Þótt maður hafi stundum lent í
veðrum á haustin við hvalveið-
arnar þá slapp allt fyrir horn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Skafti Þórisson
Skólabraut 15, Reykjanesbæ,
lést á heimili sínu, mánudaginn 29. júní.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
föstudaginn 10. júlí kl. 11.
Jónína Helga Skaftadóttir Karl Heiðar Brynleifsson
Einar Þórir Skaftason Sjöfn Þórgrímsdóttir
afabörn og langafabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
sonur, bróðir og vinur,
Sölvi Steinn Ólason
Austurvegi 6, Þórshöfn,
varð bráðkvaddur á heimili sínu að
morgni 26. júní síðastliðins.
Útför hans fer fram í Bústaðakirkju,
föstudaginn 10. júlí, kl. 11.00. Sérstakar þakkir færum við
viðbragðsaðilum á Þórshöfn, sem og þeim sem hafa sýnt
okkur samúð og hlýhug.
Eva Björk Maciek Jablonski
Kristín Láretta Elvar Árni Grettisson
Sara Lind Guðmundur Jónsson
Hjördís Anna Bjarki Freyr Hauksson
Helgi Snær Margrét Steinunn Pálsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Margrét Jörundsdóttir
frá Hrísey,
lést á Hrafnistu, miðvikudaginn
24. júní sl. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á styrk til
Sumarbúða Reykjadals, kt. 630269-0248. Banki 301-26-53.
María Aldís Kristinsdóttir Haraldur G. Blöndal
Friðgeir Sv. Kristinsson Aðalheiður S. Jörgensen
Jörundur Kristinsson Hafdís Þorsteinsdóttir
Jóhannes Kári Kristinsson Ragný Þóra Guðjohnsen
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegi, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Kári Pálsson Þormar
rafeindavirkjameistari,
lést 30. júní á Vífilsstaðaspítala.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju á
morgun, fimmtudaginn 9. júlí, klukkan 15.
Helga Rósa Þormar
Jóhannes Þormar Margrét Hilmisdóttir
Páll Þormar Elín Guðmundsdóttir
Sigurveig Þormar Njáll Jóhannesson
Sigfríð Þormar Svanur Stefánsson
Kári Þormar Sveinbjörg Halldórsdóttir
börn og langafabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Frank Norman Benediktsson
lést á Landspítalanum í Fossvogi,
föstudaginn 22. maí síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju,
föstudaginn 10. júlí, kl. 13.
Marie Hovdenak
Siv H. Franksdóttir Þór Daníelsson
Freyr Franksson
Eyþór Árni Franksson Katrin Sande
barnabörn og barnabarnabörn.
Jú, þetta er stóri smellurinn, en veiran truflar allar okkar áætl-anir um almennileg veisluhöld, lýsir Halldór Friðrik Olesen vél-stjóri, inntur eftir hátíðahöldum í tilefni sjötíu og fimm ára afmæl-
isins sem er í dag.
Þegar viðtalið er tekið er
hann staddur með frúnni í sumar-
bústað ofarlega í Grímsnesinu. „Birkið
syngur allt af lúsmýi hér en við látum
það ekkert truf la okkur,“ segir hann
hress. Annars kveðst hann vera Kópa-
vogsbúi. „En ég er fæddur og uppalinn
í Reykjavík, nánar tiltekið í Vogahverf-
inu, innan um skáldin og nefndu það –
en þegar ég fór að búa þá færði ég mig í
Kópavoginn.“
Spurður út í helstu viðfangsefni á
ævinni kveðst Halldór hafa valið fyrst
iðnnám í rennismíði, en dokað stutt
við í því fagi og farið í Vélskólann. „Eftir
útskrift þar 1969 fór ég beint á hval-
veiðar og var á þeim meðan þær voru
og hétu fyrir alvöru. Kunni því vel og
hef farið í afleysingar eftir að þeim var
startað aftur. 1975 fór ég að kenna við
Vélskólann, það átti vel við mig en babb
kom í bátinn þegar áfangakerfið tók
gildi í Sjómannaskólanum af fullum
þunga, þá urðum við að fara burtu
nokkuð margir kennarar, en ég fékk
starf í Slysavarnaskóla sjómanna sem
þá var verið að starta. Var þar í ellefu ár
á gömlu Sæbjörginni og með námskeiða-
hald allt í kringum landið, þangað til
aftur losnaði pláss fyrir mig í Vélskól-
anum. Þeir hafa ekkert verið margir
húsbændurnir.“
Halldór er líka einn af hollvinum hins
sextuga varðskips Óðins. „Við erum sex
vélstjórar sem höfum sett fastan punkt
í tilveruna og hist á mánudagsmorgnum
í Óðni vestur á Granda. Erum búnir að
vera að klappa vélunum þar í nokkur ár
og náðum að gera þær gangfærar á ný,
eftir langa stöðu og fórum prufutúr um
daginn. Mánaðarlega mæta líka f leiri
sem tengjast skipinu og fá sér kaffi-
sopa með okkur, svo það er heilmikill
klúbbur í kringum Óðin.“
Vélar um borð hafa breyst mikið frá
því Halldór byrjaði sem vélstjóri, að
hans sögn. „Hvalveiðibátarnir eru einu
skipin í dag með gufuvélar, en nýju skip-
in ganga fyrir dísil og ýmislegt er fjar-
stýrt. Maður þarf auðvitað að kunna á
hlutina, en með allt öðrum hætti en var.
Það er óhætt að segja að maður hoppi
aftur í tímann í Óðni.“ En hefur hann
komist í hann krappan á sjó? „Nei, ekki
get ég sagt það, þótt maður hafi stund-
um lent í veðrum á haustin við hvalveið-
arnar þá slapp allt fyrir horn.“
Svo er það afatitillinn – tímabært að
forvitnast um fjölskylduna. „Konan mín
heitir Guðný Helga Þorsteinsdóttir og er
úr Keflavík. Börnin okkar voru fjögur en
við misstum dóttur okkar á besta aldri,
það var mikið högg. Afa- og ömmubörn-
in eru átta, og langafa- og -ömmugrisl-
ingarnir tveir. Við vorum búin að stíla
upp á að hitta allt þetta góða fólk um
helgina í Grímsborgum hjá honum Ólafi
Laufdal, en veiran er að eyðileggja það.
Við hjónin ætlum bara að verja afmælis-
deginum í Stykkishólmi – við sjóinn!“
gun@frettabladid.is
Veiran truflar áætlanir
um almennileg veisluhöld
Halldór Friðrik Olesen er sjötíu og fimm ára í dag. Hann er vélfræðingur, renni-
smiður, hvalveiðimaður og kennari, en kynnir sig í símaskránni sem vélfræðing og afa.
Hann er hollvinur hins sextuga skips Óðins og átti þátt í að koma því í gang nýlega.
Halldór Friðrik hefur smekk fyrir fallegum bílum og er í fornbílaklúbbnum, hér við Rover 100 af árgerð 1961. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Merkisatburðir
1362 Grimmilegur bardagi er háður á Grund í Eyjafirði,
þar fara Eyfirðingar að Smiði Andréssyni hirðstjóra og
mönnum hans og drepa þá.
1497 Vasco da Gama heldur í fyrsta leiðangur sinn til Ind-
lands, umhverfis Afríku.
1903 Þessi dagur er talinn marka upphaf síldarsöltunar á
Siglufirði og þar með síldarævintýrsins mikla.
1922 Ingibjörg H.
Bjarnason er kjörin á
þing fyrst kvenna á Ís-
landi og tekur hún sæti
á Alþingi 15. febrúar
1923.
1926 Ríkisstjórn undir
forsæti Jóns Þorláks-
sonar tekur til starfa.
1987 Ríkisstjórn undir
forsæti Þorsteins Páls-
sonar sest að völdum.
Jóhanna Sigurðardóttir
á sæti í stjórninni og
er þriðja konan til að
gegna ráðherraembætti
á Íslandi.
8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT