Fréttablaðið - 08.07.2020, Síða 33
ÞAÐ ER MIKIL PÓLAR-
ISERING Í GANGI OG ÞÁ
ER SPURNING HVORT TÓN-
LISTIN EIGI HUGSANLEGA AÐ
TAKA AFSTÖÐU Í UMRÆÐUNNI
HVERJU SINNI, OG EF HÚN
TEKUR AFSTÖÐU HVERNIG Á
HÚN ÞÁ AÐ GERA ÞAÐ?
VERTU Í RÉTTA PAKKANUM Í SUMAR!
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
KEBE
Hvíldarstólar
Tegundir: Rest og Fox
Opið virka dag
a
11-18
laugardaga
11-15
Norrænir músíkdagar verða haldnir í Reykjavík 21.-23. október 2021. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um
þátttöku í hátíðinni, en hægt er
sækja um til 17. júlí næstkomandi.
Undirbúningur fyrir hátíðina
er í fullum gangi, en Tinna Þor-
steinsdóttir er listrænn stjórnandi
hennar.
„Norrænir músíkdagar er ein af
elstu, samfelldu klassísku tónlist-
arhátíðum í heimi, var fyrst haldin
árið 1888. Stundum hafa liðið nokk-
ur ár á milli þess sem hún hefur
verið haldin. Hún skipar veiga-
mikinn sess í tónlistarsamfélagi
Norðurlandanna og er mikilvæg,
bæði fyrir tónskáld að fá verkin sín
f lutt og fyrir tónlistarf lytjendur.
Eigi ómerkari tónskáld en Sibelius
og Nielsen hafa stjórnað verkum
sínum á hátíðinni. Norðurlandaráð
tónskálda stendur fyrir hátíðinni,
en Tónskáldafélag Íslands sér um
alla skipulagningu fyrir Íslands
hönd. Norðurlöndin fimm skiptast
á að halda hana og hún fer fram á
fimm ára fresti á Íslandi. Fyrst var
hún haldin hér á landi árið 1954,“
segir Tinna. „Áherslan er á sam-
tímatónlist í klassíska geiranum, en
þar hafa í gegnum tíðina verið alls
kyns straumar og stefnur. Hátíðin
leitast við að endurspegla hvað er að
gerast hverju sinni og miðlar því til
samfélagsins.“
Tónlistin bregst við
Þema hátíðarinnar er Impact – áhrif.
„Ég ákvað að hafa þema um það
Tónlistarhátíð um áhrif
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í Norrænum
músíkdögum í Reykjavík á næsta ári. Áhersla á frumflutt verk.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
„Tónlistin hefur alltaf tekið afstöðu,“ segir Tinna sem er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistón-leikum með íslenskum organ-
istum alla fimmtudaga í sumar til
20. ágúst.
Á tónleikum fimmtudaginn 9. júlí
kl. 12.30 leikur Kári Þormar, organ-
isti í Dómkirkjunni, Mars og úr
Plánetunum eftir G. Holst, Adagio
í C-dúr eftir W.A. Mozart, Prelúdíu
og fúgu í G-dúr og Vater unser in
Himmelreich eftir Böhm, verk eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur og Finale
úr 6. sinfóníu Ch.M. Widor.
Ef tir píanónám hjá Jónasi
Ingimundar syni og orgelnám hjá
Herði Áskelssyni, hélt Kári Þormar
í framhaldsnám til Þýskalands, þar
sem hann lauk A-kirkjutónlistar-
námi frá Robert Schumann háskól-
anum í Düsseldorf með 1. einkunn.
Kári hefur verið atkvæðamikill í
íslensku tónlistarlífi sem organisti,
píanókennari og kórstjóri, en á
þeim vettvangi var hann tilnefndur
til Íslensku tónlistarverðlaunanna
með Kór Áskirkju fyrir geisladisk-
inn Það er óskaland íslenskt. Kári
tók við stöðu dómorganista árið
2010.
Kári leikur í Hallgrímskirkju
Hádegistónleikar eru á fimmtu-
dögum í Hallgrímskirkju.
hvernig tónlistin getur tekist á við
það sem er að gerast í heiminum í
dag. Það er mikil pólarisering í gangi
og þá er spurning hvort tónlistin
eigi hugsanlega að taka afstöðu
í umræðunni hverju sinni, og ef
hún tekur afstöðu hvernig á hún
þá að gera það?“ segir Tinna. „Tón-
listin hefur alltaf tekið afstöðu, sem
dæmi má taka 68-kynslóðina. Tón-
listin hefur líka risið upp gegn því
sem hefur verið stefna þá stundina.
Þannig hefur tónlistin brugðist við
því sem er að gerast hverju sinni.“
Hátíðin stendur í þrjá daga og
fjöldi erlends tónlistarfólks mun
mæta á hátíðina, auk íslenskra
listamanna. Tinna segir að sérstök
áhersla verði á frumflutt verk. „Við
reiknum með að um 100 tónskáld
eigi verk á hátíðinni og það verður
krökkt af tónleikum. Við erum líka
að vinna með ungu fólki sem ekki
hefur samið tónverk áður og fáum
það til að semja.“
Meðal f lytjenda á Norrænum
músíkdögum á næsta ári má
nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Kammersveit Reykjavíkur, Schola
Cantorum, Ensemble Adapter og
Caput. Orgel Hallgrímskirkju með
midi-útbúnaði kemur við sögu á
hátíðinni, en Tinna segir það bjóða
upp á óendanlega möguleika til
f lutnings. Hljóðfærasýning verður
í Hörpu með nýjum hljóðfærum, á
þremur hæðum.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 8 . J Ú L Í 2 0 2 0