Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 6
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Þessi ríka vandlæting- ar- og refsi- hneigð í samtímanum grasserar hjá þjóðum sem umfram allt vilja kenna sig við tjáningar- frelsi. Súkkulaði bjargar ekki hagkerfinu eitt og sér, en er (bragð) gott dæmi um sam- hengi hlutanna. Við lifum í dapurlega refsiglöðum sam­tíma þar sem stöðugt er verið að leita uppi einstaklinga sem hægt er að saka um eitt og annað misjafnt. Þetta gerist ekki hvað síst á netinu þar sem ríkir áberandi æsingur, óþol og skortur á umburðarlyndi. Því bregst ekki að vandlæting refsi­ glaðra netverja skellur á með reglulegu millibili. Einhverjum verður eitthvað á að mati þeirra vandlætingarsömu og sá skal svo sannarlega þurfa að standa fyrir máli sínu. Viðkomandi skal dreginn fram í sviðsljósið og niðurlægður opinberlega á svo harkalegan hátt að honum skal líða sem allra verst og helst muna það alla ævi. Rík áhersla er síðan lögð á að viðkomandi iðrist opinberlega og ásaki sjálfan sig harðlega. Það er erfitt að þola slíkan þrýsting og svo mikla fordæmingu og því gerist það iðulega að sá sem ásakaður er sér enga aðra leið en að krjúpa í duftið og kyssa á vöndinn. Þessi ríka vandlætingar­ og refsihneigð í samtím­ anum grasserar hjá þjóðum sem umfram allt vilja kenna sig við tjáningarfrelsi. Tjáningarfrelsið virðist þó æði oft takmarkað. Einhver segir brandara og er allt í einu orðinn holdgervingur fordóma. Annar skrifar grein og orðalag er þannig að lesið er út úr því að hann fyrirlíti konur. Sá þriðji býr til mynd­ band sem á að vera hylling til lands hans og er þar af leiðandi afgreiddur sem rasisti. Sá fjórði lætur hafa eftir sér að það sé til marks um leti að fólk vilji frekar hlusta á hljóðbækur en lesa bækur og er samstundis sakaður um fordóma í garð blindra. Engu skiptir þótt viðkomandi segi að þetta séu engan veginn þær hugsanir sem hafi legið að baki. Það er búið að ná honum og hann á ekki að eiga sér neina málsvörn. Nýlega skrifuðu 150 þekktir rithöfundar, blaða­ menn og fræðimenn opið bréf þar sem þeir vöruðu við takmörkunum á opnum rökræðum. Í þessum hópi eru Margaret Atwood, Noam Chomsky, J.K. Rowling og Salman Rushdie. Klerkastjórnin í Íran lýsti Rushdie réttdræpan eftir útkomu bókar hans Söngvar Satans og Rowling hefur verið úthrópuð og fengið líflátshótanir vegna þeirrar skoðunar sinnar að kyn sé líkamlegt fyrirbæri. Í bréfinu harmar þessi 150 manna hópur hina opinberu smánun og útskúfun sem er orðin svo áberandi í samfélögum sem skilgreind eru sem opin, lýðræðisleg og víðsýn. Í bréfinu er einnig minnst á hina blindandi siðferðilegu vissu, sem gerir að verkum að svo auðvelt er að benda ásakandi á aðra, afbaka og snúa út úr orðum og fordæma. Það stafar mikil hætta af þessari siðferðilegu vissu vegna þess að hún rúmar hvorki umburðarlyndi né víðsýni. Það er óhuggulegt að verða hvað eftir annað vitni að því þegar einstaklingar sem búa yfir þessari siðferðilegu vissu breyta sér í nútíma rann­ sóknarrétt sem dæmir og refsar grimmilega. Í refsi­ gleði sinni verður þessu fólki ekki haggað. Eins og sértrúarsöfnuður hefur það höndlað sannleikann. Aðrir skulu gjöra svo vel að átta sig á því og haga sér samkvæmt því – eða hafa verra af. Refsigleði Bilað rugl Það er öskrandi biluð hugmynd að koma fyrir búmboxum um allt land þar sem öskur fólks í öðrum löndum munu hljóma. Greint var frá því nýlega að útúrtjúnuðum útlendingum gæfist nú kostur á að losa um stressið með því að láta útvarpa öskrum sínum um allt land. Hverjum datt þetta rugl í hug? Og miklu fremur, hverjum datt í hug að framkvæma þessa þvælu? Má rekja þetta til bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi sem nýlega hrifsaði kynningarverkefni um Ísland fyrir framan nefið á íslenskum? Setja þarf búmboxin upp á skrif- stofum hugmyndasmiðanna til að tryggja að svona arfaslakar hugmyndir komist ekki í fram- kvæmd. Hvaða númer ertu? Nú eru stopular verkfallsað- gerðir í gangi um borð í Herj- ólfi, reyndar númer fjögur. Þær virðast ekki ná til Herjólfs númer þrjú því honum var siglt á meðan á verkfalli í þeim fjórða stóð. Þannig virðist Herjólfur fjórði vera í verkfalli en ekki önnur númer þess nafns. Þetta er ekki auðskilið. Helst mætti halda að þetta leikrit sé ætlað að draga fram þörfina á að loks verði hugmynd Árna Johnsen að veruleika og göng til Eyja komist loks á samgönguáætlun. Þá skiptir engu máli lengur hvaða númer Herjólfs er í verkfalli.– MEÐ ÞÉR Í SUMAR Þú getur lesið blað dagsins á frettabladid.is og í Fréttablaðsappinu, hvar sem þú ert í sumar FRÉTTABLAÐIÐ MEÐ Í FERÐALAGIÐ! Sala á íslenskum vörum og þjónustu fyrir erlendan gjaldeyri hefur sjaldan verið mikilvægari en nú. Með slíkri gjaldeyrisöf lun verða til verðmæti sem halda samfélaginu gangandi, leggja grunninn að hagsæld og velferð okkar allra. Tjónið af samdrætti í útflutningstekjum vegna kórónuveiru­faraldursins er ómælt. Tekjur af erlendum ferðamönnum hafa minnkað, mikilvægir markaðir fyrir íslenskan fisk breyst og verð­ lækkanir hafa orðið á áli og kísilmálmi síðustu misseri vegna breyttrar neysluhegðunar um allan heim. Áhrif þess á hagkerfið eru veruleg.Íslendingar hafa áður tekist á við áskoranir af þessu tagi. Við höfum dregið lærdóm þeim og vitum hversu mikilvæg fjölbreytni í atvinnulíf­ inu er. Með fleiri útflutningsgreinum minnkar höggið af stórum áföllum, rétt eins og sannast hefur á undan­ förnum vikum. Íslensk kvikmyndagerð er ein þeirra greina sem skapar verðmæti. Íslenskar kvikmyndir og sjónvarps­ efni hafa vakið mikla athygli erlendis og Ísland er upp­ tökustaður á heimsmælikvarða. Náttúrufegurð á þar hlut að máli en fagþekking og metnaður þeirra sem starfa í greininni skiptir enn meira máli. Nýjasta rósin í hnappagat þeirra snýr að flutningi og upptöku á kvikmyndatónlist, en á undanförnum árum hafa tugir Netflix­ og Hollywood­framleiðenda tekið upp kvik­ myndatónlist á Akureyri í samstarfi við SinfoniaNord. Um heim allan hefur sjónvarpsáhorf verið í hæstu hæðum vegna samkomutakmarkana. Ísland er í aðalhlutverki í sumu því efni sem notið hefur mestra vinsælda og efnahagsleg áhrif þess gætu orðið veruleg. „Husavík“ er nú eitt vinsælasta leitarorðið á netinu og íslenskt lúxus­súkkulaði er rifið úr hillum verslana í Bandaríkjunum, eftir að þarlendar stjörnur heimsóttu framleiðandann í vinsælum umhverfisþætti. Frá því að þátturinn var frumsýndur hafa 30 þúsund súkku­ laðiplötur verið sendar með hraði vestur um haf. Súkkulaði bjargar ekki hagkerfinu eitt og sér, en er (bragð)gott dæmi um samhengi hlutanna. Í fjölbreyttu hagkerfi leiðir eitt af öðru, menning skapar tækifæri sem vekur áhuga á landi og þjóð. Þannig mun fjár­ festing í menningarstarfi skila ávinningi til allra. Sjónvarp selur súkkulaði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.