Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 20
Rafbílar á Íslandi eru enn tiltölulega fáir en hefur fjölgað síðustu árin. Ökutækjaf loti Íslendinga hefur vaxið að meðaltali um 4 prósent milli ára allt frá árinu 1995, samkvæmt því sem greint er frá á vef Hag- stofunnar. Stærsti hluti öku- tækja á heimilum er knúinn með bensíni. Fjöldi þeirra hefur lítið breyst frá árinu 2007, á meðan ökutækjum sem knúin eru með dísil, eða öðru eldsneyti, hefur fjölgað. Hjá fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum en leigustarf- semi, fór fjöldi dísilknúinna öku- tækja fram úr fjölda bensínknú- inna árið 2007. Bensínknúnum ökutækjum fækkaði til ársins 2015 á meðan f leiri dísilknúin ökutæki bættust í bílaf lotann. Hlutfall raf knú- inna ökutækja og tvinnbíla með hleðslugetu, var vart marktækt af heildinni fyrr en árið 2018, en þá voru skráð 7.445 þannig ökutæki, eða 2,4 prósent af bíla- f lotanum í heild. Stærstur hluti þeirra var skráður á heimili. Fjöldi ökutækja sem skráð voru á heimili hefur vaxið frá 1995 til ársins 2018. Þetta þýðir að fjölgun ökutækja er umfram fólksfjölgun í landinu. Flestir velja bensínbíla David Scott úr Apollo 15 ekur hér rafknúnum tunglbíl. Þó svo að raf bílar orsaki ekki útblástur á gróðurhúsaloft-tegundum gegnum púströr líkt og bensín- og dísilbílar, getur framleiðsla á rafmagni sem notað er til að hlaða bílana framkallað losun á gróðurhúsalofttegundum, og mismikið eftir framleiðslu- háttum rafmagnsins. Þrátt fyrir þetta eru kostir raf bíla enn talsverðir í losun gróðurhúsaloft- tegunda nema í þeim löndum þar sem kolaorka er ríkjandi. Raf bílar voru víst vinsælir á árum áður þegar þeir komu fyrst fram á seinni hluta 19. aldar. Tungl- bílarnir (LRV eða „Moon Buggies“) sem NASA notaði í þremur síðustu Apollo-leiðöngrunum sínum (15, 16 og 17) á árunum 1971-1972 voru til dæmis rafmagnsbílar. Bílarnir voru hannaðir til þess að komast á um 13 km/klst. hraða, en óform- legt hraðamet á tunglinu sló víst Eugene Cernan í Apollo 17, sem náði að koma tunglbílnum upp í 18 km/klst. hraða. Vinsældir raf bíla minnkuðu aftur samfara þróun sprengihreyf- ilsins og fjöldaframleiðslu bensín- bíla þar til áhuginn jókst aftur og er enn í aukningu meðfram þróun í rafhlöðum og rafmagnskerfum. Rafbílar á tunglinu og á jörðu niðri Gestir útihátíðar hlaða farsíma með reiðhjóli. MYND/GETTYIMAGES Raf bílar eru mun umhverfis-vænni kostur en bensín- og dísilbílar. Það efast fæstir um það. En ef fólk vill verða enn umhverfisvænna má prófa að hlaða bílinn með heimatilbúinni orku. Það er hægt að búa til raf- magn með því að hjóla. Þá er rafall tendur við afturhjólið og hjólinu komið fyrir á þann hátt að dekkið snerti ekki jörðina og reiðhjólið sjálft hreyfist ekki áfram þegar afturhjólinu er snúið með fót- stiginu. Það er ljóst að það yrði ansi seinleigt að hlaða raf bíl með þessum hætti en ef notaður er umhverfisvænn rafall þá er þetta allavega gott fyrir náttúruna og góð líkamsrækt í leiðinni. Líklega væri samt sniðugra að nýta þessa tækni í eitthvað sem krefst minna rafmagns. Eins og til dæmis að kveikja ljósaperu eða hlaða far- síma. Heimagerð rafhleðsla Ertu að tengja? Hleðsla rafbíla Fáið löggiltan rafverktaka til að yfirfara og aðlaga raflögnina áður en rafbíll er hlaðinn í fyrsta sinn. Hver tengipunktur má einungis hlaða einn rafbíl í einu Hver tengipunktur skal varinn með yfirstraumvarnar- búnaði sem einungis ver þennan tiltekna tengipunkt Hver tengipunktur skal varinn með bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa) sem einungis ver þennan tiltekna tengipunkt Bilunarstraumsrofinn ætti að vera af gerð B – þó má nota gerð A sé jafnframt notuð viðbótarvörn HMS mælir með að ekki séu notaðir hefðbundnir heimilistenglar til hleðslu rafbíla HMS mælir með að til heimahleðslu rafbíla séu notaðar þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartenglar Stranglega er bannað að nota framlengingarsnúru, fjöltengi eða önnur „millistykki“ við hleðslu rafbíla Hleðslustrengir mega ekki liggja þar sem þeir geta orðið fyrir hnjaski, t.d. yfir vegi, gangstéttar eða stíga Ekki nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst • • • • • • • • • 8 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHLEÐSLUSTÖÐVAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.