Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 5 7 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 Nýr Škoda Superb iV Rafmagn & bensín Verð frá 5.190.000 kr. hekla.is/skodasalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA VIÐSKIPTI Virðismatsbreytingar á ráðstefnu- og tónlistarhús- inu Hörpu í nýjasta ársreikningi félagsins þýða að stofnvirði bygg- ingarinnar hefur verið afskrifað um 60 prósent. Byggingin er því nú verðmetin á um 40 prósent af því sem kostaði að byggja hana. Stjórnarformaður Hörpu segir að núverandi verðmat Hörpu endur- spegli tekjumöguleika hússins, en það hafi ekki verið tilfellið áður en ráðist var í niðurfærsluna. Tekjur Hörpu námu um 1,7 milljörðum á síðasta ári, en þar af Afskrifa Hörpu um 60 prósent Fasteignin Harpa er nú metin á 9,4 milljarða króna. Uppreiknaður byggingarkostnaður var ríflega 24 milljarðar króna. Stjórnarformaður segir að verðmatið endurspegli tekjuöflunarmöguleika Hörpu. Nánar á frettabladid.is Ingibjörg Stefánsdóttir var rekstrarframlag ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar 450 milljónir. Harpa er nú verðmetin á 9,4 millj- arða króna, en uppreiknaður bygg- ingarkostnaður miðað við nýjustu byggingarvísitölu Hagstofu Íslands hljóðar upp á 24,2 milljarða króna. Alls var verðmæti Hörpu fært niður um 7,1 milljarð á síðasta ári. Ingibjörg Stefánsdóttir, stjórnarfor- maður Hörpu, segir það hafa verið nauðsynlega aðgerð til að skapa Hörpu stöðugan og sjálf bæran rekstrargrundvöll til langrar fram- tíðar. Afleiðing niðurfærslunnar var sú að bókfært tap síðasta árs var tæpir sex milljarðar, en ársreikningur Hörpu var birtur í júní. Ásamt því að veita Hör pu rekstrarframlag á hverju ári hafa ríki og borg skuldbundið sig til að greiða upp útistandandi skulda- bréf tónlistarhússins. Staða þess í árslok 2019 var um 20 milljarðar króna. Afborganir af skuldabréfinu nema um hálfum milljarði á ári, en greiðslur af skuldabréfinu eru aðskildar rekstrarframlaginu. Bein f járútlát hins opinbera vegna reksturs Hörpu er því tæplega einn milljarður á ári. – þg Tryggvagatan væri nær óþekkjanleg ef ekki væri fyrir mósaíkverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu í bakgrunni. Framkvæmdir við götuna eru enn í fullum gangi en þar stendur meðal annars til að byggja torg þar sem vegfarendur geta sleikt sólina þegar vel viðrar. Þá verða einnig á svæðinu litlir þokuúðarar sem eiga að veita svæðinu ákveðna dulúð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LÍFIÐ „Lagið heitir Takk fyrir mig og hefur verið að púslast saman yfir nokkuð langan tíma,“ segir tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð sem gefur út Þjóðhátíðarlagið í ár. Óvenjulegt þjóðhátíðarlag Ingó Veðurguð Lagið er örlítið óvenjulegt fyrir þær sakir að Þjóðhátíð fer ekki fram um verslunarmannahelgina í ár vegna fjöldatakmarkana á sam- komum. – ssþ / sjá síðu 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.