Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 26
Aðalsteinn Emil Aðal-steinsson er einn af handhöfum Nýrækt-arstyrks Miðstöðvar íslenskra bókmennta þetta árið. Styrkinn hlýtur hann fyrir smásagnasafnið 500 dagar af regni. „Þessi styrkur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir mig. Ég var búinn að sækja um hann þrjú ár í röð þegar ég loksins hlaut hann. Ég finn að þessi styrkur er mun meiri stökkpallur en ég hafði búist við,“ segir hann. Afdrifarík augnablik Aðalsteinn hefur birt smásögur eftir sig í ýmsum tímaritum, en smásagnasafn hans verður fyrsta útgefna bók hans. Hún geymir níu smásögur og mun koma út hjá bókaforlaginu Dimmu. „Sögurnar fjalla um mjög ólíkt fólk, allt frá öldruðum manni sem er ranglega sakaður um kynferðisaf- brot, til tíu ára stelpu sem langar að drepa bróður sinn. Ég er að kanna hinar myrku hliðar mannsins og eins afdrifarík augnablik í lífi per- sóna, sem marka djúp spor eða breyta lífi þeirra til frambúðar,“ segir Aðalsteinn. Skrópaði til að skrifa Hann byrjaði að skrifa sem ungl- ingur. „Ég hef alltaf skrifað meðan ég á að vera að gera eitthvað annað. Í menntaskóla skrópaði ég í tímum til að skrifa smásögur. Mjög snemma var ljóst að ég stefndi að því að verða rithöfundur og það eru um fjögur ár síðan ég sneri mér að skriftum fyrir alvöru.“ Spurður um áhrifavalda þegar kemur að smásagnaskrifum nefnir Skoðar hinar myrku hliðar mannsins Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson er meðal handhafa Nýræktarstyrks. Höfundur smá- sagnasafns sem geymir níu sögur. Skrópaði í tímum í menntaskóla til að skrifa. Mjög snemma var ljóst að ég stefndi að því að verða rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Benedikt Erlingsson mun leik-stýra jólasýningu Þjóðleik-hússins, Nashyrningunum eftir Ionesco. Nashyrningarnir eru eitt frægasta verk hins heimsþekkta fransk-rúmanska leikskálds Iones- cos. Verkið fór eins og eldur í sinu um leikhús í Evrópu eftir að það var frumflutt árið 1959, og var leikið í Þjóðleikhúsinu strax árið 1961. Síðan þá hefur verkið verið sett upp reglulega víða um heim og er löngu orðið sígilt. Eins og venja er frum- sýnir Þjóðleikhúsið á annan í jólum, 26. desember. Hversdagslegt lífið í litlum bæ umturnast þegar íbúarnir taka að breytast í nashyrninga. Hlédrægi skrifstofumaðurinn Bérenger er hjartahlýr og góðviljaður náungi, en er gagnrýndur af vinnufélög- unum fyrir óstundvísi, svallsemi og frjálslegt líferni. Hvers vegna er það einmitt hann sem reynist vera sá eini sem spyrnir við fótum og vill ekki glata mennskunni? „Á leiksviðinu sem stundum hefur verið kallað vígvöllur hug- mynda og hugsjóna setjum við upp leikrit um það hvernig lítil hug- mynd verður að stórri hugmynd sem umbreytir heilu samfélagi. Hvernig jaðarhugmynd smitast sem vírus og verður að lokum að meginhugsjón heillar þjóðar. Eitt- hvað sem í raun og veru er alltaf að gerast á hverjum degi. Alls staðar.“ segir Benedikt Erlingsson. Benedikt leikstýrir Nashyrningunum Benedikt Erlingsson leikstýrir jólaleikriti Þjóðleikhússins. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is hann Anton Tsjekhov, Alice Munro og Gyrði Elíasson sem hann segir vera einn af sínum uppáhaldshöf- undum. „Meðan ég var að vinna að þessum smásögum las ég Vetrargul- rætur eftir Rögnu Sigurðardóttur, þannig að einhver áhrif gætu verið þaðan. Ég var mjög hrifinn af þeirri bók.“ Vinnur í nýju handriti Hann er nú að vinna í nýju hand- riti. „Þar eru sögur sem verða lengri og umfangsmeiri en í 500 dögum af regni. Þær eru samt enn á frumstigi. Ég er mjög heillaður af smásagna- forminu, hef lagt mikla rækt við það og lít á það sem eitthvað meira en stílæfingu.“ Hann segir að vel geti farið svo að hann eigi eftir að skrifa skáldsögu. „Rúmlega tvítugur var ég búinn að skrifa tvær sem var hafnað af öllum útgefendum. Það var sárt þá en núna sé ég að það var klárlega fyrir bestu. Það tekur tíma að þróast og þroskast sem rithöfundur.“ ÉG ER MJÖG HEILL- AÐUR AF SMÁSAGNA- FORMINU, HEF LAGT MIKLA RÆKT VIÐ ÞAÐ OG LÍT Á ÞAÐ SEM EITTHVAÐ MEIRA EN STÍLÆFINGU. Birt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl. Reykjavík Krókhálsi 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opið Virka daga 9–18 Laugardaga 12–16 opel.is FRÁBÆR FERÐAFÉLAGI Opel Grandland X – takmarkað magn Verð 4.490.000 kr. Sjálfskiptur 1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.