Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 4
Þótt það séu fáir ferðamenn hér ennþá er líklega helmingur þeirra Íslendingar. Benedikt Jónsson, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum Opin fræðsla fyrir alla sem nýlega hafa greinst með krabbamein fer fram í Ljósinu, Langholtsvegi 43, næstu mánudaga milli 10:30 - 12:00: 6. júlí: Líðan, virkni og stuðningur 13. júlí: Þreyta - Orkusparandi aðferðir 20. júlí: Sjálfstyrkur, sjálfsmynd 27. júlí: Slökun 10. ágúst: Streita og bjargráð 17. ágúst: Fjölskyldan og samskipti 24. ágúst: Markmiðasetning FÆREYJAR „Fyrir um mánuði síðan sáust bara ekki erlendir ferðamenn hér á götunum en nú eru þeir aðeins farnir að sjást. Mér er sagt af helstu ferðaþjónustuaðilum Færeyja að þótt ferðamennirnir séu ekki marg­ ir sé þetta þó vísir að því að þetta geti eitthvað glæðst síðsumars,“ segir Benedikt Jónsson, aðalræðis­ maður Íslands í Færeyjum. Svipaðar reglur gilda um komu ferðamanna til Færeyja og hér á landi. Allir tólf ára og eldri þurfa að fara í skimun við komuna til Fær­ eyja en ekkert er greitt fyrir það út júlímánuð. Benedikt segir að Færeyingar séu varkárir sem megi væntanlega rekja til þess að vel hefur tekist til í aðgerðum við veirufaraldrinum. Alls hafa komið upp 188 smit í land­ inu en enginn hefur látist. Eitt smit kom upp í byrjun júlí en þá hafði ekki komið upp smit frá því í apríl. „Færeyingar vilja fyrir alla muni varðveita þennan árangur,“ segir Benedikt. Um miðjan júní var opnað fyrir komur ferðamanna frá Danmörku, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Þýskalandi en síðan bætt­ ust við ríki ESB, Schengen og Bret­ land. „Forsvarsfólk í ferðaþjónustunni hérna talar um það í sambandi við opnun landsins að íslenskir ferða­ menn skipti miklu máli. Þótt það séu fáir ferðamenn hér enn þá er lík­ lega helmingur þeirra Íslendingar,“ segir Benedikt. Í byrjun júlí opnaði nýtt hótel í Þórshöfn og er Benedikt sagt að þar séu Íslendingar á bak við helming gistinótta. „Þeir ferðamenn sem eru hér á stjái eru mikið á þessu svæði þar sem sendiskrifstofan er. Maður rekst á Íslendinga hérna og við höfum fengið fyrirspurnir um hitt og þetta. Hvort það séu takmarkanir sem auðvitað eru og kannski ekkert ósvipaðar þeim á Íslandi.“ Benedikt tók við stöðu aðalræðis­ manns í september á síðasta ári. Hann segir að móttökurnar í Fær­ eyjum hafi verið einstaklega góðar. Einhver bið verður þó á því að hann fái að upplifa alvöru Ólafsvöku sem haldin er árlega í lok júlí. „Lífið gengur svona að mestu leyti sinn vanagang hér. Þó eru Færeying­ ar meðvitaðir um stöðuna og hafa til dæmis af lýst öllum hópsam­ komum á Ólafsvöku. Það er ekki búið að blása hana af en hún verður með gerbreyttu sniði.“ Í byrjun faraldursins hafi fólk strax farið að hugsa til Ólafsvöku og átt erfitt með þá tilhugsun að hún færi ekki fram. „Þeir ætla að hafa sérstaka dagskrá í sjónvarpi og stilla þar upp þessum viðburðum sem hafa verið í bænum. Það verður auðvitað ekki það sama.“ sighvatur@frettabladid.is Íslendingar mikilvægir fyrir ferðaþjónustu í Færeyjum Ferðamenn eru aftur farnir að sjást í Færeyjum þótt þeir séu enn ekki margir. Íslendingar eru líklega um helmingur þeirra. Aðalræðismaður Íslands segir lífið ganga sinn vanagang að mestu en þó verður Ólafs- vaka haldin með breyttu sniði. Eitt smit hefur komið upp í júlí en síðustu smit þar áður komu upp í apríl. Frá miðborg Þórshafnar þar sem ferðamenn eru aðeins farnir að sjást aftur. MYND/GETTY FLUGMÁL Þótt hluta flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair hafi nú verið boðið starf áfram er staðan óljós varðandi flugvirkja. „Það hefur ekkert verið gefið út enn þá með endurráðningar á f lug­ virkjum,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Málið hafi ekki verið rætt sérstaklega. Það er fyrirtækisins megin að gera það.“ Að sögn Guðmundar var um 130 flugvirkjum af 300 sagt upp og rennur uppsagnarfresturinn út um næstu mánaðamót. Hluti uppsagna hjá flugmönnum Icelandair frá því í apríl hefur verið afturkallaður og 114 flugmönnum boðið áframhaldandi starf. Því verði alls 139 flugmenn hjá félaginu. Ekki var unnt að fá upplýsingar í gær frá Icelandair varðandi stöðu annarra starfshópa hjá félaginu. Var sagt að ekki væri tímabært að ræða þau mál. – gar Staða flugvirkja Icelandair óljós KJARAMÁL „Icelandair er nauðugur sá kostur að virða sitt starfsfólk og ganga til kjarasamninga við stéttar­ félög þeirra ef fyrirtækið ætlar að vera húsum hæft í íslensku sam­ félagi,“ segir í yfirlýsingu eftir fund forsetateymis ASÍ ásamt formönn­ um fjögurra stéttarfélaga í gær. Fundurinn var haldinn til að fara yfir stöðuna í kjaradeilu Icelandair við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Icelandair þurfi að ganga til samninga við starfsfólk GARÐABÆR  Fjölmargar athuga­ semdir og ábendingar sem borist hafa bæjaryfirvöldum í Garðabæ breyta því ekki að Garðahrauns­ vegur verður áfram lokaður. Garðahraunsvegi við Herjólfs­ braut var lokað nú í júní í samræmi við deiliskipulag. Var þetta gert að ósk íbúa í Prýðishverfi sem vildu minni umferð við hverfið. Bæjaryf­ irvöld í Hafnarfirði og íbúar sunnan Álftanesvegar mótmæla lokuninni. Þrettán bréf frá íbúum voru lögð fram á síðasta bæjarráðsfundi í Garðabæ. Einn bréfritarinn segir lokunina óforskammaða gagnvart íbúum Nausta­ og Boðahleina og að hún mismuni íbúum í Garðabæ. Í öðrum bréfum er bent á að lokunin torveldi aðgang að heimilum eldri borgara og lengi leiðir í skóla. Bæjarráðið fól Gunnari Einars­ syni bæjarstjóra að svara með bréfi þar sem fram komi að lokunin sé í samræmi við deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð í Garðahrauni. „Eru bæjaryfirvöld skuldbundin gagn­ vart íbúum svæðisins að láta lokun­ ina koma til framkvæmda,“ segir í fundargerð bæjarráðs. Lokunin hafi verið samþykkt í bæjarstjórn 16. mars 2017. „Var hún kynnt á sínum tíma og á ekki að koma óvart.“ Einnig er vísað til sjónarmiða um umferðaröryggi. „Gegnumakstur um Garðahrauns veg, þar sem eru mörg gatnamót að íbúðarhúsa­ götum, hefur verið hraður og hættulegur,“ segir bæjarráðið, en ætlar þó að skoða möguleika á lag­ færingum á gatnamótunum til að bæta umferðaröryggi. – gar Vegi lokað að ósk íbúa í Prýðishverfi Lokun Garðahraunsvegar veldur úlfúð í Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BÓKMENNTIR Samkeppniseftirlitið hefur beint þeim fyrirmælum til Pennans að taka bækur Uglu útgáfu aftur til sölu í verslunum sínum. Þetta kemur fram í bráðabirgða­ ákvörðun sem eftirlitið tók í gær. Eftirlitið segir sennilegt að Penn­ inn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á smásölumarkaði með því að senda til baka söluhæstu bækur Uglu í maí og í framhaldi synjað viðskiptum við útgáfuna. Mælt er fyrir um að hvers konar ákvarðanir Pennans um að synja bókaútgefendum um viðskipti skulu byggja á verklagsreglum aðgengilegum bókaútgefendum og Samkeppniseftirlitinu. – atv Pennanum gert að selja frá Uglu VIÐSKIPTI Samanlögð kortavelta Íslendinga í júní nam rúmlega 86 milljörðum króna. Sú velta er mjög áþekk þeirri sem mældist í júní­ mánuði 2019 þrátt fyrir að Íslend­ ingar gætu óheftir notið lífsins í sumarfríum erlendis. Þessar upplýsingar koma fram í Hagsjá hagfræðideildar Lands­ bankans sem birtist í vikunni. Í hagtölum Seðlabanka Íslands má sjá að kortavelta erlendis í júní árið 2019 nam um 18 milljörðum króna. Þessar krónur skiluðu sér til inn­ lendra aðila í ár. – bþ Eyddu krónum heima í staðinn Aðilar funduðu síðast hjá ríkissátta­ semjara á þriðjudag. Í yfirlýsingunni segir að undir­ liggjandi séu hótanir Icelandair að Drífa Snædal, forseti ASÍ „leita annarra leiða“ frekar en að klára samninga við FFÍ. Slík hótun verði aðeins skilin þannig að félagið ætli sér að virða leikreglur á íslensk­ um vinnumarkaði að vettugi. Þá sé það ljóst að það séu ekki hagsmunir íslensks launafólks að lífeyrir sé notaður til að styðja fyrir­ tæki sem grafi undan samningsrétti og lífskjörum launafólks. „Ekki verður séð hvernig lífeyris­ sjóðir geta virt eigin siðareglur og fjárfestingarstefnu en jafnframt tekið þátt í hlutafjárútboði félags sem grefur undan hagsmunum launafólks á íslenskum vinnumark­ aði,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig sé skýr krafa verkalýðs­ hreyfingarinnar að stjórnvöld noti ekki sameiginlega sjóði til að styðja við Icelandair nema réttindi starfs­ fólks séu virt. – sar 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.