Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 2
Hvort sem að fólki finnst sýningin frábær eða ekki þá finnum við sterkt fyrir þakklæti. Óðinn Ásbjarnarson Veður Norðan 13-20 m/s í dag, en öllu hægari um landið A-vert. Tals- verð eða mikil rigning N-lands, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast á SA-landi. SJÁ SÍÐU 12 Líf og fjör í Leifsstöð Ferðamenn streyma í auknum mæli til landsins. Ekki er algilt að skimun við COVID-19 fari fram strax við komuna til landsins enda kemur fólk á hvaða tímum sólarhrings sem er, hvort heldur er með skipum og skútum til hafna eða farþegaf lugi og einkaf lugvélum til f lugvalla. Sé enginn á vakt á þeim landamærum sem komið er að, er farþegum bent á að vera í sóttkví og að mæta til skimunar á heilsugæslu daginn eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI M E N N I N G Sv iðslist a hópu r inn Strengur hefur í sumar f lakkað með farandleiksýninguna „Enda- lausir þræðir“ á milli félagsmið- stöðva eldri borgara í Reykjavík. Leikhópurinn samanstóð af fjórum ungmennum, Katrínu Guðbjarts- dóttur, Magnúsi Thorlacius, Óðni Ásbjarnarsyni og Unu Torfadóttur, sem öll stunda nám við sviðshöf- undabraut í Listaháskóla Íslands og tóku að sér sumarstarf hjá vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar. Una þurfti að draga sig úr sýn- ingum vegna erfiðra veikinda en í hennar stað stökk Urður Bergs- dóttir til. Markmið sviðslistahópsins var meðal annars að vinna gegn félags- legri einangrun eldri borgara sem er stórt samfélagslegt vandamál. Það þekkir einn meðlima Strengs, Óðinn Ásbjarnarson, vel en hann býr í íbúðarkjarna eldri borgara í Norðurbrún sem er liður í tilrauna- verkefni velferðarsviðs sem Frétta- blaðið fjallaði um í mars á þessu ári. „Þetta hafa verið skrítnir tímar. Allt skipulagt félagsstarf eldri borg- ara fór úr skorðum sem og auðvitað heimsóknir ástvina. Félagsleg ein- angrun eldri borgara var vandamál fyrir en kórónaveirufaraldurinn gerði það vandamál enn þá verra,“ segir Óðinn. Hann hafði því enn meiri tíma en ella til þess að skipuleggja viðburði fyrir eldri borgara í Reykjavík og segja má að leiksýningin sé að hluta til afleiðing af því. „Ég hef brennandi áhuga á sviðs- listum og það var alltaf markmiðið að nota þann áhuga í þessu verkefni sem ég tók að mér,“ segir Óðinn. Hann hafi því samið áðurnefnt verk ásamt öðrum meðlimum hópsins og sótti innblástur í upp- lifun sína. Alls er ráðgert að sautján sýningar verði sýndar í sumar. Sú fyrsta var í byrjun mánaðarins og mun sýningum ljúka í þessari viku. „Viðtökurnar hafa verið allskonar en ég átti von á því. Þetta er svolítið framúrstefnuleg og  ljóðræn sýn- ing. Við erum að heiðra frásagnar- listina, hvernig minningar verða til og mannleg tengsl. Markmiðið er að brúa bil kynslóðanna með leiklistinni og koma félagsstarfinu aftur í gang eftir erfiða mánuði,“ segir Óðinn. Hann segir að skemmtilegt sé að upplifa þakklæti eldri borgara. „Hvort sem að fólki finnst sýningin frábær eða ekki þá finnum við sterkt fyrir þakklæti allra vegna þess að við erum að koma með menningu til þeirra. Það er mjög góð tilfinning.“ Hann mun áfram búa í Norður- brún næstu mánuði og vonar að hann geti komið inn af krafti í félagsstarf eldri borgara í haust. „Þá get ég vonandi byrjað að skipu- leggja böll, karókí-kvöld og eitthvað skemmtilegt. Sviðslistirnar munu síðan alltaf skipa einhvern sess,“ segir Óðinn. bjornth@frettabladid.is Fékk innblástur við að búa á dvalarheimili Sviðslistahópurinn Strengur hefur heimsótt félagsmiðstöðvar eldri borgara í Reykjavík í sumar með framúrstefnulega og ljóðræna leiksýningu. Hópurinn finnur fyrir miklu þakklæti áhorfenda þó viðtökurnar hafi verið allskonar. Óðinn Ásbjarnarson er einn meðlima sviðslistahópsins. Fréttablaðið/Ernir REYKJAVÍK Hangandi hræ af mávum sem hafa vakið athygli vegfarenda í Elliðaárdal eru til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þetta staðfestir Guðjón Ingi Egg- ertsson, heilbrigðisfulltrúi. Að sögn hans er málið skoðað sem úrgangsmál, það er að þarna sé úrgangur á almannafæri sem þarf að farga. Þá hafa ábendingar um málið verið sendar Matvæla- stofnun. Fréttablaðið fjallaði um undrun og reiði íbúa í Breiðholti vegna fuglshræjanna í vikunni. Í umfjölluninni kom fram að til- gangur þess sem hengdi þau upp væri að fæla máva frá til þess að bjarga andar- og kanínuungum. Þá kom fram að hræin væru af sjálf- dauðum fuglum. – bþ Skoða hangandi hræ af mávum Hangandi mávshræ í Elliðaárdal S TJÓ R NAR S K R ÁR M ÁL Stjórnar- skrárfélagið mótmælir harðlega vinnubrögðum formanna stjórn- málaf lokkanna við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í umsögn félagsins um drög að breytingum á ákvæðum um for- seta, ríkisstjórn og framkvæmda- vald er enn og aftur hvatt til þess að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012 um tillögur stjórnlagaráðs verði virtar. Frumvarpsdrög formannanna séu enn einn vitnisburður þess að þeir hafi ekki látið sér segjast og ætli ekki að virða vilja kjósenda. „Þvert á móti er áfram unnið eins og vilji stjórnmálaf lokkanna eigi að ráða en ekki lýðræðislegur vilji fólksins. Félagið sér því ekki ástæðu til að fjalla efnislega um þessi drög heldur ítrekar að fullveldið er hjá þjóðinni og það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn,“ segir í umsögninni. Frestur til að senda umsögn um drögin rennur út 22. júlí. – sar Þjóðin ráði en ekki formenn VEÐUR Veðurstofa Íslands hækkaði í gær viðvörunarstig úr gulu í app- elsínugult vegna mikils vatnsveð- urs sem spáð er á Vestfjörðum og Norðurlandi með auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Varað er við því að vöð geti orðið varhugaverð eða jafnvel ófær. Þá er varað við hættu á skriðum og grjót- hruni og auknu álagi á fráveitukerfi. Þá var varað við snörpum vind- hviðum á sunnanverðu Snæfellsnesi í gærkvöld en snemma í morgun á Kjalarnesi. Er því beint til vegfarenda að fylgjast vel með og taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar. – uö Vonskuveður víða um land 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Erum með mikið úrval af allskonar bílaverkfærum á frábæru verði! ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. Hleðslutæki 12V 6A 6T Búkkar 605mm Par Jeppatjakkur 2.25t 52cm. Omega Viðgerðarkollur 4.995 9.999 17.995 7.495 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.