Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 10
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ég held að krakkar í dag séu bara betur upp aldir en þeir voru fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Maður hefur heyrt sögur frá þeim sem þá voru unglingar og sumir þeirra stungu af úr bæjarvinnunni eða lágu í múg- unum heilu og hálfu dagana, að mér skilst. Ég tel að það sé minna um það núna. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, Kristrún Gísladóttir frá Vestmannaeyjum, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi, mánudaginn 6. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Þorsteinn Ingólfsson Sólrún Þorsteinsdóttir Vignir Stefánsson Ingólfur Þorsteinsson María Garðarsdóttir Kæru ættingjar og vinir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Jóns Karls Úlfarssonar útvegsbónda, frá Eyri í Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fossahlíðar á Seyðisfirði fyrir einstaka umönnun og hlýju. Fjölskyldan. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Þórður Árni Björgúlfsson fv. rennismiður og verslunarmaður, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 23. júlí, klukkan 13.30. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Grenihlíðar fyrir frábæra umönnun og hjartahlýju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Öldrunarheimila Akureyrar, kennitala: 441217-1450, banki: 565-14-405786. Björg Þórðardóttir Friðrik Viðar Þórðarson Kristín Jónína Halldórsdóttir Björgúlfur Þórðarson Helga Guðrún Erlingsdóttir og fjölskyldur. Krakkarnir eru þrældugleg-ir og aldrei í miklu hangsi. Veðrið hefur líka leikið við okkur í sumar og þá eru allir í góðu skapi, eig-inlega bara sólskinsskapi! Maður finnur mikinn dagamun á fólk- inu eftir veðri, enda minna skemmti- legt í beðinu ef það er mjög blautt, segir Viktor Örn Ásgeirsson, f lokksstjóri hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. „Þetta er þriðja árið mitt  í þessu starfi og það hefur gengið vel. Borginni er skipt upp í svæði, ég var með bæki- stöð við Hagaskóla í fyrra og hitteð- fyrra,“ segir Viktor Örn.  Nú er  hann við Háteigsskóla  með sextán manna hóp af báðum kynjum og segir það vera hámarkið. „Við erum tvö með þann fjölda og getum dreift aðeins úr okkur,“ tekur hann fram. Skyldi Viktor Örn sjálfur hafa verið í vinnuskóla þegar hann var yngri? „Ég var í hópi á vegum félagsmiðstöðvar- innar á þeim tíma  og var sendur í að mála hér og þar og í f leiri verkefni, það var samt ekki hefðbundinn vinnuskóla- hópur. Ég get ekki sagt að ég hafi legið á hnjánum allt sumarið við að reyta, en ég var svo að vinna hjá Landsvirkjun í tvö sumur á unglingsárunum við að planta trjám og hirða beð. Þá lærði maður bæði að beita líkamanum og verkfær- unum rétt, það var ágæt reynsla sem ég get miðlað af. Við erum líka svo heppin að áður en Vinnuskólinn hefst er undir- búningsvika fyrir alla leiðbeinendur. Þar erum við að fara yfir líkamsbeit- ingu, sjúkraþjálfun og skyndihjálp og fáum fyrirlestur hjá sálfræðingi. Þannig að maður kemur ágætlega undirbúinn til starfa.“ Viktor Örn segir krakkana í vinnu- skólanum líka fá margvíslega fræðslu. „Það er umhverfisfræðsla og  mennta- skólanemar koma sterkir inn með fræðslu á jafningjagrundvelli. Svo snýst eitt verkefnið um of beldisforvarnir, þar fá krakkarnir leiðbeiningar um hvað þeir eigi að gera ef þeir sjá einhverja í slag. Svo leikum við okkur líka, þannig að vinnuskólinn er sambland af garð- vinnu, leikjum og fræðslu. Við getum að minnsta kosti sagt að það sé minni fókus á beðin og illgresið heldur en áður var en krakkarnir fá vel að kynnast því líka, því beðahreinsun er rauði þráðurinn í vinnunni.“ Hópurinn hans Viktors Arnar er með verkefnalista en aðspurður segir hann enga málningarvinnu vera á þeim lista. „Það er sérstakur hópur sem tekur hana að sér. Í honum eru krakkar sem eru með frjókornaofnæmi og geta þá ekki verið í beðum en stendur til boða að vera í málningarhóp sem vinnur undir stjórn málarameistara og líka f lokks- stjóra. Þau taka að sér ýmis verkefni.“ Spurður hvort hann sjálfur hafi ein- hverja vél til umráða, svarar hann. „Nei, það er líka sérstakt gengi, ég er bara á skóf lunni milli þess sem ég fer á milli hópa og fylgist með.“ Það er greinilegt að hann er jákvæður í garð unga fólksins sem hann er að vinna með, enda kveðst hann standa í þeirri trú að unglingar séu stilltir upp til hópa. „Ég held að krakkar í dag séu bara betur upp aldir en þeir voru fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Maður hefur heyrt sögur frá þeim sem þá voru ungl- ingar og sumir þeirra stungu af úr bæjar- vinnunni eða lágu í múgunum heilu og hálfu dagana, að mér skilst. Ég tel að það sé minna um það núna. Sjálfur hef ég að minnsta kosti aldrei lent í neinu veseni. Það eru allir bara kurteisir og góðir en hressir kringum mig og gera það sem fyrir þá er lagt.“ Þetta eru nú góðar fréttir. En  hvað um  sumarfrí? Fær  Viktor Örn  eitt- hvert frí sjálfur? „Ég byrjaði 1. júní og verð fram í miðjan ágúst, þá fæ ég viku eða tvær áður en skólinn byrjar. Ég er í Háskóla Íslands, var að klára fyrsta árið í lögfræði og sé fram á að verða í inni- vinnu í framtíðinni svo það er frábært að fá að að vinna úti núna, þó að fyrsta sumarið mitt í þessu starfi, 2018, hafi ekki verið verið neitt sérstakt, ef ég tala hreint út, sjö gráðu meðalhiti og mikil rigning.“ gun@frettabladid.is Minna skemmtilegt í beðinu ef það er blautt Það fer eftir veðri hversu ánægðir unglingarnir eru í vinnuskólanum. Það finnur Vikt- or Örn Ásgeirsson vel, hann er flokksstjóri með sextán manna hóp hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Viðfangsefnin eru sambland af garðvinnu, leikjum og fræðslu. „Það eru allir bara kurteisir og góðir en hressir kringum mig,“ segir flokksstjórinn Viktor Örn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1751 Innréttingarnar, hlutafélag um eflingu iðnaðar á Íslandi, eru stofnaðar á Þingvöllum að frumkvæði Skúla Magnússonar fógeta. 1930 Þýska loftskipið Graf Zeppelin kemur til Íslands og flýgur yfir suðurströnd landsins. 1932 Stytta af Leifi heppna er afhjúpuð á Skóla- vörðuholti. Hún er gjöf Banda- ríkjamanna í tilefni af 1.000 ára afmæli Alþingis 1930. 1946 Fyrsti landsleikur Íslands í knatt- spyrnu er leikinn í Reykjavík. Hann er gegn Dönum og lýkur með sigri þeirra, 3:0. 1969 Bing Crosby, leikari og söngvari, kemur til Íslands til laxveiða. 1989 Langferðabíll með 27 farþega rennur um 40 metra niður í gilskorning á Möðrudalsöræfum. Farþegarnir sleppa flestir lítt meiddir.  Merkisatburðir 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.