Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Árna Helgasonar BAKÞANKAR SÆNGURFÖT SLOPPAR FYRIR HANN & HANAUNDRI HEILSUINNISKÓR DÚNVÖRUR FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is RUM ÚTSAL S A A ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR VEFVERSLU N www.betrabak .is OPIN ALLAN SÓLARHRI NGINN VIÐ SENDU M FRÍTT STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL. EGILS LÍMONAÐI BLEIKT - 500 ML 169 KR/STK 338 KR/L Fyrir svanga ferðalanga Ég hef komið víða við á vigt-inni. Það helgast af því að ég er einhvers konar sambland af nautnasegg og átaksmanni. Ég fer hratt upp og hratt niður. Það eru því til ýmsar útgáfur af mér í gegnum tíðina sem minningarfí- dusar samfélagsmiðlanna rifja reglulega upp fyrir mig. Þann- ig var 2012-útgáfan dugleg að hlaupa en 2017-útgáfan til dæmis duglegri í hlaupböngsunum. Mér þykir vænt um allar þessar útgáfur, enda veit ég að hver og ein staldrar stutt við. Almennt þykir frekar við- kvæmt að ræða um þyngd ann- arra við þá en frá því eru nokkrar undantekningar. Sumir hika ekki við að segja manni, algerlega óumbeðið, að þetta gangi ekki lengur, nú verði maður að fara að taka sig á. Þetta fólk er oftar en ekki mjög ölvað. Ekki síður áhugaverð eru ummæli fólks þegar maður hefur grennst. Ég rakst á kunningja minn um daginn sem sagði mér að það væri allt annað að sjá mig eftir að ég hafði misst nokkur kíló. Hann lét ekki staðar numið þar, því það var víst alveg skelfi- legt að sjá mig áður. Það rann smám saman upp fyrir mér að hann var ekki beint að tala um mig. Hann var að tala um annan mann, Gamla-Árna. Mér fannst auðvitað kurteisi af hálfu Nýja-Árna að taka undir með þessum kunningja mínum. Til að undirstrika hvers konar dusilmenni þessi gamli hafði verið trúði ég honum fyrir því að Gamli-Árni hefði ekki látið sér nægja að vera of þungur, heldur hefði hann verið að tala illa um fólk, þar á meðal hann. Kallað hann dómharðan fávita. En það voru auðvitað hans orð, ekki mín. Gamli vs. nýi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.