Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 17
Verkfræðistofan Verkís býr yfir gríðarmikilli reynslu, en hún á rætur að rekja allt til ársins 1932 og er elsta verk- fræðistofa landsins. Verkís hefur tekið stóran þátt í framþróun og uppbyggingu á innviðum íslensks samfélags í um 90 ár og heldur áfram að vera leiðandi á því sviði, en fyrirtækið hefur í áratugi lagt áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á framsæknar lausnir með sjálf bærni að leiðarljósi. „Við höfum gert það í mjög langan tíma, eða allt frá því að Ísland hætti að nota olíu til að kynda hús,“ segir Bjarni Freyr Guðmundsson, sem starfar við viðskiptaþróun hjá Verkís. „Við höfum verið í framlínunni og fylgst með þróun í tækni og verið meðvituð bæði um hvað er að gerast og hvað tekur við næst. Ísland er með alla aðstöðu til að vinna að sjálf bærni og við erum með lausnir sem okkur finnast eðlilegar en eru framsæknar fyrir önnur lönd.“ Sjálfur er Bjarni lærður raf- magnsverkfræðingur frá danska Tækniháskólanum og hefur unnið á sviði tækni fyrir rafmagnsfarar- tæki á þeim áratug sem er liðinn frá útskrift. „Í Danmörku stofnaði ég nýsköpunarfyrirtæki á þessu sviði og vann að þróun á drif- vélum, rafgeymum og stafrænna lausna með áherslu á öryggi,“ segir hann. „Ég flutti heim fyrir tveimur árum til að nýta þekkinguna sem ég hef byggt upp erlendis hér heima og fór að einblína á íslensk- an markað, enda er margt mjög spennandi að gerast. Við erum að sjá breytingar gerast hraðar hér en víða erlendis, þó að þetta hafi farið hægt af stað og það hefur margt gerst á þessum tveimur árum.“ Einkabíllinn er lykillinn „Það er gríðarlega gaman að fylgjast með orkuskiptunum sem hafa verið í samgöngum á Íslandi síðustu ár,“ segir Bjarni. „Það hafa verið hraðar breytingar og áhugi fólks vex ört. Við sjáum ein- staklinga sem voru frekar á móti raf bílum fyrir nokkrum árum tala með þeim núna. En viðhorf almennings til nýrrar tækni hefur áhrif á hraða innleiðingu hennar. Það verður áhugavert að sjá breytingar á næstu árum með áframhaldandi tækniþróun en þessi þróun einkabílsins hefur verið að smitast út í vinnuvélar og flutningstæki, þannig að við sjáum orkuskiptin fara enn víðar næstu árin,“ segir Bjarni. „En einkabíllinn er lykillinn að því að ná upp massaframleiðslu og það er nauðsynlegt til að ná kostnaði við tæknina niður áður en hægt verður að skipta út vélum í atvinnurekstri. Því er mikilvægt að greiða leiðina fyrir einstaklinga til að þeir geti keypt og notað raf- bíla auðveldlega og Ísland hefur staðið sig mjög vel í því síðustu ár. Sem samfélag höfum við tekið rétt skref til að yfirstíga þessar áskoranir og höfum séð bæði styrkveitingar og lagabreytingar til þess upp á síðkastið. Þessi tvö atriði leiða til mikillar aukningar á hleðsluaðstöðu og greiðir leiðina gríðarlega,“ segir Bjarni. „Það var til dæmis lagabreyting samþykkt núna í júní sem auðveldar fólki að setja upp hleðsluaðstöðu í fjöl- eignarhúsum.“ Hleðsluaðstaða sífellt aðgengilegri „Helsta hindrunin fyrir þá sem vilja fjárfesta í raf bíl hefur verið Geta auðveldað orkuskiptin Verkís veitir einstaklingum, húsfélögum og fyrirtækjum ráðgjöf varðandi lausnir sem snúa að hleðslustöðvum og rafbílavæðingu. Aðgengi að slíkri tækni eykst hratt og þróun hennar er hröð. Bjarni Freyr Guðmundsson er rafmagnsverkfræðingur sem hefur unnið á sviði tækni fyrir rafmagnsfarartæki í áratug. Hann segir að orkuskiptin á Íslandi gangi hratt og Verkís geti aðstoðað einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki við að skipta yfir í rafknúin farartæki, vélar og tæki. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það hafa verið hraðar breytingar í orkuskiptunum í samgöngum á Íslandi og áhugi fólks vex ört. Bjarni segir að hér á landi hafi verið stigin rétt skref til að greiða leiðina fyrir einstaklinga svo að þeir geti keypt og notað rafbíla auðveldlega. Styrkveitingar og lagabreytingar hafa meðal annars leitt til mikillar aukningar á hleðsluaðstöðu. MYND/ARNARLDUR HALLDÓRSSON hleðsluaðstaðan, sérstaklega fyrir þá sem búa í fjöleignarhúsum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því,“ segir Bjarni. „Nágrannar geta haft aðrar skoðanir og aðstaðan getur verið þannig að lausnin er ekki augljós. Fólk er líka oft að hugsa að það þurfi að byrja með eina hleðsluaðstöðu en veit ekki hvað tekur svo við. Það þarf að vera hægt að stækka án þess að það þurfi nýja lausn í hvert skipti, því það er of dýrt. Það er einnig mikilvægt að huga að öryggi og tryggja að hleðsluað- staðan sé á stað sem uppfyllir allar kröfur um brunavarnir. Hún er oft geymd í bílskýlum og kröfurnar um brunavarnar voru ekki þær sömu hér áður fyrr,“ segir Bjarni. „Búnaðurinn er mjög öruggur ef faglega er komið að hönnun og uppsetningunni, en við mælum alltaf með því þegar farið er í þessar framkvæmdir að athugað sé með brunavarnar og að þær séu örugglega tengdar við stjórnstöð til að láta vita ef eitthvað gerist.“ Þjónusta fyrir ólíkar þarfir „Við hjá Verkís veitum ráðgjöf til einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja og erum óháð framleið- endum og birgjum þannig að við erum ekki að reyna að selja einstök kerfi, heldur finna lausnina sem hentar viðskiptavinum og þörfum þeirra sem best,“ segir Bjarni. „Við aðstoðum húsfélög við að sækja um styrki, en undirbúningsvinna við styrki er gjaldgeng í umsókn- um. Við erum mjög stolt af því að allar umsóknir sem við höfum aðstoðað við hafa farið í gegn. Við aðstoðum fyrirtæki við stærri verkefni, bæði uppsetningu á hleðsluaðstöðu, hönnun og útboðsgögn til að fá besta verðið í verkið. Við höfum líka aðstoðað fyrirtæki við að útfæra orkuskipti hjá sér, bæði bílaflota, vinnuvéla- flota og önnur tæki. Þar er þetta ekki eins augljóst,“ segir Bjarni. „Flest fyrirtæki eru farin að nota rafknúna einkabíla en þau eru oft með vélar og tæki sem eru ekki í massaframleiðslu en vilja samt huga að þessu. Við höfum þá aðstoðað við að búa til áætlun um orkuskiptin, en þær snúast oft um tímasetningar, hvenær er best að fara í þessi orkuskipti, hvort sem það er á næstu árum eða ótíma- bært því tæknin sé ekki til staðar. Í f lestum tilfellum er hún til staðar eða verður það á næstu 5-10 árum.“ Upplýsingafundur í ágúst „Verkís verður með upplýsinga- fund á skrifstofu sinni í Ofanleiti 2 klukkan 12 á hádegi þann 27. ágúst næstkomandi. Þar munum við fara yfir lagabreytingarnar sem voru gerðar í júní og hvernig er best að ganga til verks í þessum málum,“ segir Bjarni. „Veittar verða upp- lýsingar um styrkveitingar, lagalegt umhverfi, öryggismál, þjónustuna sem er í boði og lausnir sem henta í mismunandi tilfellum. Við hvetjum alla áhugasama að fylgjast með fundinum en það er hægt að finna nánari upplýsingar um viðburðinn á Facebook-síðu Verkís.“ Einkabíllinn er lykillinn að því að ná upp massafram- leiðslu og það er nauð- synlegt til að ná kostnaði við tæknina niður áður en hægt verður að skipta út vélum í atvinnu- rekstri. KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 HLEÐSLUSTÖÐVAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.