Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 7
Í DAG Þórlindur Kjartansson Afgreiðslutímar á www.kronan.is Fáðu töfra innblástur á kronan.is/ töfrar KÓRÍANDER ÓJÁ, ÞAÐ MÁ! Smá kukl með ... SNILLD Á M AÍ SI N N KÓRÍA NDER Sumarið 2020 er tíminn þegar margir Íslendingar hafa enduruppgötvað ævintýrið að ferðast um sitt eigið land. Og nú hefur það gerst – sem margir Íslendingar hafa misst af – að svo- kallaðir „innviðir ferðaþjónust- unnar“ hafa tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Þetta þýðir að í stað hins klassíska íslenska vegaborgara er hægt að fá víðs vegar um landið veganborgara með framandi með- læti, fiskur er ekki lengur pantaður eingöngu þegar allur hinn matur- inn er búinn á matseðlinum, hótel bjóða upp á fjölbreytta möguleika í vín- og kaffiveitingum, alls konar hugmyndarík athafnaskáld bjóða upp á „upplifanir“ – eins og að fara í gönguferðir að fögrum fossum, fjórhjólaferðir upp á heiðar, æsi- legar salibunur í öryggislínum yfir gljúfur eða möguleika á því að grýta handöxi í skotmark. Það er eins og stór hluti þjóðar- innar hafi skyndilega og samtaka uppgötvað þennan sannleik. Nánast allt landið utan höfuðborg- arsvæðisins er stappfullt af föngu- legum fjölskyldum á pakkhlöðnum fólksbílum, smájeppum og stórjeppum. Í verslunum á lands- byggðinni er eins og engisprettuger hafi farið yfir brauðrekkana. Allt er tómt nema í köntunum má finna innfluttar rotvarnarefna bættar bakstursvörur í lofttæmdum umbúðum. Hótelin eru yfirbókuð þrátt fyrir gular og appelsínugular veðurviðvaranir. Veitingastaðir eru stappaðir frá morgni til kvölds og á vinsælum ferðamannastöðum má fólk eiga von á því að rekast á jafn- vel fleiri ættingja og vini heldur en á Íslendingaslóðunum á Tenerife. Brosandi á myndum en grenjandi í bílnum Þeir sem fylgjast með vinum, ætt- ingjum og áhrifavöldum á Insta- snappinu fara heldur ekki varhluta af þessari þróun. Það er nánast sama hvernig viðrar, alltaf er hægt að stilla upp öfundsverðri mynd af ástföngnum pörum og hamingju- sömum fjölskyldum að njóta til botns sinnar eigin fegurðar og nátt- úrunnar. Nú eru það Íslendingar sem birta sjálfur úr Reynisfjöru, Jökulsárlóni, af Dalfjalli í Eyjum, úr Stuðlagili, af Mjóeyri á Eskifirði, af regnbogagötunni á Seyðisfirði, úr sjóböðunum á Húsavík, úr heitum pottum á Siglufirði, fyrir utan Vagninn á Flateyri, af Súgandisey í Stykkishólmi og víðar og víðar af okkar stórfenglega landi. Myndirnar á Instasnappinu segja þó oft ekki nema takmark- aðan hluta af sögunni. Á bak við myndirnar af snyrtilegum, brosandi, samhentum fjölskyldum á fallegum stöðum leynist gjarnan óþægilegur sannleikur um bílferðir þar sem grenjað er undan systk- inastríðni, pirrast yfir pökkunar- mistökum, sífrað yfir staðarvali — og, síðast en ekki síst er fjargviðrast yfir farsímanotkun og samfélags- miðlafíkn, þar sem hver fjölskyldu- meðlimur situr í eigin heimi með hljóðeinangrandi heyrnartól og lætur sér fátt finnast um fegurð náttúrunnar og sögu slóðanna. Ókeypis ferðaráð Hvað er til ráða? Stundum eru góð ráð dýr, en hér verða þau sett fram algjörlega ókeypis, enda er allsendis óvíst að þau virki. Eftir- farandi eru fimm ferðaráð til þess að halda friðinn á ferðalagi innan- lands í sumar. Regla 1: Tímasetningar frekar en tuð Leiðinlegasti hluti allra ferðalaga er bið; bið eftir að leggja af stað, bið eftir að komast á áfangastað, bið eftir matnum, bið eftir þeim sem eru lengi að hafa sig til eftir sundferðir og svo framvegis. Svona bið getur orðið uppspretta pirrings og leiðinda, jafnvel illinda. Þess vegna er það verðugt viðfangsefni að reyna mjög að lágmarka allan þann tíma sem fer í bið í ferðalagi, án þess þó að treysta algjörlega á að fylla upp í biðina með innihalds- lausri afþreyingu (sbr. Netflix, tölvuleikir eða samfélagsmiðlar), því afþreyingin sjálf getur hæglega orðið uppspretta enn meiri tafa, pirrings, leiðinda og illinda. Lausnin við vandanum er að nýta mátt klukkunnar. Algeng mistök á hvers kyns ferðalögum er nefnilega að fara af stað „um það bil þetta eða hitt“ eða „þegar allir eru tilbúnir“. Þetta er vís leið til að skapa togstreitu. Miklu betra er að ákveða fastar tímasetningar, sem þó eru mjög viðráðanlegar fyrir alla í hópnum, og leyfa svo fólki að vera algjörlega í friði, en með því eina skilyrði að allir séu tilbúnir þegar stundin rennur upp. Þetta kemur í veg fyrir stöðugt nöldur um hvenær fólk ætli að fara að koma sér af stað og að einhver taki að sér að æða út um allt að morgni galandi „ræs!“ á fólk sem hefur meiri þörf fyrir að hvíla sig heldur en að láta öskra á sig. Við val á tímasetningum er mjög mikilvægt að miða við þá sem að jafnaði þurfa mestan tíma til að vakna eða hafa sig til; annars verða leiðindi. Þeir sem eru snöggir til geta þá skipulagt sig í rólegheitum og nýtt tímann, en hinir sem eru seinir þurfa ekki að þola að vera dragbítar á hópnum. Regla 2: Hlutverk frekar en tilætlunarsemi Á ferðalögum er ekki óalgengt að þeir sem bera mesta ábyrgð á velferð hópsins (foreldrar, einkum mæður) taki að sér að sjá um alla mögulega hluti fyrir aðra fjöl- skyldumeðlimi. Þegar hlutirnir ganga hægar en vonir standa til getur óréttlætið orðið hrópandi. Einn eða tveir meðlimir í fjölskyldu hamast sveittir við að láta allt ganga upp, en aðrir flatmaga eða kúldrast úti í hornum, gjarnan star- andi ofan í símaskjá eða hlustandi á sína eigin tónlist án meðvitundar um öll óumflýjanlegu verkefnin sem þarf að sinna. Þegar hinn flat- magandi hluti ferðalanga er orðinn þreyttur á að bíða eftir þeim sem bera ábyrgðina er hætt við að hljóð heyrist úr horni. „Erum við ekki að fara að leggja af stað?“ Þetta getur orðið til þess að ásakanir fara á flug um að sumir ættu kannski frekar að hjálpa til heldur en kvarta. Og þótt vissulega megi hafa skilning með því sjónarmiði að fólk eigi að taka það upp hjá sjálfu sér að veita liðveislu við verkefnin, þá er oftast miklum mun farsælla að úthluta verkefnum fyrirfram, þannig að allir finni til nokkurs konar sameiginlegra ábyrgðar á niður- stöðunni. Hér er mikilvægt að hafa í huga að velja viðeigandi verkefni og hafa í huga að það skiptir að jafnaði meira máli að börnin fái hlutverk heldur en að handklæði og teppi séu brotin saman fullkomlega eftir fyrirmælum þeirra sem fara með völdin í ferðalaginu (foreldra, einkum mæðra). Regla 3: Verkaskipting frekar en samstarf Þessi regla er nátengd reglunni á undan. Verklag í ferðahópum er gjarnan mótað í svo fastar skorður af ráðandi öflum (foreldrum, einkum mæðrum) að aðrir ferða- langar eiga erfitt með að taka þátt án þess að þeim sé leiðbeint, þeir gagnrýndir eða að beinlínis sé tekið framfyrir hendurnar á þeim. Þeir sem kunna best og vita best þurfa að hafa í huga að það getur verið margháttaður sparnaður fólginn í því að leyfa öðrum að finna sína leið, gera byrjendamis- tökin í friði og ná smám saman betra valdi á verkefnum. Samstarf milli aðila sem hafa ólíkar skoðanir og mismunandi getu, getur leitt til leiðinlegs tvíverknaðar, vonbrigða og pirrings. Stór hluti af gleðinni við að leysa hvers konar verkefni felst í því að finna út úr því hvernig á að leysa það, ekki endilega að fylgja bara eftir fyrirmælum frá öðrum. Að vera treyst fyrir hlutverki og ábyrgð er býsna örugg leið til þess að ýta undir þolanlega hegðun allra sem taka þátt í ferðalagi, eykur sameiginlega ábyrgð og sjálfstraust. Það skilar sér beint í brosin á mynd- unum á samfélagsmiðlum. Regla 4: Afleiðingar frekar en umvandanir Í flóknu ferðaskipulagi getur margt farið úrskeiðis. Flest af því er smávægilegt og skiptir engu máli í samhengi hlutanna. Mikilvægt er að hafa þolgæði gagnvart slíkum smámunum. Þegar kemur að því að fela ferðalöngum verkefni er nefnilega brýnt að raunveruleg ábyrgð sé látin fylgja með. Ef barni er til dæmis falið að pakka niður buxunum sínum, en gleymir þeim, þá er betra að láta það vera buxna- laust heldur en að fara stöðugt yfir verkið og skammast yfir því sem mislukkast. Að þurfa að þola afleiðingar yfirsjóna sinna er mun hraðvirkari leið til að læra lexíu heldur en að vita að það verði hvort sem er einhver annar sem reddi öllu sem maður klúðrar. Regla 5: Hliðarveruleiki frekar en hversdagsframlenging Ein leið til þess að horfa á ferða- lög er að þau séu tilflutningur á sem flestum hversdagslegu þáttum tilverunnar á nýjan stað; jafnvel þangað þar sem veður er betra og áfengi ódýrara. Það mun jafnvel tíðkast í sumum fjölskyldum að flytja nýlenduvörur á borð við Cheerios á milli landa ef ske kynni að sú ameríska uppfinnig sé ekki fáanleg í kjörbúðum í Evrópu. Það getur hins vegar sparað mikinn harm ef lagt er af stað með það hugarfar að veruleikinn sem mætir manni í ferðalaginu sé einmitt sá sem maður ætlar að njóta þess að vera í. Það er ágætt að takmarka stundum tónlistarvalið við þær stöðvar sem nást í bílnum, matinn við það sem fæst í kjörbúðinni, kaffið við það sem er á bensínstöð- inni og þar fram eftir götunum. Brjótið reglurnar í neyð Fastheldni á svona reglur getur reyndar orðið býsna leiðinleg og mikilvægt er að reglufestan verði ekki slík að ánægjulegt ferðalag breytist í einhvers konar her- búðir undir forystu harðstjóra. Þess vegna er mikilvægasta reglan sú að sýna sveigjanleika og brjóta frekar reglurnar en að gera eitthvað fáránlegt eða vera með leiðindi. En ef þessum ferðareglum er haldið sæmilega í heiðri ættu að vera líkur til þess að allir séu tilbúnir að sýna sínar allra bestu hliðar næst þegar fjölskyldan stillir sér upp á mynd sem gæti slegið í gegn á samfélags- miðlum. Höldum friðinn á ferðalaginu Þess vegna er mikilvægasta reglan sú að sýna sveigjan- leika og brjóta frekar regl- urnar en að gera eitthvað fáránlegt eða vera með leiðindi. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 7F Ö S T U D A G U R 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.