Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 16
Tjaldsvæðin fyllast þessa dagana en samfara mikilli fjölgun raf bíla og tvinn- bíla fjölgar þeim jafnt og þétt á tjaldsvæðum landsins þar sem einhverjir hyggjast hlaða bíla sína. HMS vill vekja athygli eigenda þessara bíla og rekstaraðila tjald- svæða á að sérstaka aðgát þarf að viðhafa á stöðum þar sem hleðslan fer fram. Um þær gilda sérstakar öryggiskröfur umfram almennar kröfur sem gerðar eru til raflagna og raf búnaðar. Sé ætlunin að leyfa eða jafnvel bjóða sérstaklega upp á hleðslu raf bíla hvetur HMS til að haft sé samband við löggiltan rafverktaka varðandi uppsetninguna til að tryggja að öryggi fólks og eignum verði ekki stefnt í hættu. Hleðsla raf bíla hefur í för með sér töluverða straumnotkun sem af getur stafað hætta sé ekki rétt að málum staðið. Til að tryggja öryggi hafa verið settar sérstakar reglur um raflagnir á stöðum þar sem hleðsla raf bíla fer fram, sem og um búnað sem nota skal í þessu skyni. Þessar reglur, ásamt árvekni og réttri umgengni notenda við búnaðinn, tryggir öryggi við hleðslu raf bíla eins og frekast er unnt. Tjaldsvæði og hleðsla rafbíla Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vekur athygli á að sérstakar öryggiskröfur eru gerðar til hleðslustöðva á tjaldsvæðum. Sérstaka aðgát þarf að viðhafa þar sem hleðsla rafbíla fer fram. Sum tjaldsvæði hafa tekið í notkun hleðslu- stöðvar fyrir rafbíla. Athuga verður að þær séu eftir ítrustu kröfum um öryggi. MYND/ GETTY Rafbílum er að fjölga mikið hér á landi og hleðslustöðv- um sömuleiðis. n Hver tengipunktur (t.d. tengill eða inntaksbúnaður á bíl) skal varinn með yfirstraumvarnar- búnaði, t.d. sjálfvari, sem aðeins ver þennan tiltekna tengipunkt. n Hver tengipunktur skal varinn með 30mA bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa) sem aðeins ver þennan tiltekna tengipunkt. n Bilunarstraumsrofar ættu að vera af gerð B – ekki má nota bilunarstraumsrofa af gerð AC, sem er algengasta gerðin á markaðnum. n Bilunarstraumsrofa af gerð A má nota sé tryggt að DC-bil- unarstraumur verði að hámarki 6mA, eða að settur sé upp annar búnaður til útleysingar fari hann yfir 6mA. n Tryggja þarf að „ofar“ í raflögn séu ekki bilunarstraumsrofar sem þola minni DC-bilunar- straum – þeir gætu hætt að virka með réttum hætti. n Færanlegir tenglar (snúrutengl- ar), t.d. á framlengingarsnúru eða fjöltengi, eru ekki leyfilegir. n 16A tengla til heimilis- og ámóta nota (Schuko) ætti ekki að nota til hleðslu rafbíla – sé það gert skal tryggja að hleðslustraumur geti að hámarki orðið 10A. n Uppsetning raflagna og búnaðar til hleðslu rafbíla skal vera á hendi löggiltra rafverktaka. Samantekt á helstu öryggisatrið- um má nálgast á vef HMS, hms.is 4 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHLEÐSLUSTÖÐVAR arionbanki.is Græn bílafjármögnun Við viljum öll leggja okkar af mörkum fyrir græna framtíð. Allt skiptir máli, stórt og smátt. Þess vegna fellum við niður lántökugjöld á lánum vegna kaupa á umhverfisvænni bílum. Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.