Fréttablaðið - 17.07.2020, Page 3

Fréttablaðið - 17.07.2020, Page 3
66°Norður leitar að dugmiklu fólki í fullt starf. Sjóklæðagerðin hf. er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands. Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norður­ slóðum og er fyrirtækið afar stolt af þeirri arfleifð. Í dag er hönnun og framleiðsla útivistarfatnaðar kjarninn í starfsemi fyrirtækisins sem framleiddur er undir vörumerkinu 66°Norður. Fyrirtækið hefur frá stofnun þess rekið sínar eigin verksmiðjur og leggur mikið upp úr gæðum vörunnar þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu efnin í framleiðsluna. Árið 2019 kolefnisjafnaði 66°Norður starfsemi sína og er sjálfbærni höfð að leiðarljósi í allri starfsemi fyrirtækisins. Í dag starfa tæplega 400 manns hjá Sjóklæðagerðinni og starfar fyrirtækið í fjórum löndum, Íslandi, Danmörku, Bretlandi og Lettlandi. Á Íslandi rekur fyrirtækið níu verslanir og í Kaupmannahöfn eru tvær verslanir, þar sem sú fyrsta opnaði í lok árs 2014. Árið 2019 var opnuð skrifstofa í Lundúnum. Haldið er utan um allar umsóknir sem berast. Það er því mikilvægt að umsóknareyðublaðið sé fyllt út eins vel og kostur er. Mælt er með því að sett sé inn ferilskrá sem viðhengi. Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðningum er lokið. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði, en eftir þann tíma er þeim eytt. Kjósir þú að umsókn verði eytt innan þess tíma skal senda tölvupóst á job@66north.is. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Hæfniskröfur: Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 19 ára aldri. Umsóknarfrestur er til og með 29. júlí. Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur á Instagram @66north Laus störf í verslunum 66°Norður frá og með 1. ágúst næstkomandi. Jákvætt viðmót og þjónustulund. Framúrskarandi hæfileikar í mannlegum samskiptum. Áhugi á útivist og hreyfingu. Áhugi á sölumennsku. Mjög góð enskukunnátta. Kunnátta í Norðurlandamáli, þýsku, kínversku eða öðrum tungumálum er kostur. Reynsla af sölustörfum er kostur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.