Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 12
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Jana Sól Ísleifsdóttir, nemandi við Menntaskólann á Trölla-skaga, hefur spilað tölvuleiki frá því hún var barn og stefnir á atvinnumennsku í tölvuleikjum. En Jana segir að margir karlkyns leikmenn séu að skemma ánægju stelpna af því að spila tölvuleiki á netinu vegna þess að þar verða þær fyrir miklu áreiti og kyn- ferðislegri áreitni. Jana segir að það sé mikilvægt að tölvuleikir séu jafn aðgengilegir fyrir fólk óháð kyni og því sé mikilvægt að vekja athygli á þessum vanda. „Tölvuleikir hjálpa mér mjög mikið með kvíðann sem ég hef glímt við og ég átti ekki marga vini í grunnskóla þannig að þeir hjálpuðu mér að líða eins og ég hefði eitthvað annað að gera en að hanga heima og láta mér leiðast,“ segir Jana, sem vill verða atvinnu- maður í Overwatch og er að vinna með Rafíþróttasamtökum Íslands. „Við erum að búa til keppni sem getur orðið að alvöru deild fyrir Overwatch eins og er til fyrir Counter Strike: Global Offensive, í staðinn fyrir að hafa bara stakar keppnir,“ segir hún. Margar stelpur fela kyn sitt Jana hefur tjáð sig um áreitni sem stelpur sem spila tölvuleiki á inter- netinu verða fyrir og vakti mjög fjöruga umræðu um þetta málefni í Facebook-hópnum Tölvuleikja- samfélagið fyrr á árinu. „Ég byrjaði að tala um þetta vegna þess að ég hef verið í tölvu- leikjum mest allt lífið og áreitnin sem ég verð fyrir frá sumum strákum þegar ég spila er svo ógeðsleg að ég hef fengið nóg,“ segir hún. „Ég á karlkyns vini sem spila líka og þeir fá ekki sama ógeð yfir sig eins og ég. Mér finnst þetta ekki réttlátt og ég veit um margar stelpur sem hætta að spila eða fela að þær séu stelpur þegar þær eru í tölvuleikjum. Ég spurði af hverju stelpur fá svona mikinn skít og ég var mjög ósátt með hversu margir sögðu að þetta væri bara allt í gríni og það tæki því ekki að taka þessu alvarlega,“ segir Jana. „Þá mundi ég eftir myndbandi á Youtube sem sýnir áreitnina sem stelpur verða fyrir á mjög skýran hátt og ákvað að búa til annan póst þar sem ég sýndi fólki myndbandið og lét umræðuna koma út frá því. Þá breyttist mikið og umræðan varð jákvæðari. Ég var mjög ánægð með að flestir sem horfðu á myndbandi tóku eftir því hvað þetta er hræði- legt og sáu að þetta er ekki bara grín.“ Getur haft gríðarleg áhrif „Þó að strákar fái líka skít frá öðrum leikmönnum þegar þeir spila tölvuleiki á netinu og það séu oft sagðir ógeðslegir hlutir við þá fá þeir ekki kynferðislega áreitni og það er ekki ráðist á þá á sama hátt. Svo er mér mikið kennt um ef liðið mitt tapar leikjum bara vegna þess að ég er stelpa. Oft þegar ég segi hæ eru strákar farnir að biðja um brjóstamyndir fyrir að hjálpa mér í leiknum áður en ég get sagt neitt f leira. Ef ég segi nei og hafna þeim er drullað yfir mig og ég kölluð tussa, hóra og allt saman. Þetta er það sem mjög margar stelpur upplifa, ekki bara ég,“ segir Jana. „Þetta hefur mjög slæm áhrif á mig og verður oft til þess að ég geti ekki einbeitt mér að leiknum, þarf að hætta og líður svo illa restina af deginum. Sumir höndla þetta ekki og hætta að spila eða gera sér jafnvel eitthvert mein. Þetta hefur hræðileg áhrif bæði andlega og líkamlega,“ segir Jana. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Jana segir að margar stelpur feli kyn sitt þegar þær spila tölvuleiki á netinu til að sleppa við áreiti og kynferðis- lega áreitni. Það er vel þekkt að einelti og áreiti á netinu getur haft gríðar- lega neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra sem fyrir verða. FRÉTTABLAÐIÐ/ AUÐUNN Aðgát skal höfð í nærveru sálar segir gamalt máltæki og það er vel þekkt að einelti og áreiti á netinu getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra sem verða fyrir því. „Sjálf hef ég glímt við kvíða, en það hefur hjálpað mér mjög mikið með kvíðann að tjá mig og sýna hver ég er. Ég var líka greind með þunglyndi fyrir fjórum árum, en er að mestu búin að vinna úr því. Maður veit aldrei hvað manneskja er að ganga í gegnum í lífinu og þess vegna er svo mikilvægt að svona viðgangist ekki.“ Jana segir að tölvuleikir eigi að vera jafn aðgengilegir fyrir alla. „Það eiga allir að hafa rétt á því að komast burt frá raunheiminum með því að spila tölvuleiki til að slappa af eftir langan dag og hafa gaman af lífinu á meðan þeir spila, sama af hvaða kyni fólk er. Það er engin spurning.“ Minni breyting en fólk vonar Jana telur að flestir þeirra sem eru með leiðindi geri sér grein fyrir áhrifunum sem það getur haft. „Ég hef lent í fólki sem reynir að láta öðrum líða ömurlega og reynir að vera ógeðslegt við fólk, sem er náttúrulega bara ömurlegt,“ segir hún. „Ég held að strákar sem áreita stelpur geri það vegna þess að þeir eru óöruggir. Þeir geta ekki viður- kennt að stelpur geti verið betri en þeir í f lestum hlutum. Þeir láta líka eins og þetta sé þeirra svið og þora ekki að hleypa stelpum inn og vilja halda þeim í burtu. Þeir eiga erfitt og vita ekki hvernig á að takast á við þessa van- líðan svo þeir eru bara leiðinlegir við aðra og finnst það gaman. Það gefur þeim valdatilfinningu,“ segir Jana. „En það eru samt auðvitað ekki allir strákar sem láta svona og það er ekki rétt að kenna öllum strákum um. Það eru margir yndi og elska að spila með stelpum. Þeir eru æði og ættu að kenna öðrum strákum að það sé í lagi að spila með stelpum,“ segir Jana. Hún segist hafa tekið eftir því að sífellt f leiri stelpur séu að spila og þori að sýna að þær séu stelpur. „Það hefur orðið einhver breyting eftir umræðuna um Gamergate og MeToo og þetta hefur minnkað eitthvað, en ekki jafn mikið og fólk vonar,“ segir hún. „Þetta er ennþá alltof slæmt til að tala ekki um það og það eru ennþá margar stelpur sem fela kyn sitt til að verða ekki fyrir áreitni.“ Ef ég segi nei og hafna þeim er drullað yfir mig og ég kölluð tussa, hóra og allt saman. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.