Fréttablaðið - 17.07.2020, Page 8

Fréttablaðið - 17.07.2020, Page 8
ástríðu fyrir því að ná þeim. Framan af ferlinum hélt ég að mikið æfinga- álag myndi skila mér þeim árangri sem ég stefndi að en síðustu árin hef ég áttað mig á því að markvissar æfingar með góðri endurheimt gefa betri raun,“ segir hún. „Eftir að ég náði mér af meiðslun- um hélt ég áfram að hafa þær æfing- ar sem ég var að gera í endurhæfing- unni inni í æfingaprógramminu og svo lagði ég meiri áherslu á tækni- æfingar og að fá næga hvíld á milli æfinga. Það er synd að ég hafi ekki náð að keppa á Ólympíuleikunum og Evrópumeistaramótinu í jafn góðu formi og ég er í núna,“ segir þessi metnaðarfulli íþróttamaður. „Ég er mjög ánægð með það hvernig ég kem út úr þessum erfiða tíma sem meiðslatímabilið var og að geta kvatt íþróttina með jákvæðum minningum. Ég hef verið að ná stöð- ugum kastseríum upp á síðkastið og mér líður eins og ég geti náð mínum besta árangri á næstu vikum. Það væri óskandi að það yrðu haldin Demantamót áður en ég hætti en ég hef lært það á löngum ferli að það þýðir ekki að vera eltast við gulrætur. Það þarf bara að taka því sem að höndum ber,“ segir Ásdís um komandi verkefni. „Fram undan er bara að taka þátt á mótum hér og þar um Evrópu og freista þess að bæta mig með hverju kasti. Mig langar mjög til þess að bæta Íslandsmetið áður en ég læt gott heita. Ég er svo farin að huga að því hvað ég ætla að gera þegar ég hætti að keppa. Ég er byrjuð að halda fyrirlestra og bjóða upp á ráðgjöf fyrir íþrótta- menn. Ég hef lært mikið á löngum ferli, við uppsetningu æf inga, andlegu hliðina og að tækla gagn- rýni svo dæmi séu tekin. Ég hefði haft mjög gott af því að hitta jafn reynslumikinn íþróttamann og ég er núna þegar ég var að byrja ferilinn. Það væri sóun að ausa ekki úr viskubrunni mínum og ég hyggst miðla reynslu minni. Ég og maðurinn minn höfum stofnað fyrirtæki í kringum fyrirlestra mína og ráðgjöf og ég er mjög spennt fyrir þessu nýja hlut- verki,“ segir hún um framhaldið. hjorvaro@frettabladid.is Ég er mjög ánægð með það hvernig ég kem út úr þessum erfiða tíma sem meiðslatímabilið var og að geta kvatt íþrótt- ina með jákvæðum minningum. FÓTBOLTI Í samræmi við reglu- gerð FIFA um milliliði hefur Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birt opinberlega á heimasíðu sinni nöfn allra umboðsmanna sem skráðir eru, ásamt yfirliti yfir gern- inga sem þeir hafa komið að. Ennfremur birtir KSÍ heildarupp- hæð allra þóknana eða greiðslna sem raunverulega hafa verið inntar af hendi til umboðsmanna af hálfu skráðra leikmanna og af hálfu hvers félags sem þeir tengjast. Upphæðirnar eru greiddar vegna þjónustu umboðsmanna vegna samningsgerðar leikmanns/þjálf- ara við félag eða félags við leikmann og/eða samningsgerðar um félaga- skipti á tímabilinu 1. apríl 2019 til 30. júní 2020. Engar greiðslur hafa verið inntar af hendi frá leikmönn- um til umboðsmanna. H e i l d a r u p ph æ ð g r e ið s l n a sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili er sam- tals 7.062.656 krónur en í fyrra var upphæðin 6.559.013 krónur. Valur greiddi umboðsmönnum mest eða 1.504.950 krónur og þar á eftir kemur Breiðablik með 1.051.800 krónur. Greiðslurnar sem Valsmenn reiddu af hendi til umboðsmanna voru vegna félagaskipta Birkis Heim- issonar, Gary Martin, Magnúsar Egilssonar, Orra Sigurðar Ómarsson- ar og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar til félagsins, auk samnings þjálfarans Heimis Guðjónssonar við Val. ÍBV og Víkingur komu næst á listanum en Vestmannaeyingar greiddu umboðsmönnum 908.300 krónur og Víkingar 847.200 krón- ur. KR sem er ríkjandi Íslandsmeist- ari í karlaf lokki greiddi 248.000 krónur til umboðsmanna. – hó Valur greiddi milliliðum mest  Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/DIDDI FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Það eru tæpir þrír mánuðir eftir af spjótkastsferli Ásdísar Hjálmsdóttur Annerud en hún hefur ákveðið að setja spjótið á hilluna í september næstkomandi. Ásdís lenti í erfiðum meiðslum árið 2017 sem hún var lengi að jafna sig á en hefur með þrotlausum æfingum komið sér í sitt besta líkamlega form. Hún hafði áform um að enda feril- inn með þátttöku á Ólympíuleikun- um í Tókíó og Evrópumeistaramót- inu en kórónaveiran hrifsaði þann enda á ferlinum af henni. Ásdís segir það vissulega vera vonbrigði að ná ekki að kveðja með þeim hætti en hún hafi ákveðið að enda ferilinn á jákvæðum nótum. Stefnan er að bæta Íslandsmet hennar sem hún setti árið 2017 þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra. „Planið var að Ólympíuleikarnir og Evrópumeistaramótið í sumar yrðu lokapunkturinn á ferlinum. Það tók svolítinn tíma að sætta sig við að svo yrði ekki en svo bara setti ég þau vonbrigði að baki mér og ákvað að einbeita mér að því að ég myndi skilja við spjótkastið í mínu besta líkamlega formi,“ segir Ásdís í samtali við Fréttablaðið. „Ég er fyrst núna að jafna mig almennilega á álagsmeiðslunum í bakinu sem ég varð fyrir árið 2017. Þetta hefur verið langur tími í endurhæfingu og mikil vinna sem hefur farið í að koma mér aftur í fyrra form. Mér finnst ég fyrst núna vera æfa á réttan hátt og ég held að ég hafi aldrei verið í betra formi,“ segir spjótkastarinn. „Allan minn feril hef ég verið með háleit markmið og brennandi Lærði loks að æfa rétt í lokakaflanum Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er á lokasprettinum á löngum og farsælum ferli í frjálsum íþróttum. Ásdís hefur ákveðið að hætta í haust. Eftir að hafa gengið í gegnum erfiðan tíma sem var meiðslum stráður hefur Ásdís aldrei verið í betra formi að eigin sögn. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud býr í Svíþjóð þessa stundina. MYND/AÐSEND A Ð A L S K I P U L A G K E F L A V Í K U R F L U G V A L L A R Vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013–2030. Breyting vegna þjónustuvegar. Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti á fundi sínum 13. júlí að láta kynna vinnslutillögu að brey€u aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting felur í sér heimild fyrir nýjum vegi milli Reykjanesbrautar og Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar. Óskað er e‚ir ábendingum vegna tillögunnar fyrir 17. ágúst 2020. Tillagan er kynnt á heimasíðu Isavia. isavia.is/skipulag-i-kynningu Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar sveinn.valdimarsson@isavia.is Ábendingum skal skila til skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar. 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Ásdís hyggst hætta að keppa í frjálsum íþróttum í haust.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.