Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 14
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Orka náttúrunnar hlaut í lok árs 2019 tvo styrki til að efla enn frekar hleðsl- unetið fyrir raf bíla víðs vegar um landið. Annar styrkurinn fer í að setja upp sautján kraftmeiri hrað- hleðslustöðvar á tíu stöðum um allt land en hinn styrkurinn er til þess að setja upp minni hleðslur við hótel og gististaði. „Í dag erum við með 50 kW hraðhleðslur um allt land en erum að fara að setja upp sautján nýjar 150kW hraðhleðslur víðs vegar um landið. Þetta er þrefaldur hraði miðað við það sem er í dag,“ segir Hafrún Þorvaldsdóttir, verkefna- stjóri hleðslunets Orku náttúr- unnar. „Fyrir hinn styrkinn verða settar upp um 20 nýjar 22 kW hleðslu- stöðvar við hótel og gististaði.“ Áætlaður uppsetningartími á þessum tveimur verkefnum er á þessu og næsta ári. Nú þegar er búið að setja upp tvær 150 kW hraðhleðslur í Reykjavík og verið er að klára samninga um næstu fjórar staðsetningar. Stefnan er að tíu 150 kW hraðhleðslur verði komnar í notkun í haust. „Það eykur sveigjanleika fyrir raf bílaeigendur að hafa mögu- leikann á bæði 50 kW hleðslum og 150 kW hleðslum. Það er ekki bara ON sem er að setja upp hleðslur og hraðhleðslur, það eru fleiri fyrir- tæki á markaðnum. Við höfum leitt þessa vinnu hingað til en fleiri aðilar eru að fara í gang. Miðað við alla uppbygginguna sem hefur átt sér stað og þessa byltingu sem er að hefjast á þessum markaði núna myndi ég segja að það verði algjör draumur að ferðast um á raf bíl næsta sumar,“ segir Hafrún. Mikilvægt að verja fé í inn- viðauppbyggingu næstu árin Hafrún bendir á að ríkisstjórnin hafi tekið þá ákvörðun að hætta að selja bensín- og dísilbíla eftir árið 2030 en flestir nýir bílar sem seldir eru fram að þeim tíma verða enn í notkun eftir 10-15 ár. „Þess vegna er mikilvægt að velja rétt núna, svo við sem þjóð þurfum ekki að borga háar kolefnislosun- arsektir eftir árið 2030. Við þurfum að nýta bílana sem við erum með í dag og velja svo rafbílinn um leið og við ætlum að skipta. Ekki velja nýjan bensínbíl eða dísilbíl. Það er lykilatriði í orkuskiptunum.“ Vegna orkuskiptanna telur Hafrún mjög mikilvægt að ríkisstjórnin verji fé í innviðaupp- byggingu næstu tíu árin og hvetji þannig landann til að velja rafbíl sem næsta bíl. „Það er alltaf verið að tala um eggið og hænuna. Hvenær koma bílarnir og hvenær koma inn- viðirnir, það er hleðslustöðv- arnar? Mér finnst mikilvægt að við hugum að því að taka þetta samhliða.“ Ferli Orku náttúrunnar í orku- skiptum í samgöngum má, að sögn Hafrúnar, skipta í þrjá fasa. Sá fyrsti var að setja upp hraðhleðslur á 100 kílómetra millibili hringinn í kringum landið. Það hófst árið 2014 og lauk á Mývatni vorið 2018. Næsti fasi voru tengingar rafbíla hjá fyrirtækjum og sá þriðji eru tengingar fyrir heimilin. „Við erum komin með hrað- hleðslunet hringinn í kringum landið og höfum smátt og smátt verið að þétta það. En með aukinni drægni rafbíla er þörfin fyrir hleðslur að breytast. Við þurfum að fjölga tengjum á hverjum stað og fækka frekar stöðunum í kringum landið,“ segir Hafrún. Hún segir markmið Orku Nátt- úrunnar vera að búa til stopp fyrir rafbílaeigendur þar sem er nóg af tengjum og þjónusta. „Það er ekki lengur þörf á að fjölga stöðvum og hafa bara eina hleðslu á hverjum stað. Flestir nýjustu bílarnir í dag eru með 300- 500 kílómetra drægni á meðan fyrsta kynslóð raf bíla sem kom hingað til Íslands var bara með 100 kílómetra drægni og því kjörnir innanbæjar og í styttri vegalengd- ir. Okkur langar að hafa kannski tvö til þrjú risastór bílastopp sem henta til dæmis fólki sem er að koma að norðan eða fara norður. Ég myndi kalla það raf bílatorg. Þar yrðu þjónusta, veitingar og salerni á staðnum. Markmiðið er að raf bílaeigendur upplifi að þetta sé þeirra stopp þar sem þeirra þörfum er sinnt.“ Hafrún nefnir einnig að bílafloti fyrirtækja sé sífellt að vaxa og að Orka náttúrunnar hafi sinnt fyrirtækjatengingum í hátt í tvö ár. Eins segir hún að virkileg þörf sé á hleðslulausnum fyrir heimili og fjölbýli. „Reynslan í Noregi sýnir að langódýrast er að hlaða bílinn heima. Það er auðvitað ódýrara en að kaupa skyndibitann úti á vegunum. Við hvetjum alla til að hlaða heima en veigra sér ekki við að nota hleðslunetið þegar þau eru á ferðinni.“ Hvort er betra að stoppa til að hlaða eða hlaða í stoppi? Rafbílaeign á Íslandi hefur tekið gríðarlegt stökk undanfarið og bendir Hafrún á að um 50% seldra bíla á landinu í dag eru raftengjan- legir bílar. Það eru annað hvort hreinir rafbílar eða tengiltvinn- bílar. „Eftir því sem þekking eykst og fólk er farið að treysta þessum bílum minnka neikvæðnisraddirn- ar og fólk er farið að velja hreinan rafbíl, sem er langskynsamlegast. Fólk sem býr í Reykjavík er í mesta lagi að keyra 25-50 kílómetra á dag. Fyrstu rafbílarnir voru með 100 kílómetra drægni. Ég er á bíl sem tilheyrir annarri kynslóð rafbíla sem fer 200 kílómetra. Ég þarf ekki að stinga honum í hleðslu nema tvisvar til þrisvar í viku. Ég gæti í raun komist af með að nýta bara hraðhleðslustöðvar ON í Reykjavík og þyrfti aldrei að stinga honum í samband heima. Þetta er svo einfalt og hentar eiginlega öllum í dag.“ Eftir því sem hleðslumögu- leikum fjölgar í sveitarfélögum og við hótel, gististaði og annað þá er einfaldast að hlaða í stoppi en ekki stoppa til að hlaða. Þannig hefur hleðslan ekki áhrif á ferðatíma fólks. „Þannig er hægt að hlaða bara yfir nóttina eða á meðan við borðum kvöldmatinn. Við hvetjum alla til að skoða möguleikann á því. Þegar ferðast er um Ísland verður maður að fá sér ON lykil. Hann er lykillinn að veginum og greiðslu- lausnin fyrir hleðslurnar um allt land. Allar hleðslulausnir ON bæði minni og stærri, heimahleðslur og almenningshleðslur eru greiddar með þessum lykli,“ segir Hafrún. „Ef fólk ætlar út á land þá er snjallt að byrja á að hlaða niður ON hleðsluappinu í símann sinn til að sjá staðsetningu hleðslanna. Þá er líka hægt að ákveða hvar best er að stoppa út frá því hvar er líklegast að maður þurfi að hlaða. Appið segir líka til um hvort hleðslurnar séu lausar og hversu mörg tengi og hvaða tegundir tengja eru á hverjum stað.“ Hafrún bendir á að gott sé að kynna sér appið áður en lagt er af stað í ferðalag. Þar sem hleðslurnar í dag eru með 100 kílómetra milli- bili er mögulega hægt að keyra framhjá hleðslustöð og fara í þá næstu ef stöðin er upptekin. Ásókn í hleðslunetið hefur aukist gríðarlega undanfarið „Það þarf að gera ráð fyrir tíma til að hlaða. Ásókn í hleðslunetið hefur aukist til muna undanfarið. Síðasta sumar sáum við mestu notkun frá upphafi. En í október, þegar við héldum að fólk væri hætt að keyra eins mikið um landið, var metið slegið. Stærsti hleðslu- dagurinn frá upphafi var svo föstu- dagurinn um Hvítasunnuhelgina síðustu, en svo varð laugardagur- inn enn stærri. Þetta hefur bara farið þverhnípt upp á við. Við erum að sjá hundruð prósenta aukningu í notkun bara frá síðasta sumri, sem segir allt um það sem koma skal í þessum efnum.“ Hafrún nefnir aftur þetta með hænuna og eggið og segir það sóun að fara langt fram úr þörfinni. Þess vegna sé ríkistjórnin að veita styrki til hleðslustöðva í bitum. „Það er sóun að sitja uppi með ónýttar hleðslustöðvar. Góð nýting á hleðslustöðvum ætti að vera í kringum 20-25%. Við stöndum um það bil helmingi betur en Noregur ef miðað er við fjölda hleðslustöðva á hvern bíl. Þó að það skapist stundum biðraðir þá er það vegna þess að allir eru að ferðast á sama tíma. Við erum ekki með endalaust magn af tengjum sem hægt er að nota samtímis. Ef fólk vill ferðast óhindrað á milli allra hleðslustöðva og komast alltaf að þá er best að ferðast á morgnana eða á nóttunni. Seinni partinn, frá svona 16:00 og til ca. 19:00 eða 20:00 þá er mest álag á hleðslustöðvum. Ef maður kýs að keyra á þeim tíma þá getur maður lent í biðröð, sérstaklega núna yfir sumartímann.“ Hafrún segir að hún búist alltaf við að álagið á hleðslustöðvarnar minnki með haustinu en nú telur hún að það muni jafnvel halda áfram, þar sem bílum hefur fjölgað talsvert á árinu. „Það eru svona 150-200 rafbílar að koma á göturnar í hverjum mánuði. Það þarf því sífellt að fræða nýja eigendur og kenna þeim á hleðslubúnaðinn og halda þeim upplýstum. Rafbílaeigendur þurfa að skilja bílinn sinn og samspilið við hleðslustöðvarnar. Við erum öll saman á þessari vegferð.“ ON stefnir einnig á að fjölga tengjum á hverjum stað en á nýju hraðhleðslu- stöðvunum er hægt að hlaða tvo bíla í einu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Framhald af forsíðu ➛ Ef fólk ætlar út á land þá er snjallt að byrja á að hlaða niður ON hleðsluappinu í símann sinn til að sjá staðsetningu hleðsl- anna. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHLEÐSLUSTÖÐVAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.