Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÉG VAR FYRST UM SINN EFINS MEÐ AÐ GEFA ÞAÐ ÚT VEGNA ÞESS HVERSU PERSÓNULEGT ÞAÐ ER, EN KÆRASTAN OG BRÓÐIR MINN HVÖTTU MIG ÁFRAM. Í dag kemur út lagið Takk fyrir mig í f lutningi Ingó Veður­guðs, en það er þjóðhátíðar­lagið í ár. Þetta lag sker sig frá öðrum þjóðhátíðarlögum fyrir þær sakir að hátíðin fer ekki fram um verslunarmanna­ helgina þetta árið vegna fjölda­ takmarkana á samkomum. Sem stendur er fjöldi gesta á samkomum takmarkaður við 500 manns en alla jafna mæta tæplega tuttugu þúsund manns á Þjóðhátíð. „Lagið heitir Takk fyrir mig og hefur verið að púslast saman í yfir nokkuð langan tíma, sem er mjög óvanalegt fyrir mig. Það mætti í raun segja að lagið hafi nokkurn veginn bara gerst. Bróðir minn samdi svo hluta af því,“ segir Ingó. Smellpassar við ástandið Ingó var fenginn til að semja lagið áður en að í ljós kom að hátíðin í ár yrði slegin af. „Það var búið að biðja mig að gera lagið áður en ÍBV neyddist til að taka þessa ákvörðun. Síðan urðum við hins vegar að ákveða hvort við vildum þá gefa lagið út. Okkur fannst einhver rómantík fólgin í því að gera það, sérstaklega þar sem textinn smellpassar óvænt við ástandið,“ segir hann. Er það ekki sérstök tilfinning að fá svo ekki að f lytja það fyrir dalinn? „Mjög sérstök. Það að spila það í dalnum gerir svolítið lagið að lagi, þannig það er frekar leitt að fá ekki að spila það núna í Eyjum. En sem betur fer mun ég fá mitt tækifæri til að flytja það þar á næsta ári,“ segir hann. Það er í nógu að snúast hjá Ingó þessa dagana og fjöldinn allur af giggum bókuð víðs vegar um landið um verslunarmannahelgina. „Já, ég með alveg helling af verk­ efnum um verslunarmannahelgina. Annars vona ég bara að lagið verði það gott og því vel tekið, þannig að ég neyðist til þess að spila það opin­ berlega þegar ég gigga um ókomna tíð,“ segir Ingó. Lærði virði þess að slaka á Ingó segist hafa haft það nokkuð ágætt sjálfur á meðan heimsfar­ aldurinn stóð sem hæst og sam­ komubannið var í gildi. Það hafi þó verið ákveðin viðbrigði að geta ekki spilað opinberlega á meðan á þessu stóð. „Ég tók nú samt nokkur gigg í gegnum Skype en annars hafði ég líklega bara gott af smá pásu. Ég gat gefið mér tíma til að sinna því sem ég átti eftir á heimilinu. Það má segja að ég hafi lært hvers virði það er að geta slakað á annað slagið,“ segir hann. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið slegin af þá hafa takmarkanir á skemmtanahaldi ekki mikil áhrif á Ingó. „Ég er nokkuð heppinn þar sem ég er fyrst og fremst í verkefnum þar sem 50­100 manns koma saman. Nú er samt erfitt fyrir hljómsveitir og þá sem treysta á að halda eigin tón­ leika. En ef maður er duglegur mun maður lifa þetta af,“ segir Ingó. Persónulegri Veðurguð Um þessar mundir á Ingó eitt allra vinsælasta lagið á landinu, Í kvöld er gigg. Textinn er einlægari og per­ sónulegri en við höfum hingað til vanist frá Veðurguðinum. „Það var samið nýlega þegar ég var andlega tómur eftir mikla vinnutörn. Það varð strax uppá­ haldslag kærustunnar minnar og bróður míns, en ég leita oft til þeirra eftir ráðum. Ég var fyrst um sinn efins með að gefa það út vegna þess hversu persónulegt það er, en þau hvöttu mig áfram og velgengni lags­ ins hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum,“ segir hann. Hann segist síður en svo gera sér grein fyrir því hversu vinsælt lag verður mögulega þegar hann semur það. „Alls ekki, maður veit einhvern veginn ekki neitt, þess vegna hef ég lært að líklega er bara best að fylgja hjartanu. Sumt nær í gegn, annað ekki, en þá er það bara áfram gakk,“ segir Ingó. steingerdur@frettabladid.is Líklega er bara best að fylgja hjartanu Ingó Veðurguð gefur út þjóðhátíðarlagið Takk fyrir mig í dag. Lag- ið var gefið út þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið blásin af, en hann segir það skemmtilega tilviljun hve vel textinn passi við ástandið. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið blásin af mun Ingó spila víðs vegar um landið um „versló“. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KOMIN Í BÍÓ EDDA BJÖRGVINS LADDI STEINDI JR. FRÁ FRAMLEIÐENDUM SÍÐUSTU VEIÐIFERÐARINNAR MYND EFTIR GUNNAR BJÖRN GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.