Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 31. JÚLÍ 2020 DV FLÓKIN AMFETAMÍNFRAMLEIÐSLA RYÐUR SÉR TIL RÚMS Á ÍSLANDI Dómum fyrir umfangsmikla amfetamínframleiðslu hefur fjölgað mikið á fáum árum. Eru þeir talsvert harðari en dómar fyrir smygl á samskonar magni amfetamíns. Auk þessa eru uppi spurningar um hvar mörkin liggja á milli íblöndunar og framleiðslu. Á rið 1933 setti lyfjafyrir-tækið Smith, Kline & French á markað í Bandaríkjunum nefúðann Benzedrine. Sala lyfsins var engum takmörkunum háð og fór salan vel af stað. Fljót- lega komust notendur lyfsins á snoðir um aukaverkanir lyfsins, vellíðan, aukna athygli og meiri orku. Síðar fóru neyt- endur lyfsins að stunda það að brjóta pakkningar lyfsins og taka strimla sem þaktir voru virka efni lyfsins úr og kyngja í heilu lagi. Þannig hófst saga misnotkunar amfetamíns. Amfetamín er stytting á „alpha(α)-methylphenethylam- ine“ og er ættingi metamfeta- míns og MDMA. Amfetamín er kemískt [e. synthetic] efni og því ónáttúrulegt. Áhrif þess á mannslíkamann eru margs konar; það slær á þreytu, eykur orku, eykur athygli, slær á matarlyst og eykur vellíðan. Amfetamín er virka efnið í mörgum lyf- seðilsskyldum lyfjum sem markaðssett eru víða um heim, til dæmis við síþreytu og athyglisbresti. Saga amfetamíns er, sem fyrr sagði, býsna löng í Banda- ríkjunum og á meginlandi Evrópu en eitthvað styttri hér á landi. Þannig segir til dæmis á vef SÁÁ að neysla amfeta- míns á Íslandi hafi verið orðið vandamál á landinu á sjöunda áratugnum. Var þá amfeta- míni og amfetamínskyldum lyfjum ávísað af læknum og þau lyf misnotuð. Amfetamín var á þessum tíma ekki ólöglegt, en að- gangur að því engu að síður takmarkaður. Í reglugerð frá árinu 1966 kom fram að am- fetamíntöflur skyldu vera í sjúkrakössum sjómanna, en það ákvæði var tekið út 1982 vegna tíðra innbrota í skip þar sem þjófar ásældust sjúkra- kassana. Samkvæmt greiningum SÁÁ náði neysla efnisins vissu hámarki á árunum 1985 til 1987 og féll svo örlítið þar til neysla þess jókst á ný á 10. áratugnum. Með tilkomu E-pillunnar jókst amfetamín- neysla á ný, enda náskyld efni og neysla þeirra helst í hendur þó áhrif efnanna á líkamann séu ekki þau sömu. Árið 2009 lögðust 622 stórneytendur amfetamíns inn á Vog, eða um 38,6% sjúklinga það árið. Hefur hlutfallið og fjöldinn lítið breyst síðan. Algengasta efnið í bókum lögreglu Amfetamín, er sem fyrr sagði syntetískt, eða kemískt, efni og því framleitt úr öðrum efnum. Á fyrri árum var því smyglað hingað til lands í til- búnu formi, þ.e. í formi hvíts dufts. Algengast er að smygla til landsins sterkum efnum og þynna þau svo út með íblönd- unarefnum á leið sinni til neytenda. Íblöndunarefnin eru margs konar, þó mjólkursykur sé vinsælastur. Til dæmis var lagt hald á heilt tonn af mjólkursykri í tengslum við umfangsmikið amfetamín- framleiðslumál árið 2008. Af magni af haldlögðu efni að dæma er ljóst að amfeta- mín er langtum algengasta efnið í bókum lögreglunnar. Árin 2006-2008 voru til að mynda haldlögð um 90 kíló. Árið 2009 kom skútan Sirtaki til landsins með um 100 kíló af fíkniefnum, þar á meðal 55 kíló af amfetamíni. Svo hefur það gerst að haldlagning am- fetamíns í duftformi hefur mikið dregist saman. Á móti hefur málum fjölgað talsvert þar sem amfetamín er flutt inn í formi amfetamínbasa, vökva sem er umbreytt í duft hér á landi. Upphaf amfetamín­ framleiðslu á Íslandi Árið 2008 ákærði lögregla tvo menn í tengslum við um- fangsmikla framleiðslu am- fetamíns í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Voru þar að verki tveir menn sem kynnst höfðu á Litla-Hrauni þar sem þeir sátu inni hvor fyrir sitt brotið. Þegar lögregla skarst í leikinn höfðu mennirnir framleitt tæp 40 kíló af phe- nyl-2-nitropropane (P2PN), og þrjá og hálfan lítra af ben- zýl metýl ketón (P2P). Efnin, samkvæmt dómi í málinu, hefðu dugað til að framleiða 353 kíló af amfetamíni. Kom jafnframt fram í dómnum að búnaðurinn og uppsetningin hafi verið af mjög miklum gæðum og „búnaðurinn og Heimir Hannesson heimir@dv.is Framhald á síðu 8 ➤ Lögreglumaðurinn Sigfús Rúnar Eiríksson með fjögur kíló af amfetamíni. MYND/GVA Búnaðurinn og efnin bentu til aðkomu aðila með efna- fræðilega þekkingu. Saga spíttframleiðslu á Íslandi var hafin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.