Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 31. JÚLÍ 2020 DV
LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
ÚTSALA
30-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM
framleiðsla. Þannig var fjallað
um umbreytingu amfeta-
mínbasa í amfetamínsúlfat,
þ.e. amfetamín í duftformi,
í nýlegum dómi. Sagði þar:
„Ferlið felst í því að breyta
amfetamínvökva í fast form
og það er einfalt. Etanól er
sett saman við amfetamín-
basann og brennisteinssýru
hrært hægt saman við þangað
til þetta er orðið að leðju og
þá sé koffein sett saman við.“
Einhver sprengihætta er á
meðan brennisteinssýrunni
er hrært saman við basann
og því er henni hellt hægt út
í. Enn fremur myndast tals-
verður hiti við blöndunina og
því er þörf á kælingu. Í þessu
máli var notast við þurrís í
plastboxi með loki, en gat gert
á lok til að koma fyrir potti.
Potturinn var svo settur í gat-
ið ofan í þurrísinn, og í honum
blandaður basinn og brenni-
steinssýra. „Stundum brennur
þetta eða hitnar mikið og þá
þarf að hreinsa þetta og það
er gert með kaffipokunum.
Þeir eru til þess. Þetta er þá
sett í kaffipokann og etanóli
hellt yfir.“ Þegar hreina leðjan
er klár er svo koffeini hrært
saman við með hrærivél. Að
þessu loknu er leðjan látin
þorna þar til eftir stendur
hvítt duft.
Þrátt fyrir að þessi „upp-
skrift“ kunni að hljóma
eins og flókin efnafræði, er
raunin sú að allt sem til þarf
má nálgast auðveldlega á lög-
legan hátt, og uppskriftina er
hægt að nálgast með einföldu
„gúggli“. Það er þessi ein-
faldleiki og sú staðreynd að
virka efnið er í raun og veru
þegar til staðar í amfetamín-
basanum í upphafi ferlisins,
sem vekur upp spurningar
Framhald á síðu 10 ➤
efnin bent til aðkomu aðila
með efnafræðilega þekkingu.“
Saga spíttframleiðslu á Íslandi
var hafin.
2008 var reyndar afdrifaríkt
ár í Íslandssögunni. Banka-
hrunið olli hruni íslensku
krónunnar og var þar með er-
lendur gjaldeyrir dýrari auk
þess sem aðgengi að honum
var takmarkað með gjald-
eyrishöftum. Hvoru tveggja
hafði áhrif á íslenskan fíkni-
efnamarkað. Það vakti því
talsverða athygli þegar verð á
kannabisefnum hækkaði lítið
sem ekki neitt. Svo virtist sem
kannabisefnin væru ónæm
fyrir gengishruni íslensku
krónunnar og svo til eina inn-
lenda neysluvaran hvers verð
hækkaði ekki á verðbólgu-
tímum. Þótti það gefa vís-
bendingu um að framleiðsla
þeirra efna færi fram innan-
lands. Hassið, samþjappaða
brúna leðjan, hvarf eins og
dögg fyrir sólu og í staðinn
kom grasið, marijúana. Árið
2008 voru rúm 233 kíló hald-
lögð af hassi á Íslandi. Það
sem af er ári 2020 hefur lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu
haldlagt 33 grömm. 0,01% af
því sem áður var.
Umbreyting amfetamín-
basa einföld framkvæmd
Sterkar vísbendingar eru nú
um að framleiðsla amfeta-
míns fari í meira mæli fram
hér á landi. Framleiðsla am-
fetamíns er miklu flóknari en
framleiðsla kannabisefna og
krefst í öllum tilfellum þekk-
ingar á efnafræði.
Framleiðslu amfetamíns
hér á landi, má af dómum að
dæma, skipta í tvennt. Annars
vegar framleiðslu amfetamín-
basa, en hráefnin í þá fram-
leiðslu fást auðveldlega með
löglegum hætti. Þó eru þau
mörg eftirlitsskyld. Þann-
ig voru það viðamikil kaup á
þessum efnum og efnafræði-
búnaði sem komu lögreglu
á spor spíttverksmiðjunnar
fullkomnu í Hafnarfirði. Hins
vegar er það umbreytingin á
amfetamínbasanum í tilbúið
efni til neyslu í duftformi. Það
krefst ekki sama tilstands og
þekkingar.
Deildar meiningar eru
reyndar um hvort þetta síðast-
nefnda sé í raun amfetamín-
Landhelgisgæslan veitti skútunni Sirtaki æsilega eftirför árið 2009. Slöngubátur hafði áður verið notaður til að sækja rúm 100 kíló af
fíkniefnum í skútuna rétt sunnan við Papey. Þar af voru 55 kíló af amfetamíni. MYND/ANTON BRINK
Amfetamínverksmiðjan í Hafnarfirði. Uppsetning hennar er sögð
hafa krafist mikillar þekkingar á efnafræði. MYND/LÖGREGLAN
Lögregla við störf á vettvangi amfetamínverksmiðjunnar í Hafnar-
firði árið 2008. Europol aðstoðaði lögregluna. MYND/LÖGREGLAN
Stundum brennur þetta eða
hitnar mikið og þá þarf að
hreinsa þetta og það er gert
með kaffipokunum. Þeir eru
til þess. Þetta er þá sett í kaffi-
pokann og etanóli hellt yfir.