Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 31. JÚLÍ 2020 DV P ortið fyrir framan Kramhúsið er um-vafið byggingum og þegar það er gott veður þá er hvergi betra að vera en ein- mitt í þessu porti. Þar er al- gjört logn og sjóðandi heitt. Það var á einmitt þannig degi sem ég hafði mælt mér mót við Margréti Erlu Maack í einmitt þessu porti. Þegar ég kem auga á hana sé ég að hún er bara á brjóstahaldaranum en ekki nóg með það heldur er hún að klæða sig úr gallabux- unum. „Ég bara get ekki verið í fötum í þessum hita,“ segir hún. Ég er sammála, finnst hitinn þrúgandi en ákveð þó að halda mig í fötunum. Ég er jú í vinnunni. Út af COVID-19 tökumst við auðvitað ekkert í hendur þó við séum að hittast í fyrsta skipti. Keyrum þetta bara í gang. Margrét Erla Maack er svo ótrúlega margt. Hún er vinsæll plötusnúður, veislu- stjóri, dansari, danskennari og spurningahöfundur. Hún stýrði „burlesque“sýningunni Reykjavík Kabarett þar sem gestir ýmist hlæja sig mátt- lausa eða roðna niður í tær og nú kabarettsýningunum Bú- kalú sem eru stranglega bann- aðar innan 20 ára og „hentar ekki þeim sem hræðast undur mannslíkamans“ eins og segir í auglýsingu. Þá kennir hún í sérsniðnum hópatímum í Kramhúsinu þar sem gæsa- og steggjaveislur njóta sérstakra vinsælda. Listinn er endalaus. Síðustu níu mánuði hefur hún síðan sinnt glænýju hlut- verki, móðurhlutverkinu. „Ég ætlaði alltaf að verða mamma. Ég átti bara erfitt með að finna rétta manninn til að koma í þetta með mér. Ég ætlaði alltaf að eignast fullt af börnum en stundum hugsa ég að þetta sé kannski bara komið gott. Stelpan mín er svakalega hress og þá meina ég svakalega hress. Hún er mjög skemmtilegur krakki en það er ekkert til hjá henni sem heitir slökun,“ segir hún. Barnsfaðir Margrétar Erlu heitir Tómas Steindórsson og dóttir þeirra ber nafn móður Margrétar Erlu og svo móður Tómasar – Ragnheiður Nína. „Þetta er smá púsl hjá okkur núna því pabbi hennar er í fullri vinnu en ég í hálfri vinnu. Það er samt eiginlega slegist um að fá að passa hana sem er mjög jákvætt. Það er eru ekki allir sem búa við þann lúxus að hafa bakland hjá báðum foreldrum og að það fólk sé til í að hjálpa.“ Fjárhagsáhyggjur í fæðingarorlofi Í hugum margra er Margrét Erla einhvers konar ímynd gleðinnar. Í raun er hún hins vegar núna að verða aftur hún sjálf eftir barnsburðinn. „Ég fór ofboðslega langt niður eftir fæðinguna. Í ungbarna- eftirlitinu spurðu þær mig mikið um líðan mína. Ef ég hefði fengið tíu stig á spurn- ingaskalanum sem var lagður fyrir mig hefði ég verið send til sálfræðings en ég fékk bara níu stig. Mér finnst mjög merkilegt að ég gerði mér ekki grein fyrir því á sínum tíma hvað ég fór langt niður. Það er bara núna sem ég er að koma aftur sem ég átta mig á því. Þetta var í raun klassísk fæðingardepurð og ég held að margt hafi spilað þar inn í,“ segir hún. Dóttirin fædd- ist í október sem er einmitt á þeim tíma sem mörg fyrir- tæki eru að bóka veislustjóra og skemmtikrafta fyrir árshá- tíð. „Ég þurfti að segja nei við svo marga sem dró mig niður og ég hafði áhyggjur af því að síminn myndi hreinlega hætta að hringja. Þarna spila fjár- hagsáhyggjur auðvitað inn í.“ Margrét Erla er almennt sjálfstætt starfandi og þegar hún var ólétt komst hún að því að hún ætti afar lítil réttindi inni hjá Fæðingarorlofssjóði. Hún greip því til þess ráðs að hefja hópfjármögnun til að eiga fyrir fæðingarorlofinu og þeir sem hétu á hana gátu meðal annars keypt danstíma, námskeið í veislustjórn eða miða á Búkalú. „Þetta tókst vel og það var gaman að finna þennan mikla meðbyr. Það skipti mig líka máli að heyra frá mörgum sem sögðust hafa verið í sömu stöðu. Þetta voru ekki bara sjálfstætt starfandi listamenn, listamannaafæt- urnar, heldur líka mikið af fólki í frumkvöðlastarfsemi. Mjög margir höfðu lent í því að eiga von á barni einmitt eftir árið þar sem fólk var að færa fórnir til framtíðar í sinni nýsköpun.“ Þó söfnunin hafi gengið vel logaði hins vegar athugasemdakerfi fjöl- miðla. Ekkert bara „kík-í-píkí” „Mér finnst allt í lagi að vera illa gefinn en það er annað að vera illa innrættur. Ég las alls konar athugasemdir um mig sem ég tók mjög inn á mig. Þarna var fólk sem sagði að ég ætti nú bara að borga mína skatta. Ég hef hins vegar allt- af borgað mína skatta. Um ári áður en ég varð ólétt átti ég ágætan varasjóð og ákvað að taka þátt í uppsetningu Borg- arleikhússins á Rocky Horror sem mér fannst skemmtilegt verkefni. Fæðingarorlofs- sjóður miðar við tekjur árið áður en þú eignast barnið og það kom aldeilis í bakið á mér. Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Dóttir Mar- grétar Erlu og Tómasar heitir Ragnheiður Nína, og er slegist um að fá að passa hana. MYND/ERNIR Mesta pönkið að vera sáttur við sjálfan sig Margrét Erla Maack upplifði fæðingardepurð eftir að hún eignaðist dóttur sína og er fyrst nú að verða aftur hún sjálf. Hún segir skemmtilegast að kenna „burlesque“ þar sem konur vilja eiga samtal við sjálfa sig og hvar þær standa í sínum þokka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.