Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 38
38 MATUR 31. JÚLÍ 2020 DV Una í eldhúsinu Djöflaterta með kaffikremi og granateplum Kökubotnar 200 ml soðið vatn 6 msk. kakó 100 g púðursykur 130 g smjör 100 g sykur 3 egg 220 g hveiti ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi 3 tsk. vanilludropar Ofn hitaður í 180 gráður og tvö 20- 25 cm bökunarform húðuð vel að innan með annaðhvort Pam-úða eða smjörlíki. Kakói (passið að sigta kakóið sam- an við) og púðursykri er blandað saman við soðið vatn. Gætið þess að það sé ekki meira en fingur- volgt. Setjið til hliðar. Bræðið smjör og leyfið að kólna aðeins og blandið svo saman við sykurinn þar til blandan verður ljós og létt í sér. Þá er eggjunum bætt saman við blönduna og öllu hrært vel saman. Því næst er restinni af þurrefn- unum bætt saman við. Að lokum er vatninu sem búið var að blanda með sykri og kakói bætt út í og deiginu blandað vel saman. Deiginu er svo skipt jafnt í tvö bökunarform og bakað í um 25-35 mínútur. Passið að botnarnir kólni alveg áður en kreminu er smurt á. Kaffikrem 250 g smjörlíki 250 g flórsykur 2 msk. vanilludropar 5 msk. uppáhellt kaffi 1 granatepli, til þess að setja fræin ofan á kökuna Hellið upp á smá kaffi, tilvalið að nota það síðar með kökunni. Takið frá smá kaffi í bolla og leyfið að kólna. Þeytið vel saman flórsykri, smjör- líki (mjúku) og vanilludropum. Best er að stilla á meðalhraða og leyfa kreminu að blandast vel saman í nokkrar mínútur. Blandið kaffinu saman við og þeytið áfram í smátíma. Skerið granatepli í tvennt og takið kjarnann frá, ef eplið er mjög blautt er gott að þerra fræin aðeins með servíettu og taka mesta rakann. Smyrjið kreminu á milli botnanna og síðan að utan og stráið svo fræj- unum yfir toppinn á kökunni. Verði ykkur að góðu. Kínóa salat 150 g kínóa 150 g spínat 50 g rauðkál, ferskt 2-3 gulrætur 30 g radísuspírur 150 g bláber 50 g kókosflögur Byrjið á að sjóða kínóa í potti (forðist að ofsjóða það, það á til að festast saman). Blandið saman í skál spínati, gróf- söxuðu, fersku rauðkáli, flysjuðum gulrótum, og blandið öllu vel saman við, nema kókosflögunum og kínóanu. Sigtið vatnið af kínóanu og leyfið aðeins að kólna. Blandið því svo saman við salatblönduna, vel og vandlega. Að lokum er kókosflögum stráð yfir. Verði ykkur að góðu. Uppskriftir Unu Guðmundsdóttur, matgæðings DV, klikka ekki frekar en fyrri daginn. Hún býður nú upp á matarmikið salat sem er fullkomið á undan ljúfri Djöfla- tertunni. MYNDIR/AÐSENDAR 00000 www.veidikortid.is Hvar ætlar þú að veiða í sumar? Útsölustaðir: N1, OLÍS, veiðivöruverslanir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.