Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 13
Mér finnst leitt að það fari eftir starfsstéttum hvort fólk hafi efni á að eignast slysa- barn og mér finnst tvöfalt sið- gæði fólgið í því,“ segir Mar- grét Erla en bætir við. „Hún var slysabarn en auðvitað veit ég hvernig börnin verða til. Ég bara bjóst við því að það tæki lengri tíma fyrir mig að verða ólétt, komin á þennan aldur og svona. En þetta gerðist líklega bara í fyrsta skoti. Maðurinn minn er auðvitað svo ungur,“ segir hún og hlær. Hún er 36 ára en Tómas er 29 ára. Áður en hún komst að því að hún væri ólétt sagði ná- komin kona henni frá því að hún væri með öll helstu ein- kenni PCOS, fjölblöðrueggja- stokkaheilkennis, sem hefur áhrif á frjósemi. „Ég fór því til læknis til að láta athuga þetta. Arnar Hauksson kven- sjúkdómalæknis sagði þá að það væri enginn frjósemis- vandi að hrjá mig því ég væri komin 8 vikur á leið. Ég hef líklega orðið ólétt um það leyti sem ég tók síðustu pilluna.“ Hér grípur blaðamaður inní til að lýsa yfir ánægju sinni með læknisheimsóknir til Arnars sem er orðinn goðsögn í bransanum. Margrét Erla tekur undir. „Ég elska hann. Hjá kvensjúkdómalæknum hugsar maður oft bara „Plís, kláraðu þetta.“ Arnar Hauks- son er hins vegar maður sem ég hlakka til að fara til. Það er ekkert bara „kík-í-píkí“ heldur veitir hann manni sálgæslu. Arnar er einstakur maður.“ Dansbröltið er vinnan mín Margrét Erla og Tómas kynnt- ust á Tinder. Hann sendi henni þá skilaboðin: „Þú varst að „matcha“ við þinn stærsta aðdáanda í Útsvarinu.“ Hún hafði þá verið keppandi í þætt- inum fyrir hönd Reykjavíkur. Margrét Erla kunni vitanlega vel að meta þessi orð Tómasar. „Mér fannst bæði fyndið ef hann væri að meina þetta en líka fyndið ef hann væri að grínast. Síðan var hann að meina þetta, sagði að honum hefði fundist ég svo fyndin og klár í Útsvari. Á okkar fyrsta stefnumóti kom hann heim til mín með kíló af nammi af nammibarnum í Hagkaup og við horfðum á nokkra þætti af Útsvari. Ég held að það geti alveg verið varhugavert að fá fólk heim til sín á fyrsta stefnumóti en þetta gekk upp og hann fór eiginlega ekki eftir þetta.“ Hún segir tilhugalífið með Tómasi hafa verið öðruvísi en hún átti að venjast. „Hann er svo heill og sannur, hefur ekkert að fela. Hann er sveita- strákur og ég held að það skipti máli að hann er ekki með neina komplexa. Hann er stór og sterkur og þarf ekkert að púffa sig upp til að þykjast vera annað en hann er. Hann á líka fallegt samband við fjölskylduna sína sem skiptir mig máli. Hann var líka til í að segja: „Margrét, láttu ekki svona!“ Það hafði enginn talað þannig við mig. Hann mætir mér líka alltaf sem jafningja.“ Þangað til hún kynntist Tómasi höfðu sambönd oft strandað á stöðum sem komu henni mjög á óvart. „Ég kannski byrjaði með einhverj- um sem hafði heillast af því að ég var DJ eða með „burles- que“ sýningar. Nokkrum mán- uðum seinna fóru þeir svo að spyrja hvenær ég ætlaði nú að hætta þessu dansbrölti. Þetta Á okkar fyrsta stefnumóti kom hann heim til mín með kíló af nammi af nammi- barnum í Hagkaup og við horfðum á nokkra þætti af Útsvari. FRÉTTIR 13DV 31. JÚLÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.