Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 22
22 FÓKUS 31. JÚLÍ 2020 DV Skreytti með þeim allra besta og framtíðin er björt Í þessari viku kíkti ég á Jóa Fel og við skreyttum köku. Útkoman var sannkallað meistara verk. Ég hafði aldrei áttað mig á því hvers kyns apparat bakarí væru. Lífið á DV er gott þessa dagana. Í síðustu viku fór ég í súkkulaðinudd, sem var ansi mikill lúxus. Í byrjun þessarar viku spurði yfirmaður minn aftur hvað ég vildi gera í þessari viku. Það var tilvalið að halda áfram með súkkulaðiþemað og því lét ég dálæti mitt á kökum í ljós. Áður en ég vissi af var búið að hringja í bakarann þjóðþekkta Jóa Fel og fundur okkar á milli ákveðinn. Ég fór í bakaríið hans Jóa í Holtagörðum um hádegis- leytið á miðvikudegi. Við ákváðum að við myndum skreyta köku saman. Vekjara- klukkan mín hefði þurft að hringja um miðja nótt hefði ég viljað baka með honum, enda eru bakarar líklega sú stétt sem er hvað þekktust fyrir að vakna snemma. Fyrirkomu- lagið hentaði mér vel, þar sem að ég á í erfiðleikum með að vakna klukkan átta eða níu á morgnana. Jói er aðalmaðurinn í bakaríinu Það þarf engan skipulags- verkfræðing til að átta sig á því að Jói er aðalmaðurinn í bakaríinu. Ég var ekki lengi að spotta hann, en áður en mér tókst að heilsa honum þurftu ábyggilega þrír eða fjórir að ná af honum tali, bæði starfsmenn og við- skiptavinir. Þegar mér tókst loksins að fanga athygli Jóa fylgdi hann mér á bak við afgreiðsluborðið, en þar er sjálft bakaríið. Fyrstu fyrir- mælin voru bæði einföld og sniðug: „Þvo sér um hendur og spritta“. Þórólfur er ábyggilega ánægður með Jóa. Sjálfur hef ég aldrei komið í bakarí, það er að segja fyrir utan inn í afgreiðsluna. Það kom mér á óvart hversu stórt svona apparat er í raun og veru. Óteljandi ofnar, færi- bönd, borð, skápar, deig og kökur. Í þessu tiltekna bakaríi er bakað fyrir hin bakaríin hans Jóa Fel, sem eru orðin allmörg og því er nóg að gera og tíu bakarar að störfum. Björt framtíð í kökuskreytingum Jói sótti köku og krem sem hafði verið búið til í morgun. Hann rétti mér spaða og sleif og sagði mér að smyrja kökuna með kreminu, sem ég og gerði. Það fer ekki á milli mála að Jói vill hafa nóg af súkkulaði á kökunum og pass- aði upp á að hver krókur og kimi væri húðaður í súkku- laði. Næst tók við annað og flóknara verkefni, að búa til marsípan-rós. Mig hafði aldrei grunað að ég gæti gert slíka. Jói sótti marsípan-rúllu og skar hana í bita, úr bit- unum gerðum við litlar kúlur sem voru síðan pressaðar í smjörpappír, og þannig urðu til rósablöð. Eftir það rúll- aði maður blöðunum saman og smátt og smátt varð til falleg rós. Ef þessi lýsing er ekki nægilega nákvæm þá er ábyggilega hægt að læra svona á YouTube. Ég og Jói gerðum sitthvora rósina. Ef til vill var sú sem Jói gerði aðeins fallegri en mín, þó var ég mjög ánægður með mína. Seinasta skrefið leyfði lista- manninum í mér að blómstra. Þá sótti Jói súkkulaðilauf, -bita, -prik og -strá, auk jarð- arberja, bláberja og einhvers konar gulra berja sem heita víst blæjuber. Hann sagði mér að gera það sem ég vildi og það gerði ég. Eftir nokkurra mínútna skreytingar kom í ljós að ég á bjarta framtíð í kökuskreytingum. Samt vant- aði eitthvað, Jói var ekki lengi að fatta hvað það var: Smá glimmer, sem hann stráði yfir kökuna. Útkoman var sann- kallað meistaraverk, þó ég segi sjálfur frá. Stórt skref fyrir mig Jói sagði mér að hann hefur verið í bökunarbransanum í bráðum fjörutíu ár, eða síðan hann var sextán ára. Honum finnst ekkert skemmtilegra en að baka og það næstskemmti- legasta er að elda. Ef maður væri ekki að gera eitthvað skemmtilegt, þá væri það bara tilgangslaust. Þegar ég spurði Jóa hvað hann hefði gert marg- ar kökur fór hann að hlæja, enda erfitt að telja, líklega væru þær í tugum þúsunda talsins. Þessi köku skreyting var því lítið skref fyrir Jóa, en stórt skref fyrir mig. Þegar ljósmyndarinn var búinn að taka myndirnar, kvöddumst við Jói, hann sagði mér að enginn myndi þora að skera kökuna. Sá fyrir mér kökuslys Leiðin til baka var vandasöm, kollegar mínir á DV höfðu sagt „eins gott að þú komir með kökuna til okkar eftir á“. Ég komst að því að hraða- hindranir eru ekki bestu vinir svona köku-listaverka. Ég kom þó bílnum á áfangastað, en það í talsverðri fjarlægð frá vinnustaðnum mínum, þar sem gjaldfrjáls stæði eru ekki á hverju strái í miðbænum. Við tók löng og ströng ganga. Ég sá fyrir mér svakalegt köku slys, að ég myndi missa kökuna fyrir framan manna mergð, sem myndi hlæja að mér. Sem betur fer komst ég á leiðarenda, vinnufélögum mínum til mikillar ánægju. Enginn trúði því að ég hefði skreytt þessa köku, allra síst gert blómið, sem var líkt og áður kom fram, mjög flott. Spádómur Jóa rættist, enginn þorði að skera kökuna í fyrstu. Það var mál starfsmanna að þetta væri einstaklega ljúffeng kaka. Og alveg sérstaklega vel skreytt. n Jón Þór Stefánsson jonthor@dv.is Jói Fel, ég og kakan, sem var virkilega gómsæt og vel skreytt. MYNDIR/ERNIR Það væru allir til í að fá sér eina svona tertu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.