Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 45
A ð þessu sinni er spáð fyrir áhrifavald-inum Sunnevu Einarsdóttur sem er fædd 7. ágúst 1996 og er því alveg að
verða 24 ára.
Sunneva er fædd í Ljónsmerkinu og því gaman að
segja meira frá því merki. Ljónið er ástríðufullt, hlýtt
og glaðlynt. Ljónið hefur gaman af því að gleðja fólk
og skemmta því og er einnig þekkt fyrir að vera gjaf-
milt. Þetta er forvitið merki og finnst gaman að afla
sér upplýsinga um alls kyns tilviljanakennda hluti
sem það hefur áhuga á. Helstu ókostir Ljónsins eru
þrjóska og óþolinmæði.
Jafnvægi
Lykilorð: samningar, sanngirni, sannleikur, orsök og
afleiðing
Það fyrsta sem kemur til mín er að þú sért að fara að
skrifa undir mikilvægan samning. Ég sé pappíra og lög-
menn sem koma að þessum samningi. En það er léttur
blær sem fylgir þessu spili þannig að þetta er greini-
lega góður samningur sem mun láta gott af sér leiða.
Taktu þér góðan tíma og gerðu þær kröfur sem þú vilt.
Stjarnan
Lykilorð: von, trú, tilgangur, endurnýjun, andleg mál
Stjörnuspilið er svokallað óskaspil, alheimurinn er að
hlusta og óskir munu rætast. Innsæi mínu finnst þetta
tengjast heilsunni, þú ert að huga betur að heilsunni
þessa dagana, bæði andlegri og líkamlegri. Þú færð
aukinn lífskraft með því að gefa þér tíma í þessi mál-
efni og þessi kraftur mun vera grundvöllurinn að því
að allt fer að ganga betur upp hjá þér.
Elskendurnir
Lykilorð: kærleikur, sátt, sambönd, jöfnun, gildi, val
Ástin blómstrar. Kúrekinn ríður í gegnum eyðimörkina
og þegar sandurinn sest sér hann ástina sína, ró
kemur yfir hann og fuglarnir fara að syngja á ný.
Erilsamir tímar hafa haldið aftur af rómantíkinni en
í kortunum sést að nýir tímar eru í vændum þar sem
ástin fær að blómstra á ný.
Skilaboð frá
spákonunni
Þetta er svo falleg spá hjá þér að það eina sem ég
get sagt við þig að þessu sinni er að þakka fyrir það
sem þú hefur og þau tækifæri sem lífið hefur gefið
þér og það jafnvel í formlegu bréfi. Þakklætið er svo
mikilvægt og ætti að vera mantra manns á morgni
hverjum.
STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Sunneva Einarsdóttir
Svona eiga þau saman
Vikan 31.07. – 06.08.
Óskirnar munu rætast
Ólík en óstöðvandi saman
MYND/ERNIR
stjörnurnarSPÁÐ Í
Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir og grínistinn Sólmundur Hólm Sólmundar-son, betur þekktur sem Sóli Hólm, eru á
meðal þekktustu para landsins og hafa bæði
skapað sér sess í sínum geira. DV lék forvitni
á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til
stjörnumerkjanna.
Sóli er Krabbi og Viktoría er Vatnsberi.
Krabbinn er skapandi, hugmyndaríkur, til-
finninganæmur. Krabbar eru heimakærir fjöl-
skyldumenn sem kunna vel við sig í öryggi og
kósíheitum. Vatnsberinn er meiri félagsvera:
vingjarnlegur, opinn, og sérvitur. Einstakling-
ar í Krabba- og Vatnsberamerkjunum eiga það
sameiginlegt að vera metnaðarfullir og ákveðn-
ir, hafa löngun til að fara sínar eigin leiðir en
forðast átök. Krabbinn er oft íhaldssamur og
hefðbundinn og finnst þægilegt að vera í rútínu.
Vatnsberinn er líklegri til að verða eirðarlaus
og leitar frekar í tilbreytingu.
Þó svo að þessi tvö merki virðist við fyrstu
sýn vera of ólík þá má ekki gleyma að andstæð-
ur laðast hvor að annarri. Þegar þessir tveir
einstaklingar finna leið til að láta ólíka eigin-
leika sína vinna saman eru þeir óstöðvandi. n
Viktoría Hermannsd.
11. febrúar 1987
Vatnsberi
n Frumleg
n Sjálfstæð
n Mannvinur
n Framsækin
n Fjarlæg
n Ósveigjanleg
Sólmundur Hólm
14. júlí 1983
Krabbi
n Forvitinn
n Mikil aðlögunarhæfni
n Fljótur að læra
n Skipulagður
n Taugaóstyrkur
n Ákvarðanafælinn
MYND/STEFÁN KARLSSON
Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér
Hrútur
21.03. – 19.04.
Þú ert nú þegar stressuð/aður
yfir því að sólin muni ekki mæta í
partýið þitt og ert líkleg/ur til þess
að vera búin/n að pakka eða farin/n
að baka fyrir helgina. Það skal vera
gaman! En þú ert sætur flippkisi
sem auðvelt er að gleðja þannig að
trúnó og Aperol Spritz munu bæta
upp fyrir allar væntingarnar þínar.
Naut
20.04. – 20.05.
Þú ert týpan sem vill tjalda! Þú átt
prímus sem þú talar meira um en
þú ættir og ert spenntari en börnin
yfir því að grilla sykurpúða sem þú
stingur auðvitað grein í gegnum
frekar en einhverju aðkeyptu spjóti
frá Hagkaup. Náttúrubarnið þitt
mun blómstra um helgina.
Tvíburar
21.05. – 21.06.
Æ, þú ert svo skemmtilega grilluð
týpa. Þú sérð tilefni til þess að
fara í búning um helgina og ert
mega peppuð/aður yfir því að fá
alla fjölskylduna, blóðskylda eður
ei, í skemmtilega leiki. Hver er til í
Kubb?
Krabbi
22.06. – 22.07.
Eins og venjulega þá ert þú sáttust/
astur þegar allir koma saman. Stórt
ítalskt fjölskylduboð er í kortunum
þínum þar sem allir tala hver yfir
annan, hlæja hátt, borða og drekka
tímunum saman. Í öllum þessum
látum situr þú þögull með sjálfum
þér og lítur yfir þennan fagra hóp
með þakklæti í huga.
Ljón
23.07. – 22.08.
Ljónið undirbýr sig í eitt sykki
‘hipster’ útilegu. Grasstrá í kjafti,
kúrekahattur og varðeldur. Ekki
gleyma nokkrum myndum fyrir
samfélagsmiðlana, annars gerðist
þetta ekki! Það verður sungið um
helgina alveg þannig að þú verður
rám/ur á mánudaginn kemur.
Meyja
23.08. – 22.09.
Það verður kósý hjá Meyjunni! Þú
ert með vel valdar bækur, Yogi-teið
þitt sem þú kaupir bara til að geta
lesið á litla miðann með skemmti-
legu heimspekinni og sumarbústað
sem þú bókaðir fyrir mánuði síðan.
Vog
23.09. – 22.10.
Vogin dansar inn í helgina og er
alveg slétt sama um hvað öðrum
finnst! Ef þú ert foreldri þá mun
táningurinn skammast sín fyrir þig
alla helgina (en samt í alvöru bara
dást að þessu innra barni þínu).
Þú munt dansa úti, inni á bensín-
stöðinni og langt fram á nótt.
Sporðdreki
23.10. – 21.11.
Það er veiðiferð í kortunum þínum
um helgina og það verður fiskað
eins og enginn sé morgundagurinn.
Þú ert líka með svo mikið vinnueðli
að þú nýtur þess að hafa smá fyrir
hlutunum áður en þú uppskerð.
Bogmaður
22.11. – 21.12.
Hvar er glamúrinn? Hann er með
þér, því þú pimpar allar helgarferðr
upp með kampavíns-útileguglösum
sem þú geymir í ‘Merry Poppins’
Michael Kors-töskunni, glimmeri í
rassvasanum og bluetooth-hátal-
ara í hanskahólfinu. Alltaf tilbúin/n
í partýið og því sjaldan leiðinlegt
með þér.
Steingeit
22.12. – 19.01.
Þú kýst vini þína fram yfir fjöl-
skylduna þessa helgina því þó
þú elskir fjölskylduna þá þarftu
smá svigrúm frá henni. Óvænt
‘roadtrip’ með vinum þínum er í
kortunum, ekkert svo vel planað
en ekkert í boði annað en að
hafa gaman og skella sér í kaldan
sjóinn.
Vatnsberi
20.01. – 18.02.
Þú ákveður að vera heima að
þessu sinni. Þú nýtir helgina í
heimilisdúllerí, skipulag, bakstur,
Netflix og notalegt fjölskyldu-
hangs. Engin plön eru stundum
bestu plönin og þá er líka svigrúm
fyrir hið óvænta.
Fiskur
19.02. – 20.03.
Þín draumahelgi væri að allt
þitt fólk færi í sveitina og þú
fengir smá einveru sem þú nýtur
betur en nokkur annar. Þú ert þó í
spilastuði þessa helgina og tekur
öll borðspilin þín og tarotspilin þín
upp í bústað. Notaleg helgi fram
undan.
STJÖRNUFRÉTTIR 45DV 31. JÚLÍ 2020