Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 4
1 Myndavél rak á land – Sagði sögu skelfilegs harmleiks Árið 2005 rak myndavél á land í Taílandi, með myndum sem teknar voru tveimur mánuðum áður og sýndu síðustu mínúturnar í lífi bandarískra hjóna. 2 Sverrir tattoo er látinn: „Sakna þín ólýsanlega mikið“ Sverrir Þór Einarsson, einnig þekktur sem Sverrir tattoo, er látinn. Sverrir var 58 ára að aldri, þekktur húðflúrari og litríkur persónuleiki. 3 Glæpur skekur Hrísey – Aldr-aður maður rændur milljónum – „Helvítis kvikindið læddist í kortið mitt“ Aldraður íbúi í Hrísey varð fyrir því að ræstingamanni tókst að millifæra hátt í þrjár milljónir af bankareikningi hans. 4 Heilt fjölbýlishús grotnar niður á besta stað í borginni Rúm- enskir verkamenn búa frítt í einu elsta, grónasta og dýrasta hverfi Reykjavíkurborgar. 5 Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“ Hjónin Atli Bollason og Ásrún Magnúsdóttir voru hluti af mynd- bandslistaverki Ragnars Kjartans- sonar. 6 Mæðgur fundust látnar í bíl – Skelfileg ástæða and- látanna liggur nú fyrir Ung kona og dætur hennar tvær fundust látnar í bíl í Texasfylki í Bandaríkjunum. Aðdragandinn var vægast sagt skelfilegur. 7 Áreitt í Hagkaup í Skeifunni – „Ekki fokking grípa í rassinn á mér í miðri búð“ Hin tvítuga Rut Þorbjörnsdóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera áreitt kynferðislega í verslun Hagkaups í Skeifunni. 8 Komst að sannleikanum um eiginmanninn daginn sem hann var myrtur Hin bandaríska Ashlee Birk komst að skelfilegu leyndarmáli mannsins síns sama dag og hann var skotinn til bana. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Gísli Rúnar látinn Á miðvikudag var tilkynnt að hinn þjóðþekkti leikari, grínisti, handritshöfundur og þýðandi, Gísli Rúnar Jónsson væri látinn, 67 ára að aldri. Gísli Rúnar var gríðarlega afkastamikill á sínum ferli og kom að gerð fjölda sjónvarpsþátta, kvikmynda og leikverka sem eiga sér djúpar rætur í þjóðarsálinni. Sam- úðarkveðjum og minningarorðum hefur rignt yfir fjölskyldu Gísla Rúnars á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Ný tíðindi í máli Madeleine McCann Erlendir miðlar greindu frá því í vikunni að þýskur kyn- ferðisbrotamaður, Christian Brückner, væri grunaður um að vera valdur að hvarfi Madeleine Mcann. Rannsókn hefur undanfarið staðið yfir í garði í Hannover í Þýska- landi þar sem Christian bjó fyrir nokkrum árum. Lög- reglan gæti verið að leita að líkamsleifum Madeleine, fatnaði hennar eða símtækj- um eða öðrum rafrænum búnaði sem tilheyra hinum grunaða. Endurráðningar flugfreyja Félagsmenn FFÍ samþykktu nýgerðan kjarasamning við Icelandair fyrr í vikunni. Fram kom að 170 flugfreyjur yrðu endurráðnar. Samkvæmt nýjustu fregnum er mikil óánægja á meðal félagsmanna FFÍ með endurráðningarnar og snýr það meðal annars að þeirri ákvörðun að taka ekki eingöngu mið af starfsaldri við endurráðningar, heldur lúti einnig að þáttum eins og frammistöðu. Aðgerðir gegn COVID-19 hertar á ný Tilkynnt var um hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 frá hádegi 31. júlí. Fjöldatakmarkanir miðast þá við 100 manns og tveggja metra reglan verður skylda á ný. Eins og staðan er í dag eru 39 sýktir af veirunni hér á landi, 215 manns eru í sóttkví og búast má við að þeim fari fjölgandi á næstunni. Einn sýktur einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann. Vill fá vopnaða lífverði Jeffrey Ross Gunter, sendi- herra Bandaríkjanna á Ís- landi, vakti reiði margra með Twitter- færslu þar sem hann notaði orðið „Kínaveira“ yfir kórónaveirufaraldurinn og lét fylgja með mynd af banda- ríska og íslenska fánanum. Í umfjöllun CBS kemur fram að sendiherrann telur lífi sínu ógnað á Íslandi og vill fá vopn- aða lífverði. Knattspyrnan í hættu Greint var frá því í vikunni að íþróttaviðburðum fullorðinna muni verða frestað um viku. Það á einnig við um alla knatt- spyrnuleiki fullorðinna sem hefðu átt að fara fram á næstu dögum. Þrátt fyrir að einungis sé um viku að ræða þá gæti komið til harðari aðgerða á næstunni. Tímabil í íslensku knatt- spyrnunni gætu því verið í hættu ef aðgerðir verða hertar. CMYK SV/HV Vertu viss um að velja besta kjötið á grillið! Meira á www.fjallalamb.is 4 FRÉTTIR 31. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.