Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 28
Erfitt og
skrítið
að aflýsa
Þjóðhátíð
Þ jóðhátíð á stóran stað í hjörtum Vestmanneyinga. Heimamenn
reisa um hverja verslunar
mannahelgi tjaldborg í Herj
ólfsdal, þar sem fjölskyldur
hafa samastað yfir hátíðina.
Þjóðhátíðinni í ár hefur verið
aflýst sökum kórónaveirufar
aldurs. Er þetta í fyrsta skipti
sem hátíðinni er aflýst í yfir
hundrað ár.
Eins og að jarða
nákominn ættingja
„Það var mjög erfitt og skrítið
að aflýsa Þjóðhátíð. Það var
eins og maður væri að jarða
nákominn ættingja. Það góða
við þennan ættingja er það
að hann mun vonandi vakna
aftur til lífsins á næsta ári,“
segir Hörður Orri Grettis
son, framkvæmdastjóri ÍBV
og formaður Þjóðhátíðar
nefndar. „Við biðum eins lengi
og við mögulega gátum með
að taka þessa ákvörðun. Fyrst
og fremst vegna fjárhagslegu
hliðarinnar, en líka vegna
þess menningarlega gildis
sem hátíðin hefur fyrir Vest
manneyinga.“ Hörður segir
það hafa verið nokkuð ljóst
í júní að Þjóðhátíð yrði ekki
haldin með venjulegu sniði.
„Við héldum lengi í vonina
með að geta haldið eitthvað.
Okkar síðasta plan var að
halda fimm til sex þúsund
manna brekkusöng með því
að skipta brekkunni upp.
Þegar í ljós kom um miðjan
júlí að miklar fjöldatakmark
anir yrðu fram yfir Verslun
armannahelgi, lá þetta ljóst
fyrir.“
Hörður segir hátíðina
skipta heimafólk miklu máli.
„Fyrir okkur Eyjamönnum
er þetta svipað og jólin. Ég
er 37 ára og ég hef farið 35
sinnum á Þjóðhátíð. Þetta er
bara mjög skrítið, það eru til
finningar í þessu.“ Hörður
hvetur fólk til að halda sína
eigin Þjóðhátíð og hlakkar
til að gleðjast í Herjólfsdal á
næsta ári. n
Þjóðhátíð var fyrst haldin í Vestmannaeyjum árið
1874 til að fagna þúsund ára afmæli Íslands-
byggðar. Fjöldi fólks mætir á hátíðina á hverju ári.
Sóley
Guðmundsdóttir
soley@dv.is
Heimamenn munu reyna að halda í einhverjar hefðir, þrátt fyrir að Þjóðhátíð fari ekki fram. MYND/ÓSKAR
SVONA VERÐUR HELGIN HJÁ NOKKRUM VESTMANNEYINGUM
Við vinirnir ætlum að tjalda
hvíta tjaldinu og halda
í hefðirnar. Það verður
setningarkaffi á föstudaginn
og súpa borðuð í tjaldinu um
kvöldið. Fjölskyldan kemur
til Eyja og við ætlum að gera
gott úr helginni.
Ég verð í brúðkaupi úti á
landi sem var löngu planað.
Það verður bara tvöföld gleði
í Herjólfsdal á næsta ári.
Ég ætla að liggja með
tærnar upp í loft og hafa það
kósý með fjölskyldunni. Ég
læt ættingja um að tjalda
hvíta tjaldinu í garðinum og
kíki kannski á þá ef ég hætti
mér út.
Ég mun kíkja til vina og
ættingja í hvítu tjöldin. Það
verður aðeins lengra á milli
þeirra í ár þannig að ég þarf
að vera skipulagður. Við
Eyjamenn erum staðráðnir í
að gera gott úr þessu.
Ég ætla til Eyja um helgina
að slaka á og njóta með
fjölskyldunni. Hvíta tjaldinu
verður tjaldað úti í garði og
við höldum litla þjóðhátíð.
Íris
Róbertsdóttir
bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum
Hermann
Hreiðarsson
knattspyrnu-
þjálfari
Júníus
Meyvant
tónlistarmaður
Páll
Magnússon
alþingismaður
Berglind
Björg
Þorvaldsdóttir
knattspyrnukona
Hörður Orri
Grettisson
framkvæmda-
stjóri ÍBV og
formaður Þjóð-
hátíðarnefndar
28 FÓKUS 31. JÚLÍ 2020 DV