Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 30
30 FÓKUS Á ferð um landið AKUREYRI Íbúar Akureyrar vilja meina að þar sé alltaf gott veður. Hvað sem veðrinu líður er allavega hægt að hafa ýmislegt fyrir stafni í höfuðstað Norðurlands. LYSTIGARÐURINN Lystigarðurinn er ein fegursta perla bæjarins. Hann er rekinn af Akureyr- arbæ sem grasagarður og skrúðgarður. Hann hefur verið stækkaður þrisvar og er nú 3,7 hektarar. Í honum eru nánast allar þær plöntur sem finnast á Íslandi eða um 450 tegundir og rúmlega 6.000 erlendar tegundir. Auk þess að sinna ræktun á öllum þessum plöntum er garðurinn ætlaður sem al- menningsgarður þar sem fólk getur átt notalega stund í fallegu umhverfi. BRETTAFERÐ Á POLLINUM Venture North er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í SUP – Stand up paddleboarding. Okkur skilst að heimafólk á Akureyri tali nú bara um SUP sem er orðið heldur vinsælt sport á svæðinu. Venture North býður til dæmis upp á kvöldróðraferðir fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og fá bæði góða hreyfingu og frábæra skemmtun. Hægt er að sitja, krjúpa eða standa á brettunum, en reyndur kennari er með í för, og róa um Pollinn. Allur búnaður er innifalinn, svo sem þurrgalli og blautskór. KVENDURO Fjallahjólaskvísur geta komist í góðan félagsskap hjá KvEnduro, hópi kvenna sem tekur á því öll þriðjudags- kvöld klukkan 20.15. Allar konur eru velkomnar í ferð, hvort sem þær eru á fulldempuðu fjallahjóli eða XC, margreyndar eða byrjendur. Þær reyndari gefa byrj- endum ráð og engin er skilin eftir. EYRIN RESTAURANT Eyrin restaurant opnaði í Menningarhúsinu Hofi í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda. Á góðviðrisdögum er hægt að sitja úti enda er útsýni yfir Pollinn. Áhersla er lögð á einfalda, stílhreina rétti sem eru innblásnir af íslenskum hráefnum. Um helgar er brunch-hlaðborð þar sem börn á aldrinum 6-12 njóta hlaðborðsins á hálfvirði. Þeir sem innleysa ferðagjöfina á Eyrinni fá fordrykk að hætti hússins í kaupbæti. RUB23 Rub23 er sjávarréttaveitingastaður með fjölbreytt úr- val fisktegunda og mikið úrval sushi-rétta, í bland við kjötrétti. Veitingastaðurinn er á besta stað í bænum, í Gilinu. Þarna er hægt að fá hina víðfrægu sushi pítsu. Það hljómar kannski undarlega í fyrstu að tala um sushi og pítsu í sömu andrá en við lofum því að þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Sushi-pítsan ein og sér er góð ástæða til að fara til Akureyrar. BRYNJUÍS Brynja á Akureyri varð landsþekkt ísbúð þar sem allir vildu fá ískaldan mjólkurís – gamla ísinn eins og hann kallast oft í ísbúðum. Nú er Brynjuís að finna á fleiri stöðum en í höfuðborg norðursins en það er samt klassískt að fara á þennan rómaða stað og fá einn ís- kaldan mjólkurís, hvort sem það er ís í brauði, sjeik eða bragðaref. MYND/VILHELM MYND/GETTY MYND/FACEBOOK VENTURE NORTH MYND/FACEBOOK KVENDURO MYND/FACEBOOK EYRIN RESTAURANT MYND/FACBOOK RUB23 MYND/FACEBOOK BRYNJUÍSAK 31. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.