Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 36
Magnað mímósupartý í sumarfríinu Brönsar eru vinsælt afþreyingarform hér- lendis og ekki síst nú í sumarsælunni. Mímósur eru fullkomin leið til að leyfa sér aðeins á ókristilegum tíma en dulbúa ásetninginn í djúsbúsi. Við hvetjum þó eindregið til ábyrgrar neyslu. Skál! NOKKUR RÁÐ Almennt er talið best að hafa jöfn hlutföll af safa og víni en það fer þó vissulega eftir hversu sterkur safinn er. Leitað var til sérfræðinga á vinsælum bröns­ stöðum borgarinnar. Við val á freyðivíni skal leitast við að nota þurrt vín því safinn er nægilega sætur. Mælt var með hinu ítalska Tommasi Prosecco Filodora (2.299 kr.), eða fyrir þá sem vilja ódýrari valkost Piccini Prosecco (1.999 kr.). Ávallt skal hella víninu fyrst og svo safanum því þá freyðir minna og minni líkur eru á að það gjósi. Ef ekki er möguleiki á ný­ kreistum safa skal leitast við að kaupa ferskan, það er að segja ekki úr þykkni (concentrate). Öll drykkjarföng þurfa að vera mjög köld. Klaki er valkvæður, lekkert þykir að hafa litla skál með klökum og skeið á borðinu. Til að minnka áreitið á gest­ gjafann er sniðugt að gera áfyll­ ingu í könnu. Það er að segja blanda mímósu í könnu til að fólk geti sjálft fyllt á. Mímósubar er alger snilld en þá er raðað á lekkeran bakka nokkrum tegundum af safa, freyðivíni, klaka og glösum. Ekki er verra að setja ber eða mintu­ lauf svo fólk geti skreytt drykkinn. Nota skal há freyðivínsglös til að varðveita bubblurnar. Ef þau eru ekki til staðar þá er í lagi að notast við vínglös. Granateplamímósa Þessi er sú allra, allra besta. Eina vandamálið er að þú þarft að eiga handvirka djúspressu til að allt gangi sem best. Þá er vissulega hægt að kaupa granateplasafa í fernu en upplifunin er allt annað, líkt og ljósmynd af kossi. ½ granatepli, pressað 150 ml freyðivín Safinn fer fyrst í glasið og svo er fyllt upp með freyðivíni. Vatnsmelónu- og myntumímósa Athugið að mímósan verður aldrei betri en melónan sem notuð er. Því skal smakka melónuna áður og hreinlega hætta við partýið ef hún er ekki sæt og safarík. Ef melónan uppfyllir gæðakröfur er innihaldið hreinsað úr henni og svörtu steinarnir teknir úr. Aldin­ kjötið er sett í blandara og hratið því næst sigtað frá. 80 ml melónusafi 80 ml freyðivín Fersk myntulauf Konungleg mímósa 100 ml góður appelsínusafi 100 ml freyðivín 1 msk. Grand Marnier Freyðivínið fer fyrst í glasið, því næst safinn og svo grandið. Blóðappelsínumímósa 40 ml blóðappelsínusafi 40 ml appelsínusafi skvetta Aperol 80 ml freyðivín Hellið víninu fyrst í glasið, svo safanum og loks Ape- rolinu. Tilvalið er að smella appelsínusneið í glasið. Rauðrófu- og engifermímósa Þessi er ekki fyrir alla en hún er virkilega skemmtileg, hefur heil­ næma kosti engifers og rauðrófu og kemur skemmtilega á óvart. 40 ml rauðrófusafi 40 ml eplasafi 1 tsk. engifersafi 80 ml freyðivín Hellið víninu fyrst í glasið, svo safanum. MYND/TM GRANATEPLI Þegar granatepli eru keypt skal leitast við að kaupa þau sem eru þung og kjarninn farinn að leita inn á við. Þá eru þau hvað safaríkust. Einnig eru þau bestu með hýði sem minnir helst á leður og eplin ekki hringlaga heldur nokkuð flöt að ofan og neðan. Hellið víninu fyrst í glasið, svo safanum og smellið að lokum laufunum með. MYND/GETTY MYND/GETTY MYND/GETTY MYND/TM 36 MATUR 31. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.