Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 18
H ér í þessum þáttum hefur undanfarnar vikur verið fjallað um
stjórnmálaflokkana, fram
boðsmál þeirra, fylgisþróun
og fleira. Í liðinni viku var
rætt um Samfylkinguna og
Vinstri græn, en fyrrnefndi
flokkurinn hefur gengið í
gegnum feiknamiklar fylgis
sveiflur á fáum árum — farið
úr um 30% fylgi og næstum
niður fyrir 5% lágmarkið
2016. Það var þá sem Stein
grímur J. Sigfússon kom að
máli við Loga Einarsson og
spurði hreint út hvort ekki
væri tímabært að Samfylk
ingin gengi til liðs við VG…
…Síðan þá hefur Loga tekist
að efla samstöðu í flokki sem
var illa þjakaður af innan
meinum. Raunar hefur svo
vel til tekist að Samfylkingin
hefur stundum mælst með
yfir 19% fylgi á kjörtíma
bilinu og fest sig í sessi sem
næststærsti flokkurinn.
Þessi litla saga er ágæt
áminning um hverfulleikann
í stjórnmálunum: Flokksholl
usta er lítil, fylgið á hreyfingu
sem aldrei fyrr og það dreifist
miklu meira en áður. Allar
þessar breytingar virðast ætla
að verða til langframa.
Hulduher Ingu Sæland
Minnsti þingflokkurinn telur
nú aðeins tvo menn — þau
Ingu Sæland og Guðmund
Inga Kristinsson — eftir að
hinir þingmennirnir tveir
voru reknir úr flokknum í
kjölfar hins margumtalaða
Klaustursmáls. (Samt sem
áður hafa þau Inga og Guð
mundur Ingi á að skipa þrem
ur aðstoðarmönnum á kostnað
skattgreiðenda).
Flokkur fólksins mælist
sjaldan með menn inni í könn
unum og hefur því mikið til
verið skilinn út undan þegar
kemur að umfjöllun um stöðu
flokkanna undanfarin miss
eri. En ekki má vanmeta
mátt Ingu Sæland. Í síðustu
könnunum fyrir alþingis
kosningarnar 2017 — og
borgarstjórnarkosningarnar
árið eftir — mældist Flokkur
fólksins ekki með mann inni,
en hulduher Ingu skilaði sér
engu að síður á kjörstað.
Við blasir erfitt efnahags
ástand og staða ríkissjóðs
hefur hríðversnað. Þeir sem
höllum fæti standa í þjóðfélag
inu munu finna fyrir þeim
hremmingum. Takist Ingu að
verða trúverðugur málsvari
þeirra sem minna mega sín í
þjóðfélaginu má allt eins bú
ast við að hún nái aftur inn á
þing og taki nokkra með sér,
en heimildir herma að Flokk
ur fólksins ætli að bjóða fram
í öllum kjördæmum fyrir
næstu kosningar. Þá hefur
ríkisstyrknum undanfarin ár
verið safnað saman í dágóðan
kosningasjóð.
Nafntogaðir þingmenn
Fáir flokkar bjuggu við jafn
mikið heimilisböl og Píratar
allt þar til Birgitta Jóns
dóttir afréð að gefa ekki kost
á sér fyrir síðustu kosningar.
Flokkurinn fékk sex menn
kjörna í síðustu alþingis
kosningum og heimildarmenn
í þingflokknum herma að
ekki gangi hnífurinn á milli
þeirra. Núverandi þingmenn
eru Björn Leví Gunnarsson,
Halldóra Mogensen, Helgi
Hrafn Gunnarsson og Þór
hildur Sunna Ævarsdóttir, öll
fyrir Reykjavíkurkjördæmin.
Jón Þór Ólafsson er þing
maður þeirra í Kraganum og
Smári McCarthy í Suðurkjör
dæmi. Hvert og eitt þeirra er
þjóðþekkt, sem má teljast vel
af sér vikið á tímum þegar
stór hluti þingmanna er lítt
kunnur almenningi og lítið
sjáanlegur.
Hafna Sjálfstæðisflokki
Píratar hafa ekki haft á að
skipa eiginlegum formanni
en í grasrót flokksins eru um
ræður um að breyta skipu
lagsreglum þannig að kjörinn
verði formaður. Nokkurt lífs
mark er með flokksfélögum
þeirra — sem er meira en sagt
verður um flesta aðra flokka
á þingi. Og þrátt fyrir að vera
einkum þétttbýlisflokkur, telja
þeir sig eiga góða möguleika
á að fá menn kjörna í Norð
vestur og Norðausturkjör
dæmum, sér í lagi því fyrr
nefnda, þar sem starfandi
er kjördæmafélag flokksins.
Prófkjör Pírata eru opin og
FYLGI Á FLEYGIFERÐ
Hér í fjórða og síðasta pistlinum um stöðu flokkanna er fjallað um
Flokk fólksins, Pírata og Viðreisn. Píratar vilja komast í ríkisstjórn að
loknum kosningum og kanónur eru orðaðar við framboð hjá Viðreisn.
Á ÞINGPÖLLUM
Björn Jón
Bragason
eyjan@eyjan.is
Framhald á síðu 20 ➤
Daði Már Kristófersson gefur kost á sér í embætti
varaformanns Viðreisnar. MYND/ANTON BRINK
Of snemmt er að afskrifa Ingu Sæland. Huldu
herinn gæti fjölmennt á kjörstað. MYND/ANTON BRINK
Þingmenn Pírata eru allir orðnir þjóðþekktir og geta gert sér vonir um endurkjör. MYND/AÐSEND
18 EYJAN 31. JÚLÍ 2020 DV