Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 16
ERFIÐUR VETUR FRAMUNDAN Níu veitingastaðir hafa opnað að nýju og sjá fram á erfiðan vetur. Sex staðir hafa lokað alfarið á meðan framtíð fjórtan staða hangir á bláþræði. GRAFÍK/DV Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Hertar fjöldatakmarkanir hafa í för með sér að ekki mega fleiri en 100 manns koma saman og opn- unartími veitingastaða helst óbreyttur. Ljóst er að ákvörð- unin mun hafa veruleg áhrif á rekstur á veitinga og skemmti- staða. Níu veitingastaðir í mið- borginni hafa opnað á ný á síðustu vikum en sumir þeirra eru þó með skertan opnunar- tíma eða þá nýja eigendur. 14 staðir eru enn með læstar dyr og óvíst hvort eða hvenær þeir munu opna að nýju. Reksturinn sífellt flóknari „Almennt séð hefur rekstr- arumhverfið ekki lagast. Eitt- hvað hefur dottið inn af erlend- um ferðamönnum en svo hafa Íslendingar auðvitað verið að ferðast meira innanlands en áður. Þetta fer oft eftir sam- setningunni á kúnnahópnum. Sumir staðir eru með sterkan íslenskan kúnnahóp, aðrir ekki,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við DV Jóhannes bendir á að veit- ingastaðarekstur í miðborg- inni hafi orðið sífellt flóknari og erfiðari síðustu misserin, og róðurinn hafi byrjað að þyngjast löngu áður en Co- vid-19 faraldurinn skall á. „Það er fyrst og fremst þessi gríðarhái kostnaður, húsa- leiga og launakostnaður. Þú þarft ákveðið mikla nýtingu á staðnum til að halda uppi launakostnaði, þegar nýtingin er undir því eða á mörkunum, verður reksturinn gríðarlega flókinn. Samkvæmt þeim veit- ingamönnum sem ég hef rætt við þá er orðið mjög erfitt að halda launakostnaðinum undir 50 prósentum. Það segir sig sjálft að þá er orðið mjög stutt í að sá kostnaður verði orðinn ósjálfbær.“ Jóhannes bendir á að flest- ir staðir noti sumarið til að safna forða fyrir veturinn og jafna út árstíðabundnar sveiflur. Núna blasir við að rekstraraðilar þurfa að fara blint inn í næsta vetur. „Það er erfitt að segja til um næstu mánuði, við þurfum að taka stöðuna í lok október. Staðirn- ir hafa margir verið að bjóða mikla afslætti og Íslendingar hafa tekið vel við sér, sem er auðvitað frábært. En þetta verður erfiður vetur, bæði í miðborginni og úti á landi, það er alveg ljóst.“ Mikilvægt að hafa góðan grunn „Það varð smá kippur eftir að landið var opnað aftur fyrir ferðamönnum. Eins og er þá erum við mest að lifa á helgun- um. Þetta hefur gengið ágæt- lega,“ segir Ívar Þórðarson, annar eigandi Humarhússins, en hann rak einnig veitinga- staðinn Lækjarbrekku þar til í apríl síðastliðnum. Ívar segir rekstur beggja staðanna hafa farið að þyngj- ast löngu áður en Covid-19 skall á, ekki síst eftir að WOW Air lagði upp laupana. Að lokum hafi ekki verið annað í stöðunni en skella í lás á Lækjarbrekku og einblína á að halda Humarhúsinu gang- andi. „Við vorum haltir eftir WOW. Covid var síðan rothöggið. Við gátum ekki haldið þessu á lífi lengur.“ Ívar tekur hiklaust undir að samsetning kúnnahópsins hafi mikið að segja. „Það skiptir mjög miklu máli að vera með góðan grunn í ,,lókal.“ Við höf- um auðvitað alltaf einblínt á túristana og við söknum stóru hópanna mikið.“ Þórir Björn Ríkharðsson er einn af eigendum veit- ingahússins Skólabrúar og indverska veitingastaðar- ins Gandhi í Pósthússtræti. Báðum stöðunum var lokað í vor, Skólabrú til frambúðar og Gandhi tímabundið. Stefnt er að því að opna Gandhi á nýjum stað á Bergstaðastræti um miðjan ágúst. Hann tekur fram að Gandhi hafi gengið mun betur, enda hafi rekstr- inum verið beint meira að Íslendingum, sem margir sækja í framandi mat. Því hafi verið grundvöllur fyrir að halda rekstrinum áfram, í nýju og hentugra húsnæði. Hjá Skólabrú var hins vegar aðeins eitt í stöðunni. „Leigusamningurinn var að renna út akkúrat á þessum tímapunkti og Covid hafði úr- slitavaldið,“ segir Þórir, að- spurður um lokun Skólabrúar. Hann bætir við að einnig hafi spilað inn í aðrir þættir: Hús- næðið hafi verið of stórt undir reksturinn og þá hafi launa- kostnaður hækkað um 40 pró- sent á fjórum árum. „Það segir sig sjálft að staðir eins og Skólabrú, sem eru ein- göngu á túristamarkaðnum, þeir eiga engan séns. Þú skiptir ekki um gír bara sisvona. Við unnum alltaf með ferðaskrif- stofum, sérstaklega í Banda- ríkjunum og Kanada. Hinir staðirnir sem voru meira að fókusera á til dæmis kokteila og innanlandsmarkað og voru áberandi á samfélagsmiðlum, höggið var ekki eins gríðarlegt fyrir þá.“ n Lokað tímabundið Lokað alfarið Opið á ný Nýr staður í staðinn* *NÝR STAÐUR Í STAÐINN Café Paris ➩ Duck and Rose Bryggjan brugghús ➩ Barion bryggjan Sæmundur í sparifötunum ➩ Flatus popup bar og veitingastaður Downtown Café ➩ Forsetinn kaffihús Yfir 30 veitingastaðir í miðborg Reykjavíkur lokuðu í kjölfar Covid-19 faraldursins. Sex þeirra hafa lokað dyrum sínum alfarið, þar á meðal rótgrónir veitingastaðir sem hafa verið starfræktir áratugum saman. Sn or ra br au t Nj ar ða rg at a Ba ró ns stí gu r Hringbraut Laugavegur Freyjugata Hlemmur Hverfisgata Tjörnin Geirsgata Austurstræti Læ kj ar ga ta Gr an da ga rð ur Ra uð ar ár st íg ur Skúlagata Sæbraut 16 FRÉTTIR 31. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.