Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3. J A N Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 2. tölublað 108. árgangur
SKÓLAR OG
UNDIRBÚN-
INGUR LÍFSINS
LENGSTA
VERKFALL
FRAKKLANDS
SAMTÍMALIST
SÝND Í SUÐUR-
NESJABÆ
HÖRÐ MÓTMÆLI 18 FERSKIR VINDAR 3632 SÍÐNA SÉRBLAÐ
Framboðið er að aukast
» Á þessu ári er áformað að
taka í notkun Hótel Reykjavík
við Lækjargötu, CenterHótel
Granda við Seljaveg og
Marriott Edition-lúxushótel við
Hörpu, eða alls 570 herbergi.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir útlit fyrir áframhald-
andi slaka á hótelmarkaði. Því sé
ekki útlit fyrir að byggja þurfi fleiri
herbergi til að anna eftirspurn.
„Við vitum um hótelverkefni sem
var frestað í fyrra. Það getur aftur
þýtt að fleiri verkefni frestast þar til
slakinn fer að hverfa.“
Tilefnið er greining Landsbank-
ans sem leiðir í ljós að verð á gistingu
mælt í evrum í Reykjavík hefur
lækkað 16 mánuði í röð. Meðalverðið
í fyrra var 140,1 evra en 160 evrur
árið 2018. Að auki hefur rekstrar-
kostnaðurinn aukist.
Gústaf Steingrímsson, sérfræð-
ingur hjá Landsbankanum, bendir á
að undanfarin ár hafi laun á Íslandi
hækkað meira en í flestum löndum.
Eigandi fyrirtækis sem leigir út
íbúðir til ferðamanna segir tekjur af
gistingu í krónum hafa lækkað um
40% frá falli WOW air. Vegna niður-
sveiflunnar hyggst hann selja frá sér
eignir enda borgi útleigan sig ekki ef
skuldir hvíla á íbúðunum.
Slaki á hótelmarkaðnum
Framkvæmdastjóri SAF gerir ráð fyrir óbreyttri nýtingu hótelherbergja í ár
Verð á gistingu í Reykjavík hefur lækkað Þyngri útleiga íbúða til ferðamanna
MDregur úr hvata … »6
Janúar er mikill fiskmánuður hjá mörgum fjöl-
skyldum. Mikið er borðað af kjöti yfir jól og ára-
mót og máltíðirnar gjarnan þungar í maga.
Sigfús Sigurðsson, fisksali í Fiskbúð Fúsa í Skip-
holti, segist skilja þetta vel enda finni hann það á
sjálfum sér hvað hangikjötið og annar hátíða-
matur geti verið þungur í maga. Við þetta bætist
að nú er vertíðin að byrja og hrogn og lifur á
boðstólum í fiskbúðum flesta daga.
Mikil fiskneysla í janúar eftir þungar máltíðir um hátíðir
Morgunblaðið/Eggert
Vertíð hjá fisksölum bæjarins
Almennt mun nýliðið ár hafa ver-
ið gott hjá togaraflotanum. Tveir
ísfisktogarar, Viðey RE og Björg
EA, veiddu rúmlega 10 þúsund tonn
á árinu, sem hefur trúlega ekki
gerst áður. Fyrir ekki svo mörgum
árum þótti gott ef ísfisktogarar
komu með fimm til sex þúsund tonn
að landi á einu ári. Bæði voru skipin
smíðuð í Tyrklandi og komu til
landsins 2017.
Sólberg ÓF, frystiskip Ramma
hf., var það skip sem kom með
mestan bolfiskafla á land á árinu.
Aflinn var 13.732 tonn, sem trúlega
er met, og það sama á við um afla-
verðmætið, sem nam alls rúmlega
fimm milljörðum króna. Sólbergið
kom einnig nýtt til landsins 2017 og
var smíðað í Tyrklandi. »14
Góður afli togar-
anna á nýliðnu ári
Úra- og skartgripaversluninni
Leonard í Kringlunni verður lokað
12. janúar, eftir 30 ára rekstur á
sama stað. Sævar Jónsson, stofn-
andi og eigandi verslunarinnar,
sem hefur alla tíð lagt áherslu á
vandaðar lúxusvörur frá vöru-
merkjum eins og Gucci, Calvin
Klein og Breitling, segir að nú sé
komið að kaflaskilum. Verslunin
færi sig alfarið yfir á netið.
Spurður um helstu ástæður segir
Sævar að forsendur í rekstrinum
séu nú orðnar aðrar en þær voru.
„Maður sér það á ferðalögum er-
lendis og almennt í uppgjörum síð-
ustu ára að margt hefur breyst.
Fólk er farið að kaupa þessar vörur
mikið á netinu beint frá útlöndum.“
Þá segir Sævar að framleiðendur
séu í auknum mæli farnir að opna
sínar eigin verslanir. »16
Morgunblaðið/Eggert
Tíska Hin verslun Sævars Jónssonar,
Galleria á Hafnartorgi, verður áfram opin.
Leonard lokað nú í
janúar í Kringlunni
Ástralski flotinn hóf í gærkvöldi að
flytja burtu fólk sem lokaðist inni í
bænum Mallacoota í Viktoríufylki í
Ástralíu vegna gróðurelda sem
herja á svæðið. Reiknað var með að
eitt herskip myndi flytja 800 manns
í burtu en um 4.000 íbúar og ferða-
menn hafa verið tepptir á strönd-
inni frá því á mánudagskvöld að
eldar lokuðu borginni af.
Þá flýja þúsundir gróðurelda-
svæði í fylkinu Nýja Suður-Wales.
Gróðureldar loga nú á um 200
stöðum á suðausturströnd Ástralíu.
Staðfest er að átján hafa farist í
eldunum frá því í september.
Sautján er saknað eftir eldana í
þessari viku.
Búist er við að gróðureldarnir
færist í aukana á næstu dögum.
Fylkisstjóri Nýja Suður-Wales
lýsti í gær yfir vikulöngu neyðar-
ástandi vegna eldanna og fylkis-
stjóri Viktoríu hefur einnig lýst yfir
hættuástandi fyrir stóran hluta
fylkisins. »17
Herinn flytur íbúa af hættusvæði
Búist við að gróðureldar færist í
aukana Neyðarástandi lýst yfir
AFP
Í reykjarkófi Röð bíla á leið út úr bænum Batemans Bay í fylkinu Nýja
Suður-Wales. Miklar aðgerðir standa nú yfir við að rýma hættusvæði.
Útlit er fyrir að stormur og hríð
verði á landinu austanverðu í dag,
en gul viðvörun veðurstofunnar er
nú í gildi á Norðurlandi eystra,
Austurlandi að Glettingi, á Aust-
fjörðum og Suðausturlandi. Má
gera ráð fyrir norðvestanátt á
bilinu 15-23 m/s með talsverðri
snjókomu og skafrenningi á Norð-
austurlandi. Má einnig gera ráð
fyrir lélegu skyggni og líklegum
truflunum á samgöngum.
Búast má við mjög snörpum
vindhviðum við fjöll sem geta ver-
ið varhugaverðar fyrir vegfar-
endur með aftanívagna eða á öku-
tækjum sem taka á sig mikinn
vind.
Gul viðvörun á aust-
anverðu landinu