Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 Útsala 40% afsláttur af öllum litríka og fallega fatnaðinum hjá okkur Bæjarlind 2, Kópavogur, sími 866 4493. Regnboginn verslun Regnboginn_verslun Opið miðvikudaga frá 11-13 og öðrum tímum eftir samkomulagi Afslátturinn reiknast frá í körfunni Sjáið úrvalið í netverslun okkar regnboginnverslun.is BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Úra- og skartgripaversluninni Leon- ard í Kringlunni verður lokað 12. jan- úar, eftir 30 ára rekstur á sama stað. Sævar Jónsson, stofnandi og eigandi verslunarinnar, sem hefur alla tíð lagt áherslu á vandaðar lúxusvörur frá vörumerkjum eins og Gucci, Calvin Klein og Breitling, segir að nú sé komið að kaflaskilum. Verslunin færi sig alfarið yfir á netið. „Nú er flautað aftur, og nýr leikur hefst,“ segir Sævar í samtali við Morgun- blaðið. Sævar er þekktur fótboltamaður og lék með Val hér á landi. Hann var einnig atvinnumaður í Noregi, í Belg- íu og í Sviss. Í síðasttalda landinu kynntist hann fyrst framleiðslu á lúxusúrum. Sævar segir að ný netverslun á vef- slóðinni leonard.is hafi verið sett upp í lok nóvember sl. og hún hafi strax fengið sterk viðbrögð, bæði frá inn- lendum og erlendum viðskiptavinum. „Við ætlum ekki að binda okkur þar við sölu á skartgripum og úrum ein- göngu, heldur að skoða einnig sölu á innlendum snyrtivörum, eins og til dæmis kremum. Allt sem er framleitt á Íslandi er mjög vanmetið,“ segir Sævar í samtali við Morgunblaðið. Forsendur hafa breyst Spurður um helstu ástæður fyrir breytingunum segir Sævar að for- sendur í rekstrinum séu nú orðnar aðrar en þær voru. „Maður sér það á ferðalögum erlendis og almennt í uppgjörum síðustu ára að margt hef- ur breyst. Fólk er farið að kaupa þessar vörur mikið á netinu beint frá útlöndum. Við höfum verið mikið í merkjavöru, og stærri framleiðendur eru farnir að opna sínar eigin versl- anir. Það þýðir að framlegð okkar hefur minnkað, og kostnaður aukist. Áhugi framleiðenda á dreifingu til verslana í minni löndum eins og Ís- landi hefur líka minnkað mikið. Þeir vilja frekar sleppa milliliðum, auk þess sem þeir selja sjálfir mikið á netinu. Það er ekkert gaman fyrir mann að standa í einhverjum búð- arleik ef maður hefur ekkert út úr því,“ útskýrir Sævar. Hann segir að erlendu vörumerkin séu einnig farin að gera auknar kröf- ur til endursöluaðila, sem valdi þeim þá hærri kostnaði. „Þú þarft kannski að eyða milljónum króna í að starf- rækja verkstæði fyrir einhverja úra- tegund.“ Hann segir að börnin hans fjögur hafi einnig haft áhrif á þá þróun sem nú er að eiga sér stað. „Börnin okkar Helgu eiginkonu minnar hafa öll komið að rekstrinum. Elsti sonurinn, sem hefur meðal annars sinnt við- gerðum fyrir okkur, er nú að flytja til Akureyrar. Dæturnar þrjár eru í skóla og í öðrum verkefnum. Þær hafa alltaf unnið í búðinni samhliða en maður finnur að áhuginn er ekki sá sami og var. En þegar ég nefndi þann möguleika að færa okkur yfir á netið fann ég aftur neista hjá þeim að taka þátt í rekstrinum,“ útskýrir Sævar. „Þær eru mjög spenntar fyr- ir því að breyta þessu svona.“ Opnuðu augu hans Hann segir að börnin hafi líka opnað augu hans fyrir því hvað unga kyn- slóðin er að hugsa. „Ungt fólk kaupir nær allt af netinu í dag. Þetta hefur áhrif á mann. Ég er mjög bjartsýnn á netverslunina okkar og hef fulla trú á að hún eigi eftir að vaxa og dafna. Þar munum við bjóða áfram flest þau vörumerki sem eru í dag í búðinni. Fólk þarf því ekki að örvænta þótt verslunin hverfi á braut. Nú getur það bara farið á netið og við sendum vörurnar heim.“ Sævar og fjölskylda munu þó ekki alfarið hætta hefðbundnum versl- unarrekstri með lokun Leonard. Þau reka einnig verslunina Galleria á Hafnartorgi í Reykjavík. Þar er eink- um lögð áhersla á sölu á fylgihlutum og töskum. „Við verðum þar með skartgripi einnig, en engin úr, nema frá ítalska framleiðandanum Gucci. Við viljum leggja áherslu á tísku, og verðum líka með flott vörumerki eins og Burberry.“ Sævar segir að andrúmsloftið á Hafnartorgi sé mjög flott, og það verði spennandi þegar hótel og íbúðir sem eru í byggingu allt í kring verði komin í fulla notkun. „Þetta svæði verður svakalega skemmtilegt.“ En verður Sævar á bak við búðar- borðið í Galleria á nýju ári, eða að stýra tökkum í netversluninni? „Nei, konan sér um það að mestu. Ég er hins vegar með önnur verkefni á prjónunum, aðallega í ferðaþjón- ustu,“ segir Sævar, en vill ekki fara meira út í það að sinni. Hann játar því þó að um sé að ræða tækifæri í svokallaðri lúxusferðamennsku. Aukin verslun Kínverja Sævar kveðst spenntur að sjá hver þróunin verður í komu Kínverja hingað til lands. „Ef þeir fara að koma hingað í auknum mæli gæti það orðið mikil innspýting fyrir verslanir eins og þá sem við rekum. Ef verð er sambærilegt við það sem gerist og gengur erlendis, eins og er hjá okkur, sýnir reynslan erlendis að Kínverjar versla umtalsvert í svona verslunum.“ Sævar hóf innflutning á úrum frá Sviss árið 1991 og stofnaði Leonard í kjölfarið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hér á landi hvað lúxusvarning varðar. „Áður var erf- itt að fá Íslendinga til að kaupa dýr úr, og enginn vildi láta vörumerkið sjást. Í Sviss hins vegar keyptu menn frekar dýrt úr en að fá sér nýj- an bíl eða sófa í stofuna. Ég man að þegar ég var að byrja með verslun- ina í Borgarkringlunni bað ég sér- staklega um að fá enga gripi þar sem Christian Dior-vörumerkið væri sjá- anlegt. Þá myndi varan ekki seljast. Nú er þetta algjörlega öfugt, og vörumerkjavitund hefur tekið stakkaskiptum. Þetta er ungu kyn- slóðinni að þakka. Hún er öll í merkj- unum.“ „Nýr leikur að hefjast“ Morgunblaðið/Eggert Kaflaskil „Við bjóðum fólki núna að kaupa vörur á góðum afslætti til 12. janúar til að hjálpa okkur að losa búðina.“  Leonard lokað í Kringlunni eftir tæplega 30 ára rekstur  Ný netverslun hef- ur þegar fengið góðar viðtökur  Börnin voru spennt fyrir framtíð á internetinu Verslun » Sævar Jónsson stofnaði Leonard árið 1991. » Hann kynntist lúxusúrum úti í Sviss þar sem hann var eitt sinn atvinnumaður í fótbolta. » Fyrst vildi fólk ekki láta sjást í dýr vörumerki eins og Christi- an Dior. Nú er það breytt. 3. janúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.81 121.39 121.1 Sterlingspund 159.03 159.81 159.42 Kanadadalur 92.67 93.21 92.94 Dönsk króna 18.129 18.235 18.182 Norsk króna 13.734 13.814 13.774 Sænsk króna 12.956 13.032 12.994 Svissn. franki 124.79 125.49 125.14 Japanskt jen 1.1122 1.1188 1.1155 SDR 167.25 168.25 167.75 Evra 135.45 136.21 135.83 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.9418 Hrávöruverð Gull 1523.0 ($/únsa) Ál 1799.5 ($/tonn) LME Hráolía 66.65 ($/fatið) Brent Danska tryggingafélagið Europæ- iske ERV A/S tilkynnti ferðaskrif- stofum í viðskiptum við félagið með bréfi dagsettu 17. desember að tryggingafélagið myndi ekki lengur tryggja ferðir bókaðar með flug- félaginu Norwegian gegn gjaldþroti. „Þetta þýðir að bókanir gerðar hjá Norwegian eftir 14. janúar 2020 munu ekki vera tryggðar ef tjón verður vegna eða tengist því að Nor- wegian á ekki fyrir skuldum,“ segir í bréfinu frá Europæiske. „Þetta er mjög skrýtið. Í átta mánuði höfum við aukið tekjurnar,“ segir í svari Norwegian við fyrir- spurn danska TV 2 vegna málsins. Vissu ekki af málinu Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir ferðamálastofu ekki hafa vitað af málinu og að bréf Europæiske komi á óvart. Þá sé um að ræða viðbótartryggingu sem ferðaskrifstofurnar kaupi umfram opinbera tryggingu sem er skilyrði fyrir rekstrarleyfi samkvæmt evr- ópskum lögum. Spurður hvort tryggingafélagið kunni að vera að leggja mat á lausafjárstöðu Nor- wegian svarar Skarphéðinn: „Mér finnst þetta svolítið glannalegt að stíga svona ákveðið fram. Norwegi- an og önnur flugfélög sem eru í rekstri uppfylla þær kröfur sem opinberir aðilar gera til þeirra og gildandi regluverk.“ gso@mbl.is Tryggja ekki gegn gjaldþroti Ótryggt Europæiske breytir skil- málum vegna Norwegian.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.