Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Unnið er að tveimur úttektum  Sjómannafélög krefjast rannsóknar á verðmun á makríl í harðorðri ályktun Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Atvinnuvegaráðuneytið er að kanna ástæður fyrir mismunandi verði á makríl eftir ríkjum. Atvinnuvega- nefnd Alþingis hefur óskað eftir upp- lýsingum og afstöðu fimm ráðuneyta til áhrifa aukins útflutnings á óunn- um fiski og þar er jafnframt óskað eftir viðbrögðum við upplýsingum um verðmismun á makríl. Sjómannafélag Íslands og Sjó- manna- og vélstjórafélag Grinda- víkur sendu í gær frá sér ályktanir aðalfunda félaganna þar sem þess er krafist að fram fari ítarleg rannsókn á verðmyndun makríls á árunum 2012 til 2018. Vísað er til athugunar Verðlagsstofu skiptaverðs á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum útgerða sem reka landvinnslu og bræðslu. Þar komi fram að verðlag sé miklum mun hærra í Noregi, þar sem það miðist við heimsmarkaðsverð, en á Íslandi. Hráefnisverð á makríl hafi verið að meðaltali 227% hærra í Noregi en á Íslandi á þessum árum. Fullyrt er að tekjur útgerðarfyrir- tækja gætu verið tvöfalt hærri ef miðað væri við heimsmarkaðsverð. Rannsakað verði hvort útgerðar- menn séu kjánar sem ekki leiti eftir besta verði og verði þannig árlega af tugmilljarða króna tekjum af makríl. Spurt er hvort tilgangurinn sé að lækka laun sjómanna og komast hjá skattgreiðslum. Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra segir nauðsynlegt og hollt fyrir alla hlutaðeigandi að fram fari athugun á þeim mun sem er á verði uppsjávarafla eftir ríkjum, þó ekki væri til annars en að eyða tor- tryggni og óvissu. Hann getur þess að ráðuneyti hans hafi hafið slíka vinnu í samstarfi við ríki við Norður- Atlantshaf. „Ég vonast til að við get- um fengið niðurstöður fljótlega á þessu ári. Vonandi mun hún leiða í ljós skýringar á þeim verðmun sem hefur verið í umræðunni hér á landi.“ Kemur á óvart Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, segir að álykt- unin komi á óvart. „Til er opinber stofnun, Verðlagsstofa skiptaverðs, sem hefur allar heimildir til upplýs- ingaöflunar um verðmyndun og fær gögn frá fyrirtækjum sem veiða makríl. Sú stofnun afhendir síðan úr- skurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna vikulega samantekt á meðan vertíð stendur yfir. Það eru sjö fyrir- tæki sem um er að ræða í þessum málum. Ég veit ekki til þess að þau hafi á sínum snærum erlend sölu- fyrirtæki og taki þar út óeðlilegan hagnað, eins og ásakanir eru um. Annars er það ekki mitt hlutverk að svara fyrir viðskipti einstakra fyrir- tækja. Hins vegar þekki ég hvernig þessum málum er háttað í úr- skurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna og þar hefur ekkert komið fram sem styður nefndar ásakanir.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, for- maður atvinnuveganefndar Alþingis, vekur athygli á því að mál sem snúa að útflutningi á óunnum fiski hafi ver- ið til umfjöllunar í nefndinni frá því í haust. Nefndin hafi samþykkt sam- hljóða erindi til fimm ráðuneyta sem send hafi verið 12. desember. Hún segist vilja fá viðbrögð ráðuneytanna áður en hún leggi dóm á málið. Minnihluti landsmanna styður ríkisstjórnina, ef marka má niður- stöður Þjóðarpúls Gallup sem RÚV birti í gær. 47% þeirra sem afstöðu tóku sögðust styðja ríkisstjórnina, sem er þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði. Ríkisstjórn- in mælist þó með meiri stuðning en ríkisstjórnarflokkarnir þrír, því þeir eru með rétt ríflega 42% stuðning. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi allra flokka, samkvæmt könnuninni, með tæplega 23% stuðning. Er það nokkru minna fylgi en í síðustu alþingiskosningum 2017. Samfylkingin er með tæplega 14% fylgi, sem er minna en í síðustu könnun Gallup en meira en í kosn- ingum. Miðflokkurinn er með nærri 13% fylgi, meira en í kosningum. Viðreisn mælist með 12% fylgi, sem er nærri tvöfalt meira en í síðustu kosningum. Píratar og Vinstri græn eru með nálægt 11% fylgi. VG hefur misst verulegt fylgi frá kosningum. Framsókn er með 8,6% og Flokkur fólksins með rúm 4%. Minnihluti á bak við stjórnina  Sjálfstæðisflokkur með mesta fylgið í Þjóðarpúlsi Gallup Morgunblaðið/Hari Ríkisstjórnin Fylgi við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dalað. Atvinnuveganefnd Alþingis bið- ur fimm ráðuneyti að kanna samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart fisk- vinnslu innan ESB og sam- félagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum og meta hvort tilefni er til að bregðast við útflutningnum og afleið- ingum hans. Skoðað verði hvernig eignarhaldi innlendra aðila í fiskvinnslum sem kaupa óunninn fisk frá Íslandi er háttað. Áhrif útflutn- ings könnuð ÓUNNINN FISKUR laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Lodge járnpanna, 26 cm Verð 9.500 kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hildur Guðnadóttir hlaut bjartsýnisverðlaunin Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2019 sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins og verndari verðlaunanna, afhenti við hátíðlega at- höfn á Kjarvalsstöðum í gær. Guðni Franzson, faðir Hildar, tók við verðlaununum fyrir hönd hennar en Hildur er nú stödd erlendis. Á myndinni má einnig sjá Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrrverandi forseta, sem og Sigurð Þór Ásgeirsson, staðgengil forstjóra ISAL, en fyrir- tækið hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Hildur hefur einnig verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir tónlistina í myndinni Joker, en þau verðlaun verða afhent aðfaranótt mánudags. Helga Jónsdóttir lögfræðingur hef- ur verið sett í embætti ríkis- sáttasemjara á meðan unnið er úr umsóknum um embættið. Hefur hún þegar tekið til starfa. Helga hefur haft með höndum stjórnunarstörf á vegum opinberra aðila og að alþjóða- málum í mörg ár. Hún var skrifstofu- stjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra og utanríkisráðherra, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar og borgarritari í Reykjavík. Hún átti sæti í stjórn Alþjóðabankans og Eftir- litsstofnunar EFTA (ESA). Hún hef- ur einnig setið í stjórnum stofnana og ráða hér heima. Eftir að Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari tók við starfi ráðu- neytisstjóra í forsætisráðuneytinu var staðan auglýst. Listi um umsækj- endur hefur ekki verið birtur. Helga settur ríkissátta- semjari Helga Jónsdóttir  Unnið er úr um- sóknum um stöðuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.