Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 Fyrir áramótin höfðu 134 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun, að því er fram kemur í frétt á vef for- sætisráðuneytisins. Hjá þessum að- ilum starfa um 60 þúsund starfs- menn en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru að jafnaði um 200 þúsund manns starfandi á landinu á hverjum tíma. Rifjar ráðuneytið upp að við setn- ingu laga nr. 56/2017 um jafnlauna- vottun hafi verið áætlað að lögin myndu ná til um 1.200 fyrirtækja, alls u.þ.b. 147 þúsund starfsmanna, eða um 80% launafólks á landinu. Samkvæmt ofangreindum tölum nær jafnlaunavottun því til 40% þeirra starfsmanna sem lögin taka til. Alls áttu 269 fyrirtæki og stofn- anir að vera komin með jafnlauna- vottun um þessi áramót. Lög um jafnlaunavottun tóku gildi 1. janúar 2018 og ná til fyrirtækja og stofnana með fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli. Fram- kvæmd laganna var skipt í áfanga og skyldu stærstu fyrirtæki landsins með fleiri en 250 starfsmenn öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2019. Sami tímafrestur var settur fyrir opinbera aðila sem eru meira en að hálfu í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa á árs- grundvelli. Síðasti áfanginn verður við árslok 2022, þegar öll fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn skulu hafa öðlast jafnlaunavottun, sam- kvæmt tilkynningu forsætisráðu- neytisins. 133 fyrirtæki og stofnanir með jafnlaunavottun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjórnarráð Unnið er að jafnlauna- vottun fyrirtækja og stofnana. „Þegar við vorum fyrst með Vegan- úar fyrir fimm árum var þetta smátt í sniðum enda vissu ekki margir þá hvað veganismi var. Undanfarin þrjú ár hefur orðið mikil vakning í heiminum öllum sem og á Íslandi á veganisma. Fólki sem tekur upp þennan lífs- stíl hefur fjölgað gífurlega og sama er að segja um almenna vit- und í þjóðfélag- inu um hvað veganismi er. Þróunin hefur líka verið mjög mikil í vöruúrvali í verslunum fyrir grænkera sem og á veitingastöðum, það er mjög auðvelt í dag að vera alveg dýraafurðalaus hvar sem fólk er á landinu,“ segir Valgerður Árnadóttir, varafor- maður Samtaka grænkera á Íslandi, en í gærkvöldi fór Veganúar af stað í sjötta sinn hér á landi. „Veganúar er viðburður, eða áskorun, sem haldinn hefur verið í janúarmánuði og hefur það að markmiði að vekja fólk til umhugs- unar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Við verðum með ýmsa viðburði allan mánuðinn.“ Valgerður segir að þau grænker- ar finni fyrir auknum vinsældum veganisma á Vegan Ísland-face- booksíðu samtakanna. „Árið 2016 voru 2.500 manns skráðir á facebooksíðu okkar en nú 23.000 manns, svo þetta er tíföldun á stuttum tíma. Þetta er einn stærsti facebookhópur á Íslandi í dag,“ segir Valgerður og bætir við að mörg börn taki upp grænkera- lífsstíl, jafnvel upp á sitt eindæmi, þótt foreldrarnir séu ekki vegan, sérstaklega eftir að Greta Thunberg komst í sviðsljósið. „Þess vegna er barnabíó einn af viðburðum Veganúars, svo þessir krakkar geti hist og fundið sam- hljóm. Það verður spilað, spjallað og borðað vegansnarl og sýnd teikni- mynd fyrir börn sem fjallar um að vera góð við dýr og náttúru.“ Meðal viðburða er einnig Trúnó, en þar koma þekktir einstaklingar fram og segja frá hvers vegna þeir urðu vegan. „Sú hugmynd kom frá Landvernd í fyrra og tókst svo vel að við ætlum að endurtaka trúnó í ár með nýjum einstaklingum,“ segir Valgerður sem er spenntust fyrir málþinginu sem verður í lok Vegan- úars, um aukna grænmetisræktun á Íslandi og nýsköpun á því sviði. „Stjórnmálamenn og hagsmuna- aðilar í grænmetisræktun mæta í pallborð og ræða hvort ekki sé hægt að ýta undir aukna möguleika í því á Íslandi. Við grænkerar brennum fyrir því málefni og ég er spennt fyrir að hefja samtalið af einhverri alvöru. Við gerðum það fyrir kosn- ingar 2017 en lítið hefur verið um loforðin síðan þá. Það vantar meiri áherslu á grænmetisrækt á Íslandi.“ Nánar um Veganúar á veganuar.- is og á Facebook/Veganúar. Morgunblaðið/Golli Grænt Valgerður segir sífellt fleiri börn kjósa að vera grænkerar. Veganúar fer af stað í sjötta sinn Valgerður Árnadóttir  Vilja aukna grænmetisræktun hér Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is GRAFÍSK HÖNNUN Lógó bréfsefni bæklingar myndskreytingar merkingar ofl. Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Fitueyðing 15% afslátturí janúar Erfitt er að losna við fitu á ákveðnum svæðum - jafnvel þó þú hreyfir þig og hugsir vel um mataræðið. Fitueyðing, ultrasound tækni eyðir fitu á erfiðum svæðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.