Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Árla morguns í gær, á fyrsta virka
degi ársins, lagði bökunarilm út á
Austurveginn á Selfossi frá GK bak-
aríi. Þetta var fyrsti starfsdagur
fyrirtækisins, sem Guðmundur Helgi
Harðarson og Kjartan Ásbjörnsson
eiga og reka. Þeir tóku á haustdögum
við húsinu þar sem Guðnabakarí var í
áratugi með það fyrir augum að hefja
starfsemi þar að nýju.
„Við stefndum fyrst á jólavertíðina
en sáum síðan að hér þyrfti að breyta
ýmsu og lagfæra svo best væri að
gefa sér rúman tíma í framkvæmdir
og koma sterkir inn strax eftir ára-
mótin eins og gekk eftir. Hér hefur
verið jafn straumur viðskiptavina al-
veg síðan við opnuðum klukkan sjö í
morgun,“ sagði Guðmundur Helgi við
Morgunblaðið í hádeginu í gær.
Í fótspor Guðna bakara
Á sínum tíma störfuðu þeir Guð-
mundur Helgi og Kjartan báðir í
Guðnabakaríi og lögðu fagið fyrir sig.
Störfuðu síðast við bakstur og brauð-
gerð í Reykjavík. Guðni B. Andr-
easen bakari lést árið 2017 og ekki
löngu seinna var starfsemi bakarísins
hætt. Það þótti héraðsbrestur enda
naut fyrirtækið og framleiðsla þess
vinsælda.
„Okkur Kjartani fannst þetta strax
spennandi tækifæri þegar húsnæðið
bauðst,“ segir Guðmundur Helgi.
„Bakaríið á að vera miðdepill í bæj-
arlífinu. Hér getur fólk sest niður og
fengið sér bakkelsi og kaffi og innan-
dyra er húsaskipun þannig að hægt
verður að fylgjast með starfsfólkinu
og taka það tali. Gott samband við
viðskiptavini er afar mikilvægt í
svona starfsemi. Hér verðum við með
brauð og kökur og í fyllingu tímans
ætlum við að bæta við til dæmis súp-
um og smáréttum í hádeginu.“
Bakað í litlum skömmtum
Á fyrsta starfsdegi GK bakarís
voru 20 tegundir af bakkelsi settar í
ofn; normalbrauð, rúnnstykki, vínar-
brauðslengjur og svo mætti áfram
telja.
„Ég veit ekki hvað veldur en kanel-
snúðar eru það skemmtilegasta sem
ég baka og þá eru þeir með marsipani
og kanelfyllingin er með íslensku
smjöri. Ég sló í 420 snúða í morgun
og þeir rjúka út,“ sagði Guðmundur
og bætti við að hátturinn í bakaríi
þeirra Kjartans yrði að baka í litlum
skömmtum yfir daginn.
Almennt hefðu vinnubrögð í bak-
aríum breyst á undanförnum árum;
sú tíð væri liðin að bakarar hæfu
vinnu um miðjar nætur og væru bún-
ir að framleiða dagskammtinn þegar
vinnudagur flestra annarra hæfist.
Ilmurinn á Austurvegi
GK bakarí á Selfossi var opnað í gær Normalbrauð,
rúnnstykki og snúðar Bakaríið verði miðdepill í bæjarlífinu
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Bakarar Kjartan Ásbjörnsson (til vinstri) og Guðmundur Helgi Helgason kampakátir í nýja bakaríinu í gærmorgun.
Kanelsnúðar Alls 420 stykki voru
bökuð hjá GK á fyrsta starfsdegi.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samkvæmt greiningu Landsbank-
ans var verð á hótelgistingu í
Reykjavík 15,8% lægra í desember
síðastliðnum mælt í evrum en í sama
mánuði 2018. Það hafi verið 16. mán-
uðurinn í röð sem verðið lækkaði á 12
mánaða grundvelli. Jafnframt hafi
nýtingin dregist saman.
Gústaf Steingrímsson, hagfræð-
ingur í hagfræðideild Landsbank-
ans, segir aðspurður að minnkandi
nýting hótelherbergja dragi almennt
úr fýsileika þess að ráðast í hótel-
byggingar. Þá sé orðið erfiðara að fá
lán fyrir slíkum framkvæmdum hjá
bönkunum en áður.
Þýðir minni arðsemi
„Að öðru óbreyttu þýðir minni
nýting minni arðsemi. Samt sem áð-
ur er þetta allt annað rekstrar-
umhverfi en í byrjun uppsveiflunnar.
Nýtingin er nú miklu betri en hún
var lengi vel,“ segir Gústaf. Þá sé
herbergjanýtingin í Reykjavík góð í
samanburði við aðrar höfuðborgir á
Norðurlöndum. Í fyrra hafi nýtingin
verið best í Kaupmannahöfn (78,7%),
svo í Reykjavík (76,6%) en svo hafi
Ósló (68,6%) og Stokkhólmur (68%)
verið á svipuðum stað.
Gústaf segir aðspurður að fjár-
magnskostnaður sé hærri á Íslandi
en í hinum löndunum. Það hafi áhrif
á rekstur eignarhaldsfélaga sem
leigi hótelbyggingar til rekstrar-
félaga. Þá hafi launahækkanir á Ís-
landi undanfarin ár verið meiri en
gerist og gengur víða annars staðar.
Hótelherbergjum fjölgaði á höfuð-
borgarsvæðinu á síðasta ári. Þannig
voru 5.069 hótelherbergi á svæðinu í
nóvember 2018 en 5.382 í nóvember
2019. Alls bættust því 313 hótelher-
bergi við markaðinn en til saman-
burðar er 321 herbergi á Fosshót-
elinu á Höfðatorgi í Reykjavík,
stærsta hóteli landsins.
Framboðið mun aukast næstu
mánuði. Áformað er að taka Hótel
Reykjavík við Lækjargötu í notkun í
vor en þar verða 125 herbergi á veg-
um Íslandshótela. Þá stendur til að
opna CenterHótel Granda í maí en
óákveðið er hvort tekin verða í notk-
un 147 eða 195 herbergi í upphafi. Þá
stendur til að taka í notkun 250 her-
bergja Marriott Edition-lúxushótel
við Hörpu síðar á árinu.
Með þessari viðbót verða því allt
að 5.952 hótelherbergi á höfuðborg-
arsvæðinu í lok þessa árs, eða um
17% fleiri en í nóvember 2018. Skal
tekið fram að Marriott Edition-
hótelið er ekki ætlað fyrir almennan
markað heldur sem lúxusgisting.
Ekki útlit fyrir fjölgun
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir útlit fyrir að erlend-
um ferðamönnum muni ekki fjölga
milli ára á fyrri hluta ársins. Meiri
óvissa sé um síðari hluta ársins.
Önnur breyta sé aukið hótelrými.
„Miðað við þessar tvær breytur er
raunhæft að spá því að nýtingin og
meðalverð í evrum verði áfram á
svipuðum slóðum, a.m.k. fram að
sumri. Það lítur ekki út fyrir að þetta
breytist mikið á síðari hluta ársins.
Aukið flugframboð gæti þó haft áhrif
á síðari hluta ársins,“ segir Jóhannes
Þór og vísar til óvissu um stofnun
nýrra flugfélaga.
Því megi gera ráð fyrir áframhald-
andi slaka á markaðnum. Með því
geti núverandi uppbygging annað
eftirspurn í lengri tíma.
„Við vitum um hótelverkefni sem
var frestað í fyrra. Það getur aftur
þýtt að fleiri verkefni frestast þar til
slakinn fer að hverfa,“ segir Jóhann-
es Þór. Hann segir aðspurður að til
langs tíma kunni slakinn á hótel-
markaðnum að styrkja samkeppnis-
hæfni Íslands í ferðaþjónustu.
Ferðamenn geti þá dvalið lengur og
það skilað meiri fjármunum í grein-
ina. Greina megi sömu þróun á hótel-
markaði í Kaupmannahöfn. Þar hafi
verið byggð mörg hótel og útlit fyrir
sams konar slaka á markaði og hér.
Tuga prósenta lækkun
Eigandi nokkurra íbúða sem eru í
skammtímaleigu til ferðamanna í
miðborginni sagði tekjur í krónum
hafa lækkað um a.m.k. 40% frá falli
WOW air. Það væri orðið minna að
hafa út úr leigunni en að leigja íbúð-
irnar út í langtímaleigu.
Þá taldi hann einsýnt að slík
skammtímaleiga bæri sig ekki væru
eignirnar skuldsettar. Hans starfs-
menn hefðu tekið á sig launalækkun
vegna niðursveiflunnar.
Dregur úr hvata til fjárfestinga
Verð á gistingu í Reykjavík hefur farið lækkandi Samhliða er nýting hótelherbergja lakari en áður
Framkvæmdastjóri SAF segir útlit fyrir áframhaldandi slaka á hótelmarkaði Óvissa sé um flugið
Verð á hótelgistingu og herbergjanýting
Meðalverð og nýting á hótelum í Reykjavík 2010-2019
180
160
140
120
100
80
60
40
90%
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
Verð í evrum Herbergjanýting
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Heimild: Landsbankinn
Verð (¤) Nýting (%)
54,9
76,6
140,1
73,8
Kæra lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu vegna synjunar Héraðsdóms
Reykjavíkur á framlengingu á gæslu-
varðhaldi yfir Kristjáni Gunnari
Valdimarssyni, lögmanni og lektor
við Háskóla Íslands, var tekin til með-
ferðar hjá Landsrétti í gær. Niður-
staða fékkst ekki í gær og er búist við
að hún liggi fyrir í dag.
Kristján Gunnar sætti gæsluvarð-
haldi á grundvelli almanna- og rann-
sóknarhagsmuna vegna gruns um að
hafa svipt þrjár konur frelsi og beitt
þær kynferðislegu ofbeldi. Fjórða
konan mun hafa tilkynnt um meint
brot Kristjáns gegn henni. Hann var
látinn laus eftir að héraðsdómur hafn-
aði kröfu lögreglu um fjögurra vikna
gæsluvarðhald.
Úrskurður Landsréttar verður
ekki birtur opinberlega vegna rann-
sóknarhagsmuna.
Viðbrögðin dæma sig sjálf
Tveir réttargæslumenn í máli
Kristján Gunnars hafna því að hafa
brotið gegn þagnarskyldu með því að
hafa rætt um málið við fjölmiðla síðan
það kom upp fyrir jólin, en þeir gæta
réttar meintra brotaþola í málinu. Til-
efnið var frétt í Fréttablaðinu í gær-
morgun þess efnis að lögreglan hefði
haft til skoðunar að beina kröfu til
dómara um að réttargæslumennirnir
yrðu leystir frá störfum af þessum
sökum. Réttargæslumennirnir Saga
Ýrr Jónsdóttir og Leifur Runólfsson
hafna sök.
Saga Ýrr segir í yfirlýsingu að hún
hafi sinnt störfum sínum af heilindum
og með hagsmuni umbjóðanda síns að
leiðarljósi. Hún hafi gagnrýnt ákveð-
in vinnubrögð hjá lögreglunni en ekki
fengið svör. Öðrum vinnubrögðum
hafi hún hrósað.
„Ef rétt reynist að viðbrögð lög-
reglunnar hafi verið á þann veg að
vilja fá mig leysta undan störfum
mínum sem réttargæslumaður, vegna
gagnrýni á verklag og vinnubrögð
lögregluembættisins, þá dæma slík
viðbrögð sig sjálf, að mínu mati.“
Niðurstaða í dag
um gæsluvarðhald
Réttargæslumenn hafna brotum
Morgunblaðið/Hallur Már
Gæsluvarðhald Landsréttur er
með kæru lögreglu til meðferðar.