Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 21
megindráttum sneru tillögur
nefndarinnar að því að auka sam-
heldni innan ríkisstjórna þar sem
rannsóknir höfðu sýnt að sjálfstæði
ráðherra væri óvíða meira en á Ís-
landi.
Í fyrsta lagi taldi nefndin að
aukna samheldni þyrfti til svo að
ríkisstjórnin sameiginlega hefði
meira að segja um stefnumótandi
yfirlýsingar einstakra ráðherra,
fjárhagslega skuldbindandi ákvarð-
anir, þýðingarmiklar reglugerða-
breytingar, embættisveitingar og
stefnumarkandi breytingar á lög-
gjöf. Í annan stað lagði nefndin til
breytingar á hlutverki Stjórnar-
ráðsins gagnvart stofnunum, þar
sem ekki yrðu sérstakar stjórnir og
að samskipti ráðuneyta og stofnana
yrðu efld og tilfærsla starfsfólks
aukin. Í þriðja lagi lagði nefndin til
breytt landslag í mannauðsmálum
Stjórnarráðsins; sérstaka mann-
auðseiningu innan Stjórnarráðsins
ráðuneytum til ráðgjafar. Markmið
með slíkri einingu væri m.a. að
stuðla að hreyfanleika starfsfólks
innan kerfisins og auka samkeppn-
ishæfni ráðuneyta á vinnumarkaði.
Í fjórða og síðasta lagi lagði nefnd-
in það til að styrkja sameiginlega
getu ráðuneytana til stefnumótunar
með uppbyggingu þverfaglegra
greiningar-, stefnumótunar- og
verkefnisstjórnunarteyma innan
Stjórnarráðsins.
Í lokin var skerpt á því sem
Efnahags- og framfarastofnunin
(OECD) hafði haldið að íslenskum
stjórnvöldum; að skýra betur mið-
lægt hlutverk forsætis- og fjár-
málaráðuneytis og samstarf þeirra
þannig að samhengið milli stefnu
ríkisstjórnar og fjárlagatillagna Al-
þingis væri tryggt. Hverfa átti frá
sílóahugsun með samhæfðri stjórn-
sýslu. Aukin „lárétt“ samhæfing
„lóðréttu sílóanna“ er leiðin til að
takast á við „láréttar“ áskoranir
framtíðarinnar. Nefndin lagði ekki
til „samábyrgð ríkisstjórnar“ eða
það sem kallað hefur verið „ríkis-
stjórn sem fjölskipað stjórnvald“
þar sem allar ákvarðanir eru tekn-
ar sameiginlega í ríkisstjórn og all-
ir ráðherrar bera á þeim sameig-
inlega ábyrgð. Nefndin lagði þó til
að æskilegt væri að tryggja með
einhverjum hætti pólitíska sam-
ábyrgð ríkisstjórna í ákveðnum
málum. En hefur sú framtíðarsýn
sem nefndin lagði til gengið eftir?
ER
Það er mat flestra innan
Stjórnarráðsins að samráð og sam-
starf hafi aukist og tekið á sig
breytta mynd eftir síðustu breyt-
ingar á lögum um Stjórnarráð Ís-
lands. Umbætur hafa m.a. snúið að
því að opna stjórnsýsluna, gera
hana gegnsærri, innleiða rafræna
stjórnsýslu og draga úr óskilvirkni.
Sameiginleg ákvarðanataka og
samvinna þvert á kerfið hefur auk-
ist bæði um málefni sem hið pólit-
íska dagskrárvald fjallar um t.d. á
vettvangi ráðherranefnda og m.a.
með tilraunum til að vinna mál inn-
an stjórnkerfismiðju innan hinnar
svokölluðu stofnanadagskrár emb-
ættismanna. En „sílóin“ standa.
Eitt sinn skömmu eftir laga-
breytinguna hélt ríkisstjórnin fund
úti á landi og ákvað að þeirra tíma
hefð að veita stórum fjárhæðum í
uppbyggingu innviða og mannauðs
á sama stað. Viku eftir fundinn
voru sendir sjö embættismenn og
sérfræðingar úr sjö ráðuneytum til
að funda með heimafólki og ganga
frá málum. Þrátt fyrir að allir sér-
fræðingarnir hefðu starfað lengur
en í fimm ár fyrir Stjórnarráðið
voru fimm þeirra að hittast í fyrsta
sinn augliti til auglitis í flugvélinni.
Hér er enn við lýði ráðherra-
stjórnsýsla þar sem ákvarðanir
ráðherra eru teknar í ráðuneytum,
oft ekki með nægilegri yfirsýn yfir
mögulega tengda þætti í öðrum
ráðuneytum sem kunna að skarast
við ákvarðanatökuna í „sílóunum“.
Þessi sílóstrúktúr Stjórnarráðsins
litar annað skipulag og virkni kerf-
isins. Skipulagið gegnsýrir tæplega
20.000 starfsmenn sem starfa í
okkar þjónustu hjá ríkinu og jafn-
vel að hluta þeirra 22.000 sem
sinna okkar málum á sveitarstjórn-
arstiginu. Tæplega 42.000 manns af
197.000 allra á vinnumarkaði eða
rúmlega 21%. Er ekki skynsamlegt
að auka samhæfða ákvarðanatöku í
fámennu samfélagi? Kann að vera
að besta leiðin til þess sé að breyta
og einfalda strúktúr almannaum-
boðsins? Samhliða gæti verið önn-
ur leið að flýta uppbyggingu þann-
ig að öll ráðuneytin yrðu saman á
Stjórnarráðsreitnum með sam-
eiginlegri stoðþjónustu undir einu
þaki. Viljum við ekki að ríkisstjórn
framkvæmdavaldsins sinni málum
og okkur íbúum í einni rútu en
ekki á níu einkabílum?
Ríkisstjórnarfundir eru ekki
stjórnvald, þeir geta ekki tekið
stjórnsýsluákvarðanir á sviðum
einstakra ráðherra. Til þess þarf
atbeina ráðherranna. Stjórnarfar
framkvæmdavaldsins í Svíþjóð er
fjölskipað stjórnvald sem fundar
oftar en tvisvar í viku og tekur
sameiginlega um 20.000 ákvarðanir
á ári. Í Svíþjóð stýra ráðherrar
litlum ráðuneytum og geta ekki
gefið stjórnsýslunni fyrirmæli
nema sameiginlega í gegnum rík-
isstjórn. Þetta hefur meðal annars
í för með sér stóraukið samráð og
pólitíska ákvarðanatöku á ríkis-
stjórnarfundum.
„Vandinn sem við stöndum nú
frammi fyrir hér á landi og víðar
er að lýðræðið er hætt að virka
sem skyldi. Kerfið ræður.“ Svo að
þessi þróun sem formaður
stjórnmálaflokksins vísaði til í
byrjun nóvember verði ekki að
veruleika væri skynsamlegt að fá
almannavaldið til að virka betur í
þágu þeirra sem það veita, almenn-
ings, og breyta kerfinu svo skyn-
söm pólítík eigi auðveldara með að
nýta það almenningi til auðnu. Til
þess að svo geti orðið þýðir ekki
eingöngu að safna reynslusögum
um þjónustu kerfisins heldur verð-
ur að skoða heildarmyndina af
strúktúr þess og einfalda það veru-
lega þannig að virknin geti ráðið
strúktúr og stefnuviðleitnin valdi
menningunni en ekki öfugt.
Höfundur er sérfræðingur í stefnu-
mótun og starfar hjá Capacent.
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
RÝMINGARSALA
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA
Mán. til fös. kl. 9–18
Laugard. kl. 10–16
Sunnud. kl. 12–16
afsláttur af völdum
vörum.
Allt að
70%
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
fasteignir
Viðhorf og markmið kynslóða sveiflast reglulega með
vissu millibili. Þar skiptast á t.d. rómantík og raunsæi,
neysluhyggja og nauðþurftarhyggja, meinlæti og laus-
ung og fleira mætti tína til.
Það er ekki hægt að segja að það sé mikil fjölbreytni
eða hugmyndaauðgi í galleríinu, heldur sveiflast menn úr
einum öfgunum í þá sem eru hinum megin á skalanum.
Svöng þjóð og fátæk reynir allt til að komast úr örbirgð-
inni, en þeim sem vanir eru ofgnótt, þykir lítt til koma og
fyrirlíta helst alla viðleitni manna til fjáröflunar.
Nú er það mest í tísku að nota tíma sinn í að flokka
sorp og kaupa sem minnst í verslunum. Metið ku vera
140 g á fjögurra manna fjölskyldu á mánuði í heimilis-
rusl. Ef þetta yrði viðtekin regla mætti eins leggja hag-
kerfið og samfélagið niður. Það yrði engin verslun og
varla framleiðsla, ekkert heilbrigðiskerfi eða stuðningur
við eitt eða neitt. Við gætum þá eins lokað og farið, en
hvert? Sá síðasti myndi þó slökkva ljósið.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hundrað og
fjörutíu grömm…
Morgunblaðið/Hari
Endurvinnsla Í dag er mikið lagt upp úr sorpflokkun.