Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lengi máfinna for-dæmi í sögunni um stjórnmálalega at- burði, þótt hitt sé rétt að hæpið sé að setja þau eins og ósjálfrátt í ljósritunarvélina. Árásirnar á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í vik- unni hrópa á fordæmin. Bandarísk yfirvöld fullyrða að valdhafarnir í Íran standi á bak við árásirnar á sendiráð þeirra í höfuðborginni og birta sönnunargögn sem renna stoðum undir þær stað- hæfingar. Það kallar strax á minni um tvær ólíkar árásir á bandarísk sendiráð. Báðar höfðu pólit- ískar afleiðingar. Sú síðari er nýleg enda frá árinu 2012 og var á ræðis- skrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbíu. Þar varð mannfall og þar á meðal var sendiherrann sjálfur. Hin er mun eldri, eða frá nóvember 1979 í Teheran í Íran, þegar það var látið heita að stúdentar hefðu ráðist á bandaríska sendiráðið þar og tekið 52 Bandaríkjamenn sem gísla og héldu þeim í 444 daga án þess að Bandaríkin fengju að gert. Demókratarnir Barack Obama (jan. 2009-jan. 2017) og Jimmy Carter (jan. 1977- jan.1981) voru forsetar þá. Í fyrra tilvikinu hafði upp- reisn, sem breyttist í bylt- ingu, undir forystu erki- klerksins Ayatollah Khomeini, hrakið keisara Írans, Reza Pahlavi, frá völd- um. Hann hafði leitað sér lækninga við krabbameini í Bandaríkjunum og heimtuðu klerkar framsal hans. (Keisarinn var skorinn upp af íslenskum lækni í Bandaríkj- unum, Birni Þorbjarnarsyni.) Yfirtaka sendiráðsins þótti niðurlæging fyrir Bandaríkin. Her og leyniþjónusta stór- veldisins skipulögðu aðgerðir til að leysa sendimennina úr haldi en þær mistókust herfi- lega. Átta Bandaríkjamenn fórust af slysförum í þeim að- gerðum, en bjargvættir náðu aldrei á áfangastað. Ekki varð sú hrakför til að styrkja stöðu Jimmy Carter forseta í bar- áttu hans við andstæðinginn, Ronald Reagan, sem sigraði hann af öryggi. Þegar Reagan hafði verið forseti í fáeinar mínútur eftir innsetningarathöfn hans í embættið lét klerkastjórnin loks gíslana lausa. Var það óskabyrjun fyrir Ronald Reagan. En andstæð- ingarnir héldu því auðvitað fram að augljóst mætti vera að hinn ný- kjörni frambjóð- andi hefði ber- sýnilega verið byrjaður að hafa sig í frammi áður en hann tók formlega við og slíkt væri bannað. „Það var eins gott að hann byrjaði,“ sögðu Banda- ríkjamenn og þar með hófst ástarsamband þeirra við Reagan. Fjórum árum síðar vann hann 49 af 50 ríkjum Bandaríkjanna við endurkjör og munaði aðeins tæplega 1.000 atkvæðum að hann ynni það fimmtugasta líka, sem var heimaríki andstæðings hans! Hvað sem því leið stimplaði nöldrið í demókrötum það óviljandi inn að lausn gíslanna væri Reagan að þakka! Seinni árásin í þessari sögu var í Bengazi í Líbíu. Hún átti tengsl við „vorhreingerning- arnar“ skaðlegu sem gerðar voru í nokkrum löndum „fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sem þeir Cameron, Sarkozy og Obama stóðu fyrir í Líbíu, Túnis, Sýrlandi og að nokkru í Egyptalandi, sem var þó fremur pólitísk en hernaðar- leg, þegar Obama ákvað að svíkja Mubarak forseta, sem hafði hugrakkur lengi átt samstarf við Bandaríkamenn og bandamenn þeirra, eins og Sadat fyrirrennari hans, sem galt fyrir þá einurð með lífi sínu. En Obama kaus að ýta undir Bræðralag múslíma, svo sérkennilegt sem það var. Hillary Clinton var utan- ríkisráðherra þegar árásin í Bengazi var gerð og í baráttu hennar og Trumps gerðu repúblikanar harða hríð að henni fyrir „ámælisverða framgöngu hennar“ í aðdrag- anda árásar á ræðisskrifstof- una og dráp sendiherrans. Ekki er ósennilegt að öll sú saga hafi haft áhrif á það hversu hratt Trump lét her sinn bregðast við árásunum á sendiráðið í Bagdad nú. Sam- stundis var liðstyrkur sér- sveita sendur til sendiráðsins skreyttur hefðbundnum hót- unum um stórfelldar hefndar- aðgerðir sem fylgja myndu ef árásarmenn létu sér ekki segjast. Þótt sagan sé ekki gripin glóðvolg út úr ljósritunarvél- unum má augljóst vera að hún leikur stórt hlutverk í þeim háskaleik sem er settur á stóra sviðið á þessum heitasta bletti jarðarkringlunnar ein- mitt núna. Svo er bara að vona það besta. Átökin um sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad kalla fram margvísleg sögubrot} Átök með ættarmót Í upphafi nýs árs er við hæfi að meta árið sem nú er liðið og horfa til þess hvern- ig nýja árið lítur út. Árið 2019 var við- burðaríkt og full ástæða er til að horfa björtum augum á árið 2020. Ísland er á réttri leið og við getum verið full tilhlökkunar gagnvart þeim krefjandi verk- efnum sem bíða og nýjum tækifærum til að gera enn betur. Ríkissjóður hefur aldrei staðið styrkari fót- um og vextir hafa lækkað þrátt fyrir samdrátt- arskeið. Í gegnum þau efnahagslegu áföll, sér- staklega í ferðaþjónustu, sem urðu á árinu sem nú er liðið, hefur verðbólga haldist stöðug og gengið lítið lækkað. Sá grunnur er forsenda þess að hægt sé að vinna áfram að betri lífs- kjörum allra landsmanna. Útlitið í efnahagsmálum í upphafi síðasta árs var ekki bjart. Stærsta úrlausnarefnið voru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Með sam- stilltu átaki og vegna þeirra skynsamlegu ákvarðana sem teknar voru tókst okkur að afstýra óstöðugleika og bæta lífskjör almennings, einkum hinna lægst launuðu, skapa forsendur fyrir aukinn kaupmátt, lægri vexti og stöðug- leika í verðlagsmálum til hagsbóta fyrir alla. Ríkisstjórnin kom með myndarlegum hætti að lausn kjaradeilunnar og mun áfram stuðla að aukinni velsæld hér á landi. Við höfum lækkað tekjuskatt, lengt fæðing- arorlof, aukið barnabætur og stuðning við ungt fólk í hús- næðiskaupum. Allt eru þetta brýn verkefni sem einkum gagnast ungu fólki og hinum tekjulægri. Ég er stolt af því að eiga sæti í ríkisstjórn sem berst fyrir bættum lífskjörum almennings með svo afgerandi hætti. Máttur samstöðu og gagnkvæms skilnings er mikill og árangursríkur. Það mun ég hafa að leiðarljósi í störfum mínum í dómsmálaráðu- neytinu á komandi ári. Þar bíða brýn verkefni á borð við málefni fanga, útlendinga og lög- reglu, svo fátt eitt sé nefnt. Sú bjargfasta trú mín að mikilvægt sé að einfalda regluverk öll- um til hægðarauka verður leiðarljós mitt á nýju ári – meðal annars í breytingum á lögum um áfengissölu, breytingum á lögum um mannanafnanefnd og bættri þjónustu við al- menning. Sannindin um þýðingu samstöðu og sam- heldni þjóðarinnar birtist með óvæntum hætti þegar gífurlegt óveður gekk yfir landið í byrj- un desember. Þar urðum við vitni að því að þúsundir sjálf- boðaliða eru reiðubúnir til að hætta lífi sínu til stuðnings og hjálpar meðborgurum sínum. Allar aðgerðir stjórn- málamanna blikna í samanburði. Þarna sýndu Íslendingar sínar bestu hliðar. Í þeim anda, umhyggju fyrir náung- anum, sem er svo stór þáttur í samfélagi okkar, skulum við byggja framtíðina. Fyrir þessa dýrmætu auðlind ber að þakka, ekki eingöngu um áramót heldur allan ársins hring. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Á tímamótum – og allan ársins hring Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Lestarverkföllin í Frakk-landi höfðu staðið yfir í 29daga í gær og hefur sam-göngukerfi landsins ekki verið lamað jafn lengi frá í maí 1968. Aðgerðirnar beinast gegn áformum ríkisstjórnar Emmanuels Macrons um uppstokkun lífeyriskerfis lands- manna og fækkun þeirra úr 42 í eitt kerfi. Ýmis launþegasamtök önnur en lestarmanna hafa tekið þátt í að- gerðunum einn og einn dag. Í nýársávarpi sínu til þjóðar- innar sl. þriðjudag sagði Macron breytingarnar nauðsynlegar til að lífeyriskerfið yrði sanngjarnara. „Það yrði sviksemi við börnin okkar og börn sem síðar fæðast að gefast upp. Þau myndu þurfa að gjalda þess,“ sagði Macron. Í úttekt sem forsætisráð- herrann Edouard Philippe birti í nóvember sl. var það niðurstaðan að með óbreyttu lífeyriskerfi yrði upp- safnaður halli á því 17,2 milljarðar evra þegar árið 2025 gengi í garð. Stéttarfélögin halda mörg hver því fram að staða launþega verði verri með nýja kerfinu, sérstaklega þó staða opinberra starfsmanna. Í viðræðum deiluaðila til þessa hefur lítt miðað enda stál í stál. Krefst CGT, stéttarfélag starfs- manna frönsku ríkisjárnbrautanna (SNCF) og jarðlestakerfis Parísar (RATP), þess að frumvarpi um breytingar á kerfinu verði í heild sinni kippt til baka. Að óbreyttu verður ekki efnt til nýs samninga- fundar fyrr en 7. janúar. Leiðtogar hins róttæka stéttar- félags CGT hvöttu alla launþega landsins til að sameinast í andstöðu gegn áformum Macrons og taka þátt í verkföllunum sem lamað hafa opin- bera samgöngukerfið á Parísar- svæðinu á annan mánuð. Í ávarpi sínu hét Macron því að gefa ekkert eftir með kerfisbreytingunni sem leiða myndi til þess að launþegar yrðu að vinna lengur. Segir ríkis- stjórnin breytingar sem myndu gera lífeyriskerfið sjálfbærara nauðsyn- legar. Helsti foringi CGT, Philippe Martinez, brást við ávarpi Macrons með því að hvetja til verkfalla „alls staðar“ frá og með næsta mánudegi, bæði meðal „opinberra starfsmanna sem starfsmanna einkafyrirtækja“. „Við verðum að senda hinum sjálfumglaða forseta, sem heldur að allt gangi vel í landinu, kröftugri við- brögð. Við hvetjum alla Frakka til að svara kalli, sækja útifundi og mótmælagöngur og fara í verkfall,“ bætti Martinez við. Lestaverkföllin hafa raskað mjög daglegu lífi milljóna manna sem ferðast með lestum daglega til og frá vinnu. Þá komust þúsundir hvergi um jólin vegna aðgerðanna. Í gær höfðu aðgerðirnar staðið í 29 daga og ekkert útlit er fyrir að þeim linni í bráð. Fram að þessari deilu var lengsta járnbrautarverkfall 28 dagar í desember 1986 og janúar 1987. Stéttarfélögin hafa blásið til fjöldamótmæla og eins dags alls- herjarverkfalls í landinu eftir viku, 9. janúar. Búist er við að þá fái starfsfólk í opinbera samgöngu- geiranum liðsauka frá samtökum kennara, hafnarverkamanna, starfs- fólki sjúkrahúsa og fleiri samtökum opinberra starfsmanna. Starfsmenn í orkugeiranum hafa hvatt til þriggja daga umsáturs um olíu- hreinsistöðvar og eldsneytis- birgðastöðvar frá og með 7. janúar og gæti af þeim sökum komið til bensínskorts. Það hefur vakið eftirtekt fjöl- miðla og almennings að þátttaka starfsfólks hefur dvínað jafnt og þétt í verkföllunum. Vantaði til að mynda aðeins 7,7% starfsmanna SNCF-lestarfélagsins til vinnu á ný- ársdag, sem er langt undir þátttök- unni fyrstu daga aðgerðanna, sem hófust 5. desember sl. Harðastir starfsmanna SNCF hafa lestar- stjórar verið en ekki hefur þurft mikla fjarveru þeirra til að lama lestarkerfið í heild. Athygli hefur og vakið að verkföllin hafa að óveru- legu eða svo til engu leyti raskað daglegu lífi utan Parísarsvæðisins. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var á jóladag studdi naumur meiri- hluti ennþá verkfallsaðgerðirnar. Sættir ekki í augsýn í frönsku metverkfalli AFP Aðgerðir Óeirðalögregla franska innanríkisráðuneytisins króaði í gær af verkfallsmenn í frönsku höfuðborginni og batt enda á aðgerðir þeirra. 0 5 10 15 20 25 30 Lengstu samhangandi verkföll sem hafa haft áhrif á samgöngur (síðan 1985) 28 22 17 15 29 dagar Verkföll í Frakklandi Heimild: AFP Október 2010 Des. 2019 - jan. 2020 Apríl 2010 Nóv. - des. 1995 Des.1986 - jan. 1987

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.