Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. J A N Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  6. tölublað  108. árgangur  HEIMSFERÐIR SÆKJA FRAM Á MARKAÐINUM ORTI EINA VÍSU Á DAG BALTASAR KORMÁKUR SPÁIR HILDI ÓSKARNUM MAGNEA ÞURÍÐUR 10 MENNING 28VIÐSKIPTAMOGGINN A ct av is 9 1 1 0 1 3 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eigendur CenterHótelanna hafa ákveðið að taka 195 herbergi í notkun á CenterHótel Granda þegar hótel, sem er í byggingu á Héðinsreitnum, verður opnað í vor. Það verður við Seljaveg. Fram kom í samtali við Kristó- fer Oliversson, framvæmdastjóra og eiganda CenterHótela, í Morgunblaðinu í desember að það kæmi í ljós hvort 147 eða 195 her- bergi yrðu tekin í notkun í upp- hafi. Að sögn Kristófers er verk- efnið nú að fullu fjármagnað og var því ákveðið að taka öll her- bergin í notkun í fyrsta áfanga. Með því verður CenterHótel Grandi sjötta stærsta hótel lands- ins í herbergjum talið. Það sætir því tíðindum að slíkt framboð komi á markaðinn. Kristófer segist aðspurður bjart- sýnn á ferðasumarið 2020. Það líti ágætlega út með bókanir. Íslandsbanki og Arion banki eru viðskiptabankar CenterHótelanna en með hótelinu á Granda munu þau hafa 8 hótel í miðborginni. Í ViðskiptaMogganum er fjallað um fjármögnun hótelturns í borg- inni sem gæti kostað 7 milljarða. Taka öll herbergin í notkun Teikning/Gláma-Kím/Bastian Bajer Við Seljaveg CenterHótel Grandi.  Eigendur CenterHótel Granda ákveða stærri opnun fyrir sumarið  Um fjörutíu manna hópur vélsleðafólks lenti í hrakn- ingum á Lang- jökli í gærkvöldi. Fólkið, erlendir ferðamenn, lenti í blindbyl við Skálpanes, við rætur jökulsins, og þurfti að grafa sig í fönn. Fólkið komst þó í skjól, bæði í bíl sem kom á staðinn og í skálum á svæðinu. Lögreglumenn og fjölmenn sveit björgunarsveitarfólks fór til að- stoðar. Áður en björgunarmenn komu á staðinn bárust fréttir af því að ekkert amaði að fólkinu og allir með hópnum. Stefnt var að því að koma fólkinu til byggða í nótt. Hópur vélsleðafólks í hrakningum á jökli Á Langjökli Vél- sleðamenn á ferð. Miklar truflanir urðu á samgöngum í gær og búast má við því að svo verði einnig fyrrihluta dags í dag. Í gærkvöldi var farið að bera á út- slætti á raflínum í flutnings- og dreifikerfum, einkanlega í Borgarfirði og á Suðurlandi. Síðdegis í gær var suðvestan hvassviðri eða stormur á landinu, hríð norðvestan til og él víða. Hafði þetta þau áhrif að fjallvegir voru víðast hvar lokaðir. Björgunarsveitir voru kall- aðar út til að bjarga fólki úr að minnsta kosti tíu bílum sem voru fastir á Holtavörðuheiði í blindbyl. Einnig var fólk í vandræðum á Hellisheiði. Innanlandsflugi var aflýst megin- hluta dags sem og millilandaflugi. Raskaði það ferðalögum yfir 8 þúsund farþega Icelandair. Farþegar tepptust í tvo tíma í vél Norwegian Airlines á Keflavíkurflugvelli vegna þess að ekki var hægt að koma þeim úr vélinni. Veðurstofan gaf í gær út gula veðurviðvörun fyrir allt landið vegna hvassviðris og snjó- komu. Gildir hún víðast hvar til hádegis í dag, sums staðar lengur en annars staðar skemur. Vegna veðurs komast samgöngur á landi og í lofti væntanlega ekki í lag fyrr en eftir hádegi í dag. Veðurstofan spáir hvassviðri áfram á morgun og föstudag. Um kvöldmatarleytið í gær urðu bilanir á nokkrum línum Rarik í Borgarfirði og var enn víða rafmagnslaust í sveitum og þéttbýlis- kjörnum þegar blaðið hafði síðast fregnir af í gærkvöldi. Rafmagn var í Borgarnesi. »4 helgi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Reynisfjara Sjórinn lét illa við klettana í Mýrdal í gær enda óveður í aðsigi. Nokkrir ferðamenn voru þó enn á ferð í Reynisfjöru í hríðarkófi og leiðindaveðri. Vegir tepptust víða á landinu. Samgöngur úr skorðum í stormi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.