Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 28
AF LISTAKONU Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Því er oft haldið fram að góðkvikmynda- eða sjónvarps-þáttatónlist sé þess eðlis að maður taki ekki eftir henni, tónlist sem fellur svo vel að því sem er að gerast að hún rennur saman við það. Ég er ekki alls kostar sammála þó að vissulega verði tónlistin að þjóna vel sögu og myndefni og falla að því eins og flís við rass. Tónlist Hildar Guðna- dóttur gerir hvort tveggja, verður eitt með þættinum eða kvikmyndinni en rís um leið upp í hæstu hæðir og verð- ur himnesk, undurfögur og tragísk. Heyr til að mynda tónlist hennar við hina áhrifamiklu þætti Chernobyl, hvernig hún magnar upp hörmungar kjarnorkuslyssins og eftirmál þess. Nú eða tragíska sellótónana sem Jók- erinn, leikinn með tilþrifum af Joa- quin Phoenix, hreyfir sig við í kvik- myndinni Joker, einni þeirri umdeildustu á nýliðnu ári. Kvalinn hugur Jókersins brýst fram í harm- þrungnum sellóstrokum og undur- fögrum laglínum. Líkt og í fyrri verk- um hitti Hildur þar naglann á höfuðið og bjó til fullkomið „score“, eins og menn kalla kvikmyndatónlist innan fagsins. Engan skal því undra að Hildur hafi notið vaxandi velgengni hin síð- ustu misseri og hlotið nú síðast Gold- en Globe verðlaunin fyrir Joker. Fyrsta konan sem fær þau verðlaun, ein og óstudd, því eina konan sem hefur hlotið verðlaunin fyrir bestu tónlist við kvikmynd er Lisa Gerrard sem hlaut þau með Hans Zimmer ár- ið 2001 fyrir Gladiator. Hafa þá örfá- ar konur verið tilnefndar í sögu verð- launanna sem gerir sigur Hildar enn sætari. Næst eru það svo Grammy- verðlaunin, Hildur er tilnefnd til þeirra fyrir Chernobyl og nýjustu fréttir eru þær að hún sé tilnefnd til verðlauna bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Bafta, fyrir Joker (sjá frétt neðar á síðunni). Emmy, Grammy og Óskar? Á mánudaginn, 13. janúar, verður tilkynnt um tilnefningar til Óskars- verðlaunanna en Hildur er á stuttlista yfir tilnefnda og allar líkur á því að hún verði tilnefnd og nokkuð góðar Vandi er um slíkt að spá AFP Verðskuldað Hildur með Golden Globe-verðlaunin á sunnudaginn var. líkur á að hún hljóti Óskarsverðlaun, eða hvað segja spámenn um það? Hér áður fyrr þótti Óskarinn nokkuð fyrirsjáanlegur og ekki óalgengt að sama kvikmynd sópaði að sér verð- launum. Hin síðustu ár hefur niður- staðan verið óvæntari og þóttu síð- ustu verðlaun einkar ófyrirsjáanleg og þá sérstaklega í flokki bestu kvik- myndar. Benti kvikmyndavefurinn Collider t.d. á að hin ólíku fagfélög leikstjóra, framleiðenda, leikara, handritshöfunda og klippara í Banda- ríkjunum hefðu valið ólíkar myndir sem þá bestu, engin tvö félög þá sömu. Slakt gengi kvikmynda sem Netflix framleiddi á Golden Globe- verðlaunahátíðinni í ár, m.a. The Ir- ishman eftir Martin Scorsese sem hlaut engin, þarf ekki að þýða að það sama gerist á Óskarnum þar sem val- ið er í höndum meðlima bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem hefur á að skipa um 8.000 manns, sam- kvæmt vef Forbes. Valið á verðlauna- höfum Golden Globe er aftur á móti í höndum meðlima samtaka erlendra fjölmiðlamanna í Hollywood og í fyrra voru þeir 88 sem sáu um valið, skv. sama miðli. Newman helsta fyrirstaðan? Spávefurinn Awardswatch er með tónskáldið Thomas Newman í fyrsta sæti í spá sinni um Óskarsverðlaunin, fyrir tónlist hans við 1917 sem var valin besta myndin á Golden Globe. Hildur er í öðru sæti en Newman var líka tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna. Hann hefur verið til- nefndur til Óskarsins 12 sinnum en aldrei hlotið þau, sem setur okkar konu í nokkra hættu, skyldi maður ætla. Þykir meðlimum kvikmynda- akademíunnar nú komið að því að Newman fái Óskarinn? Vandi er um slíkt að spá og vandinn enn meiri þar sem endanlegar tilnefningar hafa ekki verið birtar, aðeins stuttlisti. 15 kvikmyndir eru á þeim lista en tónlist við 170 myndir var tekin til kostanna. Það er því afrek, út af fyrir sig, að komast á stuttlistann þar sem finna má verk tónskálda á borð við John Williams, Newman fyrrnefndan, Alexandre Desplat og Alan Silvestri. Allt karlar, nota bene. Óskarsverðlaunin verða afhent í 92. sinn 9. febrúar næstkomandi og hafa aðeins þrjár konur hlotið verð- launin fyrir bestu frumsömdu tónlist- ina, síðast árið 1997. Það var Anne Dudley sem samdi tónlistina við The Full Monty. Mikið væri nú gaman ef íslenskt tónskáld og ung kona þar að auki, hlyti verðlaunin í ár, 23 árum síðar. Krossum fingur. » Óskarsverðlauninverða afhent í 92. sinn 9. febrúar næst- komandi og hafa aðeins þrjár konur hlotið verð- launin fyrir bestu frum- sömdu tónlistina, síðast árið 1997. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut enn eina verðlaunatilnefninguna þegar hún var tilnefnd til Bafta- verðlauna, verðlauna bresku kvik- myndaakademíunnar, fyrir tónlist- ina í kvikmyndinni Joker. Joker fékk flestar tilnefningar til verðlaunanna, 11 alls, þar á meðal Todd Phillips fyrir bestu leikstjórn, Joaquin Phoenix sem besti aðal- karlleikari og sem besta kvikmynd. Once Upon a Time … in Holly- wood eftir Quention Tarantino og The Irishman eftir Martin Scorsese hlutu tíu tilnefningar hvor. Kvikmynd Sams Mendes, 1917, sem hreppti Golden Globe fyrir bæði leikstjórn og sem besta kvik- mynd, er tilnefnd til níu Bafta- verðlauna. Nefndir leikstjórar munu allir keppa um verðlaunin fyrir bestu leikstjórn að viðbættum hinum suð- urkóreska Bong Joon-ho, leikstjóra Parasite. Athygli vekur að engin kona er á listanum en Gretu Gervig hafði verið spáð velgengni fyrir kvikmyndina Little Women. Þá er eiginmaður Gerwig, Noah Baum- bach, einnig hunsaður sem og kvik- mynd hans, Marriage Story, sem gagnrýnendur hafa lofað í hástert. Bafta-verðlaunin verða afhent 2. febrúar næstkomandi. Umtöluð Joaquin Phoenix í hlutverki sínu í kvikmyndinni Joker. Joker tilnefnd til ellefu Bafta-verðlauna „Þetta hefur verið geggjað ár hjá henni og það sem gerir það svo magnað er að hún var með tvö verk sem náðu svona hressilega í gegn, bæði Chernobyl og Jókerinn. Jóker- inn er m.a.s. mynd sem hlaut mis- jafnar viðtökur en tónlistin og leik- ur Joaquin Phoenix standa upp úr í henni. Myndin er að fá viðurkenn- ingu fyrir þetta tvennt,“ segir leik- stjórinn Baltasar Kormákur um vel- gengni Hildar Guðnadóttur. Hildur hefur unnið með Baltasar í tvígang því hún samdi tónlist við þáttaröðina Ófærð sem Baltasar átti hugmyndina að, framleiddi og leikstýrði að hluta og við kvik- myndina Eiðinn sem hann leik- stýrði og fór með eitt af aðal- hlutverkunum í. „Þetta er með allra hraðasta upp- gangi sem maður hefur séð og hún er fullkomlega að þessu komin,“ segir Baltasar og bendir á að tón- listarbransinn í kvikmyndum hafi verið mjög karllægur og lokaður konum þó að nóg sé til af frábærum tónskáldum í þeirra röðum. Sterkur hluti af myndinni „Ég spái henni Óskarnum, ég held að hún vinni hann og hún verð- ur flottur fulltrúi sem fyrsti Íslend- ingurinn til að hljóta verðlaunin,“ segir Baltasar. „Músíkin er svo sterkur hluti af myndinni og áber- andi, hún er ekki í bakgrunninum heldur fær að njóta sín og Hildur nýtir tækifærið til fulls. Svo snýst þetta alltaf um hvernig hún spilar úr því sem hún er með á hendi, fólk hefur skotist upp á stjörnuhimininn og nýtt það misvel en hún er hæfi- leikarík, búin að vinna svo lengi við þetta og er bæði vinsæl og virt af öllum. Hún er búin að vinna vel fyr- ir þessu.“ Baltasar segir frábært að vinna með Hildi, hún sé mjög góð í sam- starfi, ákveðin og berjist fyrir sínu en sé þó alltaf sanngjörn. Komin á tindinn Baltasar er spurður að því hvort ekki sé erfitt að komast upp á topp- inn í kvikmyndabransanum, eins og Hildur hefur gert. Jú, það er erfitt, svarar hann, og mörg tónskáldin sem vildu vera í hennar sporum. Þegar á tindinn er komið séu ekki margir um hituna og algengt að sjá sömu nöfnin tengd bestu bitunum. „Kvikmyndatónskáld geta verið með ansi mörg verkefni á ári, mið- að við leikstjóra, kannski tvær eða þrjár myndir. Jóhann var kominn á þann stað og Hildur núna sem er með ólíkindum.“ helgisnaer@mbl.is „Búin að vinna vel fyrir þessu“  Baltasar spáir Hildi Óskarnum Morgunblaðið/Golli Samstarf Baltasar og Ingvar E. Sigurðsson við tökur á Eiðnum. Hildur Guðnadóttir samdi tónlist við kvikmyndina og einnig þættina Ófærð. Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.