Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„áttu svona?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að grípa
brúðarvöndinn.
BIDDU FALLEGA
HR. KARLMANN-
LEGUR
HÆ, LÍSA … UH, ELSKAN,
ÉG FÉKK HUGDETTU …
ÞÁ VERÐ ÉG
KARLMANNLEGRI
GRETTIR, ÉG HEF ÁKVEÐIÐ
AÐ SAFNA SKEGGI!
MÉR LEIÐIST
SVO!
HELDUR ÞÚ AÐ MÉR LEIÐIST
ALDREI AÐ SINNA ENDALAUSUM
HÚSVERKUM?
ÞÚ HEFUR ÞÓ ALLA VEGA EITTHVAÐ AÐ GERA!
ÞAÐ ER EKKERT FYRIRLIGGJANDI HJÁ MÉR
Í DAG!
PÍPULAGNA-
DEILD
„ÁÐUR EN LENGRA ER HALDIÐ VIL
ÉG MINNA Á AÐ ÞETTA ER REYKLAUS
VINNUSTAÐUR.”
Fjölskylda
Eiginmaður Steinunnar er Stefán
Eiríks Stefánsson, f. 7.5. 1980, starfar
hjá Kviku banka. Þau eru búsett í
Garðabæ. Foreldrar Stefáns eru hjón-
in Jónína Hólmfríður Friðriksdóttir, f.
9.12. 1950, garðyrkjubóndi í Laugar-
mýri, Lýtingsstaðahreppi og Stefán
Oddgeir Sigurðsson, f. 8.6. 1941, fyrr-
verandi sjómaður. Þau búa nú í
Steinaborg í Lýtingsstaðahreppi.
Börn Steinunnar og Stefáns eru
Snorri Þór Stefánsson, f. 21.3. 2005,
nemandi í 9. bekk í Garðaskóla; Frið-
rik Trausti Stefánsson, f. 25.10. 2006,
nemandi í 8. bekk í Garðaskóla, og
Nikulás Flosi Stefánsson, f. 30.7. 2009,
nemandi í 5. bekk í Flataskóla
Systkini Steinunnar eru Nikulás
Árni Sigfússon, f. 8.1. 1980, verkfræð-
ingur hjá Íslandsbanka, býr í Hafn-
arfirði. Hálfsystkini samfeðra eru
Guðrún Mist Sigfúsdóttir, f. 14.7. 1986,
lögfræðingur, býr í Kópavogi; Þorkell
Helgi Sigfússon, f. 17.6. 1988, söngvari
og tónlistarmaður, býr í Kópavogi;
Sindri Sigfússon, f. 22.5. 1995, býr í
Los Angeles. Stjúpbróðir er Daði Már
Guðmundarson, f. 7.6. 1990, býr í
Reykjavík.
Foreldrar Steinunnar eru Hulda
Sigríður Jeppesen, f. 2.4. 1958, sjúkra-
þjálfari, býr í Hafnarfirði, og Sigfús
Þór Nikulásson, f. 6.12. 1957, læknir,
býr í Kópavogi. Stjúpmóðir Stein-
unnar er Mist Þorkelsdóttir, f. 2.8.
1960, tónskáld, var forseti tónlistar-
deildar Listaháskóla Íslands og starf-
ar nú hjá UCLA. Hún býr nú í Los
Angeles. Sigfús og Mist voru gift frá
1984 til 2018. Stjúpfaðir Steinunnar er
Guðmundur Jón Stefánsson „Muggi“,
f. 12.4. 1963, húsgagnasmiður. Muggi
og Hulda gengu í hjónaband árið 1999
og búa saman í Hafnarfirði.
Steinunn Vala
Sigfúsdóttir
Sigfús Sigurðsson
skólastjóri á Stórólfshvoli
Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir
húsfreyja á Þórunúpi og Stórólfshvoli, faðir var Nikulás
Þórðarson, b., hómópati og kennari á Kirkjulæk í Fljótshlíð
Nikulás Þórir Sigfússon
læknir og listmálari á Seltjarnarnesi
Sigfús Þór Nikulásson
læknir í Kópavogi
Guðrún Þórarinsdóttir
húsmóðir og þýðandi á Seltjarnarnesi
Þórarinn Helgason
bóndi á Látrum í Mjóafi rði
Hjálmfríður Lilja Bergsveinsdóttir
ljósmóðir, síðast búsett í Kópavogi
Sigurður Sigfússon
verkfræðingur
Kristín Ómarsdóttir
rithöfundur og skáld
Árni Stefán Björnsson
tryggingastærðfræðingur í Rvík
Sigríður Björnsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ómar Árnason
tryggingastærðfræðingur
í Hafnarfi rði
Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins
Guðrún Ólafía Jónsdóttir
arkitekt í Reykjavík
Jón Sigurður Pálmason
bóndi á Þingeyrum
Hulda Árdís Stefánsdóttir
skólastýra Húsmæðraskólans í Reykjavík og á Blönduósi,
faðir var Stefán Stefánsson skólameistari á Möðruvöllum
og síðar MA, höfundur fyrstu Flóru Íslands
Úr frændgarði Steinunnar Völu Sigfúsdóttur
Hulda Sigríður Jeppesen
sjúkraþjálfari í Hafnarfi rði,
kjörfaðir var Knútur
Jeppesen arkitekt í Rvík
Sigurlín Hermannsdóttir ortiþessa skemmtilegu áramóta-
vísu og birti á Boðnarmiði:
Liðið ár og annað nýtt
á áramótum hanga saman.
Það eldra nokkuð aftursítt
en óráðið er hitt í framan.
Magnús Halldórsson yrkir um
„Drottningu íslenskra fjalla“:
Fegurst mynd úr fjallasal,
fönnin rinda hylur,
því Heklutindi heklað sjal
hefur í skyndi bylur.
Jón Gissurarson tók undir og
sagði: „Hún er allavega drottning
íslenskra eldfjalla. Katla og Askja
eru nú hátt skrifaðar líka. Var það
ekki Egill Jónasson á Húsavík sem
orti svo“:
Öræfanna undur stór ég heyri
Askja leikur þar við hvern sinn fingur
hún er orðin Heklu krafta meiri
hún er nefnilega Þingeyingur.
Ingólfur Ómar Ármannsson kem-
ur úr annarri átt:
Heyrast sköll og fellur fjúk
freðinn völl má líta,
Hamrafjöllin fannadúk
faldar mjöllin hvíta.
Og svo var gefin „rauð við-
vörun“. Guðmundur Arnfinnsson
orti:
Rýkur mjöll um víðan völl,
vindar fjöllin skekja,
veðrasköll frá himnahöll
hamratröllin vekja.
„Skass“ nefnist þessi limra Guð-
mundar:
Hún var uppstökk hún Bína á Bauk
og bálreið á karlinn sinn rauk,
hann kveið sífellt því,
að hvessti á ný,
og var feginn, þegar hún fauk.
Jón Atli Játvarðarson bætti við:
Er Bína var fokin og farin
festist mjög karlinn við barinn
drakk þar mörg skot
en dróst heim í kot
nú illa er víglínan varin.
Það er skemmtilegt þegar hag-
yrðingar kveðast á og hver vísan
rekur aðra. Hallmundur Krist-
insson byrjaði:
Að yrkja það sem enginn hefur áður
samið;
erfiðara æ það reynist,
æði margt í kveðskap leynist.
Dagbjartur Dagbjartsson svar-
aði:
Yrki ég á annað borð
afbragðsdrápu merka
ekkert nema notuð orð
nýtast þar til verka.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Þau eru misjöfn yrkisefnin