Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Færð þú í magann af
mjólkurvörum?
Ekki láta laktósaóþolið
hafa áfhrif á þitt daglega líf.
Laktase töflunar frá
tetesept aðstoða við
meltingu ámjólkursykri.
Forðatöflurmeð virkni sem
varir í 4 klukkustundir.
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Fæst í öllum helstu Apótekum
Jón Páll tók myndina
Mynd af varðskýli Landhelgisgæsl-
unnar um borð í varðskipinu í Þór
var ranglega merkt í blaðinu í gær.
Myndina tók Jón Páll Ásgeirsson,
stýrimaður hjá Gæslunni, og er beð-
ist velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Reglugerð heilbrigðisráðherra sem
kveður á um greiðsluþátttöku
sjúkratrygginga í nýjum búnaði
fyrir sykursjúka með insúlínháða
sykursýki tók gildi 1. janúar síðast-
liðinn. Búnaðurinn hefur til þessa
ekki staðið til boða sjúklingum með
sykursýki hér á landi. Með reglu-
gerðinni er einnig kveðið á um auk-
inn rétt fólks sem er nýgreint með
sykursýki til niðurgreiddra blóð-
strimla til blóðsykursmælinga.
Sérstakir nemar sem fylgjast
með blóðsykri í gegnum húð og not-
endur bera á sér að staðaldri eru
nýlegur búnaður sem hentar vel
fólki með insúlínháða sykursýki.
Sykursjúkir fá nýjan
búnað greiddan
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Þetta á upphaf sitt í því að ég hef
mikið verið að grúska um skáldkon-
ur fyrri tíma. Ég skrifaði meistara-
ritgerð sem ber heitið ,,Enginn
kann tveimur herrum að þjóna“ ár-
ið 2015 og einnig held ég úti fésbók-
arsíðu sem heitir Tófan, en þar hef
ég verið að setja fram ljóð
nítjándualdarkvenna aðallega og
svo birti ég ljóðabækur eftir ís-
lenskar konur á Instagram. Kveð-
skapur nítjándualdarkvenna sem er
í bundnu máli hefur mér alltaf þótt
fallegur og á einhverjum tíma-
punkti fór ég að velta fyrir mér
hvort ég ætti ekki að prófa að setja
eitthvað saman sjálf,“ segir Magnea
Þuríður Ingvarsdóttir sem var ekk-
ert að tvínóna við hlutina heldur
settist niður og byrjaði.
„Ég fór hægt af stað og fyrstu
vísurnar voru alveg ómögulegar hjá
mér, en ég efldist við að finna hvað
ég átti erfitt með þetta svo ég fór
að leita mér fanga um bragfræði.
Ég átti í fórum mínum kennslu-
fræði frá því ég var í tímum í brag-
fræði í Kennó svo hef ég safnað hin-
um ýmsu bókum um bragfræði að
mér til dæmis rímum Sveinbjörns
Beinteinssonar. Þetta snýst um að
æfa sig og ég hét því um áramótin
síðustu að setja saman eina bundna
vísu á dag allt árið, og það gekk eft-
ir,“ segir Magnea Þuríður og bætir
við að efniviðinn sæki hún aðallega í
hversdagslega hluti, eins og veðrið,
köttinn, hundinn og önnur dýr í
kringum sig. „Ef ég fór í ferðalag
þá orti ég um það sem varð á vegi
mínum, hvort sem þar var íslenskur
jökull eða trén á Tenerife. Þetta var
ótrúlega skemmtilegt en ég var
samt alltaf að fara aftur á upphafs-
reit og skoða betur hvernig stuðlar
og höfuðstafir áttu að vera og rímið.
Hákveður og lágkveður og karlrím
og kvenrím. Ég byrjað hvern ein-
asta dag á því að setjast niður og
glíma við bragfræðina og þetta hef-
ur verið þrælerfitt, ég var stundum
alveg buguð, enda er ekki létt að
yrkja bundið þegar maður hefur
aldrei gert það áður. Þetta var
virkilega ögrandi verkefni, en eftir
nokkra mánuði var ég farin að geta
ort svolítið, ég æfðist og fór að
yrkja aðeins dýrara, takast á við
erfiðari bragarhætti. Ég hef verið
að glíma við hringhendur og er
bara nokkuð stolt af þeim. Und-
anfarið hef ég svo verið að reyna
við lengri ljóðaform eins og ljóða-
bréf. Aðalglíman er samt að koma
frá sér efni sem hefur eitthvert
innihald sem skiptir máli.“
Fyrirmyndin í Steinunni
Magnea Þuríður segist hafa
rekist á Hyndlurímur eftir Stein-
unni Finnsdóttur frá Höfn, en hún
var fædd á sautjándu öld.
„Steinunn orti rímnabálk út frá
fornum kveðskap Hyndluljóða en
þar segir af konu sem breytir stjúp-
dóttur sinni í tíkina Hyndlu. Hyndla
þessi fellir á níundu hverri nóttu
haminn sinn. Álögin léttust ekki af
henni fyrr en kóngssonur hét því að
kvænast henni. Þessi rímnabálkur
Steinunnar inniheldur fimm hundr-
uð vísur og það efldi mig til dáða.
Nú eru þær orðnar rúmlega þrjú
hundruð hjá mér og ég hætti ekki
fyrr en þær verða orðnar fimm
hundruð,“ segir Magnea Þuríður og
hlær.
„Ég hef verið að eltast við að
æfa mig í hinum ólíkustu bragar-
háttum og þetta hefur verið svaka-
leg hugarleikfimi að kljást við þetta.
Orðaforði okkar nútímafólks er ekki
sá sami og fyrri tíma fólks, svo ég
hef verið að reyna að tileinka mér
fallegan orðaforða og safnað saman
fallegum orðum frá fyrri tíð til að
hafa í því sem ég set saman. Ég
nota til dæmis gömul veðurorð úr
Skagafirði. Þetta smitast líka út til
barnabarnanna, þau hafa aðeins
verið að spreyta sig á þessu. Ég les
upphátt fyrir fólkið mitt það sem ég
hef sett saman, til að heyra hvernig
það hljómar, en mig langar að læra
að kveða þetta. Ég geri það einn
góðan veðurdag.“
Gerði eina vísu á dag í heilt ár
Fólk setur sér hin ólík-
ustu heit um áramót og
Magnea Þuríður ákvað
fyrir einu ári að setja
saman eina vísu í
bundnu máli á dag á
árinu 2019. Og stóð við
það. En hún segir það
hafa verið heilmikla
glímu að takast á við hið
bundna form.
Morgunblaðið/RAX
Magnea Þuríður Hún hefur ort margar vísur um veðrið og sitt nánasta umhverfi, hvar sem hún er hverju sinni.
Lok janúar
Jökull heill, þér gamli jötna og jaka
smiður
þorrinn kveður, þú mikli efniviður.
júlí
Blásorfin fjöll, fagrir dalir við
foldarból
í fjarska nú sýnast fjöllin
fjólublá eins og tröllin.
desember
Dagur rís með hélu, hrími og
hjálmaböndum
Á norðurhjara norpa menn
í nepjukulda og frosti enn
brotnar klaki brestur ís
er bergrisinn úr rekkju rís
er hann fálmar eftir sinni fögru
fjalladís.
Hringhenda
Yfir hólum er að sjá
ímuð bólin hrjúfu
hækkar sólin himnum á
höldum jólin ljúfu.
Jöklar, veður
og jólin ljúfu
SÝNISHORN FRÁ MAGNEU