Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020
kennslu við Hlíðaskóla. Þar vor-
um við samtíða í átján ár. Þóra
kenndi raunar alla sína starfstíð
við Hlíðaskóla.
Við vinkonurnar áttum marg-
ar góðar stundir saman og fórum
meðal annars í mörg ferðalög
bæði innanlands og til útlanda.
Eftirminnileg er fyrsta utan-
landsferð okkar, útskriftarferð
ásamt bekkjarfélögunum til Nor-
egs þar sem við gistum á far-
fuglaheimili í Osló. Eftir viku ferð
um landið ásamt félögunum fór-
um við Þóra til Bergen og sigld-
um þaðan til Þrándheims. Við
höfðum keypt okkur fína strá-
hatta til að hafa, þegar við værum
úti á þilfari og nytum útsýnisins
til strandarinnar, en því miður
var dimm þoka alla leiðina svo
aldrei sást til lands. Það var hins
vegar aldrei dimmt yfir sam-
skiptum okkar Þóru alla okkar
vegferð saman, þar ríkti heið-
ríkja þar til yfir lauk. Fyrir
óhagganlega vináttu hennar er
ég þakklát.
Þóra kynntist Bjarna Sig-
hvatssyni, miklum öðlingsmanni,
fyrir áratugum. Þau gengu í
hjónaband og eignuðust synina
Kristján og Ingimar. Barnabörn-
in eru orðin sjö. Í félagi við annan
soninn áttu Bjarni og Þóra sum-
arbústað þar sem þau ræktuðu
og hlúðu að gróðri. Þóra var mikil
blómakona og bar heimili hennar
og garðurinn hennar þess glögg
merki. Vandvirkni hennar og al-
úð kom þar fram sem og á öllum
öðrum sviðum tilveru hennar.
Ég kveð nú með þessum orð-
um mína yndislegu vinkonu og
bið aðstandendum hennar bless-
unar.
Hvíli hún í friði.
Valborg Elísabet
Baldvinsdóttir.
Þóra Alberta Guðmundsdóttir
var falleg kona með hlýtt blik í
augum. Hún var hógvær í allri
framgöngu, glaðleg og skilnings-
rík.
Það var yfir henni ró og yfir-
vegun, en hún hafði einnig til að
bera ákveðni, allt kosti sem nýt-
ast vel í krefjandi kennarastarfi.
Sem kennari var hún fyrir-
mynd okkar margra og við vild-
um svo gjarnan líkjast henni í
starfi.
Hún hafði ástríðu og metnað
fyrir kennarastarfinu og góða yf-
irsýn og þekkingu á námsefni
nemenda sinna. Hún vandaði all-
an undirbúning og úrvinnslu
kennslustunda og var örlát á
þann tíma sem sú vinna gat tekið.
Hún fylgdist einnig vel með nýj-
ungum sem hún svo nýtti við
kennsluna og var óspör á að
miðla okkur af reynslu sinni og
þekkingu. Hún talaði um þá
miklu ábyrgð sem okkur kennur-
um er falin og hversu miklu það
skipti að okkur væru ljós áhrifin
sem við hefðum á æsku og þroska
barnanna sem okkur væri ætlað
að fræða og kenna.
Þóra Alberta var einstaklega
farsæl í starfi því hún lagði sig
fram við að hlusta á, skilja og efla
hvern einstakling sem henni var
trúað fyrir. Vegna þessa var
henni oft falið að sinna nemend-
um sem þurftu sérstaka hand-
leiðslu.
Við sem erum svo lánsöm að
hafa unnið með Þóru Albertu í
Hlíðaskóla eigum margar ljúfar
og góðar minningar um einstaka
konu. Við þökkum af einlægni
fyrir tímann sem við áttum þar
saman, hann er okkur ómetan-
legur, einstakur.
Við sendum Bjarna og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks Hlíða-
skóla
Linda Björg Pétursdóttir,
Sigurbjörg Ingimundardóttir,
Þóra Elsa Gísladóttir.
✝ Dóra Kristjáns-dóttir fæddist í
Reykjavík 19. des-
ember 1951. Hún
lést á Sankt Lukas
Hospice í Hellerup
13. desember 2019.
Foreldrar hennar
voru Helga Þórðar-
dóttir, f. 2. sept-
ember 1926, d. 28.
júlí 2016, og Krist-
ján Eysteinn Gunnlaugsson, f.
13. maí 1925, d. 25. apríl 1971.
Systkini hennar eru 1) Anna, f.
19. ágúst 1950, maki Jón Her-
steinn Jónasson, f. 25. maí 1949,
2) Gunnlaugur, f. 28. apríl 1957,
d. 30. apríl 2000, maki Sigríður
Kristjánsdóttir, f. 11. júní 1956,
og 3) Þórður, f. 14. janúar 1959,
maki Tina Inger Olsen Krist-
jánsson, f. 4. september 1963.
2004. Þau skildu. Maki 2) Sabina
Rasmussen, f. 30. ágúst 1979,
barn þeirra c) Lukas Björn, f.
31. maí 2013. 3) Kristján Björn,
f. 5. maí 1988. Unnusta Camilla
Holm Gravgaard, f. 14. febrúar
1987.
Dóra útskrifaðist sem
hjúkrunarfræðingur árið 1974
og sem ljósmóðir árið 1979. Hún
vann á barnadeild Landakots og
fæðingardeild Landspítalans
þangað til fjölskyldan fluttist til
Danmerkur árið 1984. Í Dan-
mörku vann Dóra sem hjúkr-
unarfræðingur á sjúkrahúsum í
Kaupmannahöfn og Óðinsvéum.
Síðustu 20 árin vann hún sem
heimahjúkrunarfræðingur og
við vistunarmat (visitator) í
Valby.
Dóra gekk í Oddfellowregl-
una í Kaupmannahöfn árið 2002
og var virk í starfi Reglunnar
allt til loka.
Útför Dóru fór fram frá Esa-
jas Kirke í Kaupmannahöfn 28.
desember 2019. Minningar-
athöfn fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, 8. janúar 2020, og
hefst athöfnin kl. 14.
Dóra giftist árið
1974 Árna Birni
Björnssyni, f. 7.
mars 1951. For-
eldrar hans eru
Erla Jónsdóttir, f.
1. apríl 1927, og
Björn Björg-
vinsson, f. 12. sept-
ember 1916, d. 12.
ágúst 1978.
Börn Dóru og
Árna eru 1) Helga
Björg, f. 9. desember 1974, maki
Henrik Jørgensen, börn þeirra
eru a) Tobias Björn, f. 19. des-
ember 2000, b) Casper Björn, f.
24. júní 2002, og c) Malthe
Björn, f. 4. desember 2008. Þau
skildu. 2) Markús Björn, f. 10.
desember 1976. Maki 1) Janni
Arnason, börn þeirra eru a) Car-
oline Marie, f. 19. nóvember
2000, b) Noah Björn, f. 16. júlí
Dóra, eins og hún var alltaf köll-
uð í fjölskyldunni okkar, giftist
Adda bróður og mági árið 1974.
Dóra var alltaf glöð og sérlega
elskuleg og það var gott að vera í
návist hennar. Var hún alla tíð mik-
ilvægur hlekkur í fjölskyldunni.
Dóra og Addi hafa búið í Kaup-
mannahöfn undanfarna áratugi en
þau fluttu þangað á árinu 1984.
Samgangur milli okkar hefur því
verið minni en við hefðum gjarnan
viljað.
Við hjónin eigum þó margar
minningar um ánægjulegar stund-
ir með Dóru. Sérlega minnisstætt
er þegar við hjónin bjuggum einnig
í Kaupmannahöfn um tveggja ára
skeið og höfðum þá meiri samgang.
Á þeim tíma nutum við meðal
annars góðs af starfi hennar sem
ljósmóður, daginn sem annar son-
ur okkar fæddist. Þá kom Dóra til
okkar snemma um morguninn og
dvaldi þar til tími var kominn til
þess að fara á fæðingardeildina.
Það var yndislegt að njóta öryggis
og hlýju með því að vera í góðum
höndum hennar Dóru.
Síðastliðin ár höfum við hist oft-
ar en áður var. Bæði hafa Dóra og
Addi ferðast oftar til Íslands og
við svo meðal annars farið saman í
aðventuferðir.
Samband Dóru og Adda hefur
borið ríkulegan ávöxt en þau eiga
þrjú börn og sex barnabörn sem
eru öll búsett í Danmörku. Allt
myndarfólk sem vegnar vel og við
hittum reglulega.
Addi, Helga, Markús og Krist-
ján. Guð gefi ykkur og fjölskyld-
um ykkar styrk. Elsku Dóra, takk
fyrir allar góðu stundirnar sem við
fengum að njóta með þér.
Kristín E. Björnsdóttir,
Kristján Arinbjarnar.
Dóra mágkona mín og mjög
góð vinkona er látin eftir langa
baráttu við krabbamein en hún
var tæplega 68 ára gömul er hún
lést. Hún greindist fyrst með
brjóstakrabbamein fyrir um það
bil 25 árum en fékk 17 góð ár þar
til hún greindist aftur með
brjóstakrabbamein. Eftir það áfall
leið ekki langur tími þar til í ljós
kom að meinið hafði dreift sér. Á
síðustu fjórum árum hefur hún
háð harða baráttu og var ekki
tilbúin að gefast upp en varð að
lúta í lægra haldi og lést hún á
líknardeild í Kaupmannahöfn
föstudaginn 13. desember sl.
Við Dóra höfum átt margar
góðar stundir saman allt frá því að
bróðir minn, Árni Björn, kynnti
hana fyrir fjölskyldunni. Þrátt
fyrir að þau flyttu til Kaupmanna-
hafnar 1984 hefur vináttan og
sambandið haldist og við átt
margar samverustundir bæði á Ís-
landi og ekki síður úti í Kaup-
mannahöfn. Á heimili þeirra og
barna þeirra áttum við ánægjuleg-
ar samverustundir.
Sérstaklega kemur upp í hug-
ann ferðalag um Ísland árið 2013
er við fengum sumarhús austur í
Úlfsstaðaskógi í viku. Var keyrt
hringinn í kringum landið og skoð-
aðir markverðir staðir og sérstak-
lega fannst henni ánægjulegt að
fara að Eiríksstöðum í Jökuldal,
þaðan sem faðir hennar var ætt-
aður. Átti hún góðar minningar
þaðan frá barnæsku.
Dóra var jákvæð, úrræðagóð og
mjög gestrisin og leið manni alltaf
vel í návist hennar.
Dóra gekk til liðs við Oddfellow-
regluna í Danmörku árið 2002.
Hún starfaði mikið fyrir stúkuna
sína og var virk allt til loka. Þar
sem við vorum báðar í Oddfellow-
reglunni fór ég oft með henni á
fund í Danmörku og hún með mér
hér heima. Við höfðum því alltaf
um margt að ræða þegar við hitt-
umst.
Dóra hugsaði vel um fjölskyldu
sína og lagði mikið upp úr sam-
verustundum. Hún var vinmörg og
ræktaði samband við fyrrverandi
samstarfskonur sínar og hittust
þær reglulega. Jafnframt höfum
við systkinin gert í því að hittast
hin síðari ár og m.a. farið í að-
ventuferðir saman. Síðasta sam-
verustundin var í Kaupmannahöfn
viku áður en Dóra lést. Sú ferð var
skipulögð um haustið og vonuð-
umst við til þess að Dóra yrði
nægilega hress til að geta upplifað
jól í Kaupmannahöfn með okkur.
Því miður var það ekki svo og við
heimsóttum hana á líknardeildina
þar sem hún var orðin mjög veik.
Það var kveðjustundin.
Eitt af því sem við Dóra höfðum
gaman af var að fara í búðir saman
og skoða föt. Notuðum við hvert
tækifæri þegar við hittumst. Dóra
var mjög nösk á að sjá hvað hentaði
og var hún sjálf alltaf mjög vel
klædd. Hún var minn ráðgjafi við
þessi tækifæri. Ég á eftir að sakna
þessara búðaferða mikið. Á ferð
minni til Kaupmannahafnar í des-
ember fór ég í fatabúðir með litlum
árangri, enda vantaði Dóru. Við
hjónin fórum síðan upp á líknar-
deild í heimsókn og sagði ég Dóru
að ég hefði saknað hennar í búð-
arferðinni, mig hefði vantað minn
sérlega ráðgjafa við val á fötum, og
fékk ég þá örlítið bros frá henni.
Þetta voru okkar síðustu samskipti.
Við eigum eftir að sakna Dóru
mikið og sendum eiginmanni
hennar, Árna Birni, börnum
þeirra þeim Helgu Björgu, Mark-
úsi og Kristjáni og börnum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Hins vegar getum við þakkað
fyrir allar góðar minningar frá
samverustundum með Dóru og er
það ekki lítils virði og vert að
hugsa um og meta.
Guðlaug Björg Björnsdóttir.
Dóra
Kristjánsdóttir
var eflaust mikilvægastur af
öllu. Þá vissi ég líka að kveðju-
stundin væri ekki langt undan.
Ég þakka fyrir að hafa átt þig
að í öll þessi ár, langflest þeirra
við góða heilsu og með þína
óþrjótandi fróðleiksfýsn og
hjálpsemi. Að þeim liðnum er
það söknuðurinn sem eftir situr.
Ég syrgi þig í dag elsku amma,
en framvegis verður þér og
þínu lífshlaupi aðeins fagnað.
Hvíl í friði hjá þínum guði.
Kjartan Ólafsson.
Sú síðasta úr vinahópi for-
eldra okkar, Ágústa Gísladóttir,
er látin. Ágústa hefur verið
tengd fjölskyldu okkar alla okk-
ar ævi, hún var besta vinkona
móður okkar og eiginmaður
hennar Davíð Ólafsson einhver
besti vinur föður okkar. Vinátta
milli þessara tveggja heimila
var áreiðanlega einstök og bar
þar aldrei skugga á.
Við minnumst skemmtilegra
samverustunda vinkvennanna
sem mamma eignaðist þegar
hún kom til Reykjavíkur.
Mamma bjó þá í Skólastræti, en
þessi hópur átti heima þar í
kring. Þessar vinkonur voru
auk mömmu, Sveinbjargar
Blöndal, og Sigríðar systur
hennar, þær Ágústa Ahrens
(Söster), Ágústa Gísladóttir,
Birna Petersen og Gerða Her-
bertsdóttir. Allt fram á síðasta
dag hafði Gústa gaman af því
að minnast unglingsáranna með
þessum hópi og segja skemmti-
legar sögur frá böllum á Borg-
inni og ýmsum bernskubrekum
og hló hún mikið að þessum frá-
sögnum. Í okkar minni voru
þær síhlæjandi og alltaf mátti
þekkja hláturinn í Gústu.
Áhugi Gústu á ferðalögum
var mikill og ferðuðust hún og
Davíð víða, bæði vegna atvinnu
hans og ekki síður á eigin veg-
um þar sem þau óku um Evr-
ópu og víðar. Þau ferðuðust um
landið og fóru í gönguferðir á
vegum Ferðafélagsins, en Davíð
var um tíma forseti þess. Heim-
ili þeirra einkenndist af gest-
risni enda húsráðendur glað-
lyndir og höfðingjar heim að
sækja. Gústa var einstök kona,
kát og skemmtileg en samt
mjög öguð og ströng við sjálfa
sig. Hún hugsaði vel um heils-
una, enda bar allt hennar útlit
það með sér. Hún hafði mikinn
áhuga á umhverfi sínu og fylgd-
ist vel með í bókmenntum og
listum.
Gústa gekk úti hvern einasta
dag. Gekk hún um í portinu fyr-
ir framan Grund, en þar bjó hún
síðustu árin. Á Grund fékk hún
góða umönnun og var alltaf
þakklát fyrir allt sem fyrir hana
var gert. Hún er ein jákvæðasta
manneskja sem við höfum
kynnst. Eitt af síðustu skiptum
sem við komum til hennar sat
hún í matsalnum teinrétt í baki,
sólbrún í andliti og snjóhvítt
hárið enn fallegt, þykkt og
glansandi. Hún var fallega
klædd eins og alltaf. Okkur var
starsýnt á hana, hve falleg og
tignarleg hún var. Það var alltaf
gaman að hitta Gústu og heyra
hana segja „þið ungu konurnar“
við okkur sem allar erum á átt-
ræðisaldri. Hún var óspör á ráð-
leggingar um að lifa heilbrigðu
lífi, vera úti og umfram allt að
ferðast eins lengi og mögulegt
væri. En lokaorð hennar þegar
við kvöddum voru oftast „munið
að gleðjast daginn sem ég fer
því nú er nóg komið“.
Gústa átti gott líf, góðan
mann, góð börn og barnabörn.
Sigrún dóttir hennar hefur búið
erlendis í allmörg ár en sinnt
mömmu sinni af bestu getu, en
Ólafur sonur hennar hefur varla
látið nokkurn dag líða án þess
að líta til mömmu sinnar. Einn-
ig á Gústa góð barnabörn og
hefur Mikki, elsta barnabarnið,
að öðrum ólöstuðum, verið
henni ómetanleg stoð og stytta.
Guð blessi minningu Ágústu
Gísladóttur.
Ólöf, Soffía og
Helga Kjaran.
✝ Jón GuðbjörnJúlíusson
fæddist á Arnar-
stapa 24. apríl
1944. Hann lést á
Hrafnistu, Nesvöll-
um í Reykjanesbæ,
2. janúar 2020.
Foreldrar hans
voru Júlíus Sól-
bjartsson, f. 24.7.
1897, d. 9.7. 1977,
og Guðrún Ágústa
Sigurgeirsdóttir, f. 14.8. 1905,
d. 25.12. 1984.
Systkini hans eru Sigvaldi
Kristinn Júlíusson, f. 6.10. 1926,
d. 13.8. 1985. Oddgeir Sig-
urberg Júlíusson, f. 6.2. 1928, d.
16.8. 2003. Sólmundur Gunnar
Torskjöld Júlíusson, f. 10.5.
1929, d. 16.7. 1980. Áslaug
Klara Júlíusdóttir, f. 2.2. 1932,
d. 21.8. 2007. Sólbjartur Sig-
urður Júlíusson, f. 11.9. 1933.
Jón fór í sambúð árið 2000
með Sumarrós Fjólu Hans-
dóttur, f. 27.10. 1947. Börn
hennar eru Hans Ómar Borg-
arsson, f. 26.10. 1965, Sólveig
Björndís Borgarsdóttir, f. 2.6.
1968, Ólafur Björn Borgarsson,
f. 31.12. 1972, Sævar Ingi
Borgarsson, f. 2.12. 1974, Þór-
arinn Örn Þórarinsson, f. 9.2.
1984, Þorgils Arnar Þór-
arinsson, f. 22.3. 1988. Jón og
Sumarrós bjuggu á Sandholti
30 í Ólafsvík og síðar í Reykja-
nesbæ og Garðinum. Á þeim
árum sem þau bjuggu fyrir
sunnan dvöldu þau stórum
hluta af árinu í sumarhúsi sínu
á Arnarstapa. Jón tók son
bróðurdóttur sinnar Daníel
Þorgeirsson, f. 12.9. 1980, til
fósturs. Tveir yngstu synir
Sumarrósar, Þórarinn og Þor-
gils, bjuggu einnig tímabundið
hjá þeim í Ólafsvík og reyndist
hann þeim sem besti faðir. Jón
eignaðist fjölmörg barnabörn
og barnabarnabörn.
Útför Jóns fer fram frá
Ólafsvíkurkirkju í dag, 8. jan-
úar 2020, kl. 14 og verður hann
jarðsettur í Hellnakirkjugarði.
Hörður Júlíusson, f.
18.6. 1936. Halldór
Rúnar Júlíusson, f.
5.7. 1937, d. 13.2.
1968. Hilmar Júl-
íusson, f. 24.9.
1938, d. 19.11.
2009. Hjálmtýr
Ragnar Júlíusson, f.
30.6. 1940, d. 19.9.
2009. Kristjana
Hulda Júlíusdóttir,
f. 6.4. 1947. Róbert
Hólm Júlíusson, f. 29.11. 1948.
Jón ólst upp á Arnarstapa
Snæfellsnesi en fluttist til Ólafs-
víkur 1961. Jón starfaði við ým-
is fiskvinnslustörf og síðar í
Áhaldahúsi Snæfellsbæjar í yfir
40 ár. Jón var þúsundþjala-
smiður, hann átti þátt í að
byggja Ólafsvíkurkirkju og Fé-
lagsheimilið Klif sem og að
ganga í ýmiskonar störf fyrir
Snæfellsbæ.
Ég rita nú kveðjuorð til bróður
míns sem var mér góður vinur.
Jón var alla tíð rólyndismaður.
Hann hugaði vel að systkinum
sínum og síðar að systkinabörn-
um. Börnunum mínum þótti allt-
af einstaklega gott og gaman að
koma til Ólafsvíkur og dvelja hjá
Jóni. Þar var alltaf til appelsín í
gleri og Cocoapuffs sem vakti
lukku. Við fjölskyldan komum oft
vestur og áttum við bræður þá
gjarnan vinnuskipti, Jón spraut-
aði fyrir mig bílinn og ég aðstoð-
aði hann við húsið. Við áttum
einnig margar samverustundir í
sumarbústaðnum hans Jóns, sem
staðsettur var á okkar heimaslóð-
um á Arnarstapa. Einnig fórum
við í nokkrar útilegur og var okk-
ar síðasta útilega saman á Arn-
arstapa sumarið 2011 þegar við
héldum ættarmót.
Jón kom alltaf við á Skaganum
í kaffi og með því þegar leið hans
lá suður til Reykjavíkur. Við
bræður áttum það nú sameigin-
legt að finnast kökur og sæta-
brauð gott enda vanir kvöldkaffi
hjá mömmu.
Minning um góðan bróður lifir
um ókomna framtíð. Hvíldu í
friði.
Róbert Hólm Júlíusson.
Öll börn ættu að eiga sinn
Nonna frænda. Einhvern sem sér
ekki sólina fyrir þeim og hefur
endalausa þolinmæði til að
spjalla og rúnta út um allt. Alla
mína barnæsku vissi ég ekkert
betra en að fara vestur til Ólafs-
víkur og fá að gista hjá honum.
Þar var ég einatt hjartanlega vel-
kominn og fékk að fylgja honum í
vinnuna niður í áhaldahús og á
stóru gröfunni sem var auðvitað í
sérstöku uppáhaldi. Nonni gaf
sér ávallt tíma til að reyna að
kenna manni hluti, hvort sem það
var að keyra bíl eða bera á
glugga. Á unglingsárunum var
svo alltaf hægt að leita til hans
þegar mig vantaði vinnu. Hann
réð mig sjálfur í handlang og
hausaverkun og kom mér bæði í
múrverk og á sjó. Aldrei fór hann
fram á greiðslu fyrir gistingu
þótt um vikur og jafnvel mánuði
væri að ræða.
Nonni var bónbesti maður sem
ég hef nokkru sinni kynnst. Og
þar sem allt lék í höndunum á
honum og var gert með bros á
vör, þá voru beiðnirnar margar.
Hann taldi það ekki eftir sér að
þeytast landshluta á milli til að
leggja parket fyrir fólk eða koma
bílskrjóð í gang. Velvilji, hrekk-
leysi og góðlátleg stríðni ein-
kenndu öll samskipti og ég fæ
aldrei fullþakkað þann áhuga og
tiltrú sem hann sýndi mér alla tíð.
Á kveðjustund er hugurinn
fullur af góðum minningum um
góðan frænda. Mann sem átti
sjálfur engin börn en átti samt öll
börn.
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að Ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri
hönd,
og báran kveður vögguljóð við
fjarðarströnd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
(Jón frá Ljárskógum)
Ársæll Már Arnarsson.
Jón Guðbjörn
Júlíusson