Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020  Lois Abbingh, ein besta handknatt- leikskona heims, hefur samið við danska félagið Odense um að leika með því frá og með næsta tímabili. Abbingh leikur nú með Rostov-Don í Rússlandi en þangað kom hún sumarið 2018. Abbingh varð heimsmeistari með Hollandi í síðasta mánuði og varð markadrottning heimsmeistaramóts- ins með 71 mark.  Enska knattspyrnufélagið Aston Villa fékk í gær miðjumanninn Danny Drinkwater lánaðan frá Chelsea út þetta keppnistímabil. Drinkwater var í láni hjá Burnley fyrri hluta tímabilsins en kom lítið við sögu. Chelsea keypti hann af Leicester fyrir 35 milljónir punda haustið 2017 en Drinkwater, sem er 29 ára gamall, hefur aðeins spilað tólf úrvalsdeildarleiki með Lund- únaliðinu.  Moussa Sissoko, miðjumaður enska knattspyrnuliðsins Tottenham, gekkst undir uppskurð á hné í gær og verður frá keppni næstu þrjá mán- uðina. Sissoko, sem leikur sitt fjórða tímabil með Tottenham og hefur spilað 25 mótsleiki í vetur, meiddist í leik liðs- ins gegn Southampton á nýársdag.  Nicolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik, sagði í gær að nær engar líkur væru á því að hornamaðurinn reyndi Lasse Svan yrði leikfær í fyrsta leiknum á EM þegar Danmörk mætir Íslandi í Malmö á laug- ardaginn. Hinn 36 ára gamli Svan glím- ir við meiðsli en Jacobsen vonast til að geta notað hann fljótlega eftir Íslands- leikinn.  Landsliðsþjálfararnir Vladimir Ko- lek og Miloslav Racansky hafa valið hóp íslenska U20 ára landsliðsins í ís- hokkíi karla sem tekur þátt í 3. deild heimsmeistaramótsins í Búlgaríu dag- ana 13. til 19. janúar. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Jóhann Björgvin Ragnarsson og Helgi Þór Ív- arsson. Varnarmenn: Vignir Arason, Halldór Ingi Skúlason, Róbert Máni Hafberg, Markus Máni Ólafarson, Gunnar Aðalgeir Arason og Atli Þór Sveinsson. Sóknarmenn: Heiðar Örn Kristveigarson, Sölvi Freyr Atlason, Axel Snær Orongan, Styrmir Steinn Maack, Einar Kristján Grant, Thorgils Eggertsson, Unnar Hafberg Rún- arsson, Kári Arnarsson, Hákon Mar- teinn Magnússon, Kristján Árnason, Bjartur Geir Gunnarsson og Heiðar Gauti Jóhannsson. Ísland er í riðli með Búlgaríu, Mexíkó og Nýja-Sjálandi en átta lið taka þátt í keppninni.  Slóveninn ungi Luka Doncic náði þrefaldri tvennu annan leikinn í röð þegar Dallas Mavericks lagði Chicago Bulls, 118:110, í NBA-deildinni í körfu- knattleik í fyrrinótt. Þetta var samtals ellefta þrefalda tvennan hjá Doncic í vetur en hann skoraði 38 stig, tók 11 fráköst og átti 10 stoðsend- ingar í leiknum. Í níu af þessum ellefu skiptum hefur Doncic skorað 30 stig eða meira. Hann er þriðji stigahæsti leik- maður deildarinnar með 29,7 stig að meðalatali í leik. Annar ungur Evrópubúi, Lauri Markkanen frá Finnlandi, var stigahæstur hjá Chicago í leiknum með 26 stig. Eitt ogannað mjög lélegur í öxl þegar hann lék síðast með landsliðinu en hefur náð bata á síðustu árum sem ef til mætti kalla undraverðan í ljósi þess hversu mikið álag er í Þýskalandi. Alexand- er styrkir vörnina sérstaklega og er frábær í því að ganga út á móti skyttunni. Með honum er nýliði á stórmóti en það er Viggó sem hefur stimplað sig hratt og örugglega inn í þýsku bundesliguna í vetur. Viggó og Alexander eru ólíkir leikmenn og Viggó kemur með aðra vídd inn í sóknarleikinn. Selfyssingar á miðjunni Á miðjunni eru sveitungarnir Elv- ar Örn, Janus Daði og Haukur en allir koma þeir frá handboltabænum Selfossi. Elvar tognaði á ökkla gegn Þjóðverjum á dögunum. Ekki teljast það vera alvarleg meiðsli til lengri tíma litið en þurfa yfirleitt tvær vik- ur til að ganga yfir. Elvar er örugg- lega allur af vilja gerður til að hefja leik á EM en spurning hvernig hreyfigetan verður í ökklanum. Haukur fékk eldskírnina á HM í fyrra vegna meiðsla í íslenska hópn- um en öllum er ljóst að Haukur get- ur komist í allra fremstu röð eins og Viktor, samherji hans í yngri lands- liðunum. Spurningin er hversu mikil ógn er af Hauki gegn bestu lands- liðum heims á þessum tímapunkti en hann er í það minnsta illviðráðan- legur í íslensku deildinni þrátt fyrir ungan aldur. Janus hlýtur að vera hungraður í að sanna sig með lands- liðinu og hefur leikið vel með dönsku meisturunum í vetur. Ungir menn í miðri vörninni Stærsta spurningin er líklega á hverja verður mest veðjað í miðri vörninni. Frá því Guðmundur tók við landsliðinu að nýju hefur Ólafur Gústafsson verið í stóru hlutverki í vörninni en hann er ekki með. Arnar Freyr hefur öðlast talsverða reynslu á stórmótum síðustu ár og Ýmir Örn var fyrst tekinn með á stórmót fyrir tveimur árum. Báðir voru þeir í U19 ára landsliðinu sem vann til brons- verðlauna á HM árið 2015 og hafa þróast í A-landsliðsmenn. Sveinn er nýliði á stórmóti og erfitt að segja til um hvernig honum reiðir af en hann er leikmaður sem hefur farið í gegn- um öll yngri landsliðin. Línumaðurinn Kári Kristján er í hópnum og gæti reynst gott vopn í sókninni. Kári er klókur og and- stæðingarnir þurfa að hafa mikið fyrir honum. Auk þess er samleikur Kára og Arons oft góður. Kári hefur bæði glímt við meiðsli og veikindi á sínum ferli og spurning hversu mik- ið verður hægt að tefla honum fram í þeim átökum sem línumannsstöð- unni fylgja í móti sem þessu. Ungir leikmenn á EM  Efnilegustu leikmenn Íslands, Viktor og Haukur, eru báðir í hópnum  Óljóst hvort Elvar Örn verður leikfær þegar Ísland mætir Danmörku á laugardag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lykilmaður Mikið mun mæða á Aroni Pálmarssyni á EM og ljóst að frammistaða hans mun ráða miklu um gengi liðsins. Aldur Leikir Mörk MARK: Björgvin Páll Gústavsson, Skjern ............................ 34 222 13 MARK: Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG................................ 19 10 0 HORN: Bjarki Már Elísson, Lemgo ....................................... 29 64 142 HORN: Guðjón Valur Sigurðsson, París SG ........................ 40 357 1.857 SKYTTA: Aron Pálmarsson, Barcelona ................................ 29 141 553 SKYTTA: Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad ......... 29 116 217 MIÐJA: Elvar Örn Jónsson, Skjern........................................ 22 27 81 MIÐJA: Haukur Þrastarson, Selfossi .................................... 18 13 16 MIÐJA: Janus Daði Smárason, Aalborg .............................. 25 38 45 SKYTTA: Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen ........ 39 174 696 SKYTTA: Viggó Kristjánsson, Wetzlar ................................. 26 3 4 HORN: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer ......................... 32 106 315 HORN: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Elverum ....................... 25 21 39 LÍNA: Arnar Freyr Arnarsson, GOG...................................... 23 45 67 LÍNA: Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV .................................. 35 138 163 LÍNA: Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE.............................. 20 7 14 LÍNA: Ýmir Örn Gíslason, Val................................................ 22 34 14 Sautján sem fara til Malmö GUÐMUNDUR Þ. GUÐMUNDSSON MEÐ ENDANLEGAN EM-HÓP Handknattleikskappinn Daníel Þór Ingason fer ekki með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Austurríki, Noregi og Svíþjóð vegna meiðsla en þetta staðfesti Guðmundur Þórður Guð- mundsson, þjálfari íslenska liðsins, á blaðamannafundi HSÍ sem fram fór í höfuðstöðvum Alvogen á Ís- landi í gær. Daníel Þór fingur- brotnaði á æfingu 2. janúar síðast- liðinn og voru meiðsli hans staðfest í gær. Daníel er 24 ára og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár. bjarnih@mbl.is Fingurbrotinn og missir af EM Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meiddur Daníel Þór Ingason er leikmaður Ribe-Esbjerg. Guðjón Valur Sigurðsson mætir til leiks sem methafi á Evrópumót karla í handknattleik þegar Ísland leikur gegn Danmörku í Malmö á laugar- daginn. Guðjón tekur þátt í sínu ell- efta Evrópumóti í röð og það hefur enginn leikið eftir. Með mótinu í ár hefur Guðjón verið með í öll ellefu skiptin sem Ísland hefur tekið þátt í lokakeppninni, fyrst í Króatíu árið 2000. Guðjón er líka markahæstur í lokakeppni EM frá upphafi með sam- tals 270 mörk fyrir íslenska liðið, fjórtán mörkum á undan Frakkanum Nikola Karabatic. vs@mbl.is Mætir í ellefta skipti í röð á EM Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrirliði Guðjón Valur Sigurðsson er reyndasti leikmaður Íslands. EM 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðmundur Guðmundsson, lands- liðsþjálfari karla í handknattleik, tekur sautján leikmenn með til Sví- þjóðar á EM en hópurinn var kynntur á blaðamannafundi hjá Alvogen í gær. Sextán leikmenn eru á leikskýrslu í mótinu en Guð- mundur segir svigrúmið til að gera breytingar eftir að mótið hefst vera ágætt. Daníel Þór Ingason getur ekki verið með á EM vegna fingurbrots og þar með var valið á varnar- mönnum orðið mun einfaldara. Ís- lenski hópurinn fer með tvo mark- verði utan en Ágúst Elí Björgvinsson var í nítján manna hópnum en er ekki í sautján manna hópnum. Viktor Gísli er ekki bara framtíð- armaður í landsliðinu heldur hefur burði til að verða markvörður í heimsklassa ef allt gengur upp á hans ferli. Sé horft til framtíðar er mjög skynsamlegt að gefa honum alvöru tækifæri en hann sýndi auk þess í undankeppninni að hann get- ur látið til sín taka nú þegar. Mark- varðaparið er áhugavert að því leyt- inu til að þeir eru með ólíkan stíl og þá er annar ungur en hinn reyndur, Björgvin Páll. Verður fróðlegt að sjá hvernig markvarslan kemur út undir handleiðslu ekki ómerkari manns en Tomasar Svensson. Guðjón Valur Sigurðsson og Bjarki Már Elísson sjá um vinstra hornið. Þar ættum við ekki að þurfa að hafa áhyggjur. Bjarki hefur þó kennt sér meins í baki en miðað við spilamennsku hans í Þýskalandi í vetur ætti það ekki að há honum að ráði. Í hægra horninu eru Arnór Þór og Sigvaldi Björn. Arnór varð fyrir meiðslum í vetur en var þó ekki mjög lengi frá og ætti að vera í fínu formi. Arnór lék virkilega vel á HM í Þýskalandi í fyrra og það lofar góðu. Þá fékk hann reyndar mikla þjónustu frá Ómari Inga Magn- ússyni en hans nýtur ekki við í þetta skipti vegna höfuðáverka. Sigvaldi fékk tækifæri á HM og nýtti það vel. Er góður hraðaupphlaups- maður og nýtir færin vel. Alexander styrkir vörnina Aron er á sínum stað í skyttustöð- unni. Ef tognunin í síðustu viku truflar hann ekki þá hef ég á tilfinn- ingunni að EM verði mjög gott mót hjá Aroni því hann er kröftugri og snarpari en áður. Með honum eins og áður er Ólafur Andrés sem nýtist landsliðinu vel enda getur hann leikið bæði vörn og sókn og er snöggur fram og til baka. Hægra megin snýr Alexander Petersson aftur og ekki laust við að maður finni fyrir eftirvætingu vegna þess. Alexander var orðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.