Morgunblaðið - 08.01.2020, Page 14

Morgunblaðið - 08.01.2020, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ RíkisstjórnFrakklandsog helstu verkalýðsfélög landsins hófu í gær viðræður um það hvernig hægt væri að binda enda á það sem nú er orðið lengsta verkfall í sögu Frakklands. Rót verkfalls- aðgerðanna eru fyrirhugaðar umbætur ríkisstjórnarinnar á frönskum lífeyrisréttindum, en þær eru sagðar nauðsynlegar til þess að mæta fyrirsjáanlegu álagi komandi ára, þegar stórir árgangar komast á lífeyrisaldur. Annað markmið umbótanna er að breyta lífeyriskerfi landsins og einfalda það til muna. Sem dæmi má nefna að 42 mismun- andi aðferðir er að finna innan núverandi kerfis til þess að leiða í ljós hvaða réttindi hver og einn hefur unnið sér inn, allt eftir því hvaða starfi hann sinnti, hvort það var á vegum hins opinbera og hvort viðkomandi starfsstétt er með sérstaka viðauka við önn- ur lífeyrisréttindi sín. Sú breyting sem hefur kannski helst staðið í verkalýðs- félögunum er vilji stjórnvalda til að hækka hinn eiginlega lífeyr- isaldur, sem nú er miðaður við 62 ár, upp í 64 ár, en þó þannig að fólk geti áfram farið á eftirlaun 62 ára gegn því að fá lægri greiðslur úr lífeyrissjóði. Mac- ron segir þessa breytingu vera nauðsynlega, þar sem annars sé hætt við að of fáir verði á vinnu- markaði til að standa undir líf- eyrisgreiðslum til hinna. Aug- ljóst er að hann hefur mikið til síns máls. Mikið er undir í viðræðunum, enda setti Macron umbætur á lífeyris- kerfinu á oddinn í kosningaloforðum sínum þegar hann sóttist eftir forsetaembættinu. Macron á því mikið undir að verkalýðsfélögunum frönsku takist ekki að brjóta þær alfarið á bak aftur. Ríkisstjórnin hefur gengið svo langt að bjóða að hætt verði við hækkun eftirlaunaald- ursins, en að aðrir þættir áætl- unarinnar fái að standa. Forsprakkar fjölmennasta verkalýðsfélags landsins, CFDT, hafa fyrir sitt leyti sagt að þeir gætu sæst á slíka málamiðlun, en leiðtogar annarra félaga hafa heitið því að hætta ekki í sínu verkfalli fyrr en hætt verði al- gjörlega við lífeyrisumbæturnar. Þar á meðal eru fulltrúar járn- brautarstarfsmanna, en þeir voru í fararbroddi árið 1995, þeg- ar verkfallsaðgerðir neyddu Alain Juppe, þáverandi forsætis- ráðherra, til þess að hætta við umbætur á franska velferðar- kerfinu. Mótmæli hafa þegar sett sterkan svip á forsetatíð Mac- rons, og það gæti endanlega orð- ið til þess að binda enda á vonir hans um endurkjör, láti hann undan nú. Á hinn bóginn gengur ekki til lengdar að verkfallsátök lami franskt þjóðfélag svo vikum skipti. Helsta von Macrons er því sú, að samkomulag við CFDT, ásamt þeirri staðreynd að stuðn- ingur við verkfallið mælist nú minni meðal almennings en fyrir áramót, verði til þess að hin fé- lögin láti undan í störukeppninni við stjórnvöld. Macron má ekki við að líta undan} Störukeppni við stjórnvöld Kapphlaupið umleiðtogastöðu breska Verka- mannaflokksins hófst í vikunni, og hafa sex þingmenn flokksins nú þegar gefið kost á sér í embættið. Ljóst er að kosningin verður öðrum þræði uppgjör á milli fulltrúa þeirra öfgafullu við- horfa sem Jeremy Corbyn, nú- verandi leiðtogi, setti í forgrunn og hinna sem vilja snúa aftur, þó ekki væri nema agnarögn, í átt að miðju breskra stjórn- mála. Það segir hins vegar sitt um þann skaða sem Corbyn hefur þegar valdið flokknum, að fram- bjóðendurnir sex hafa allir sóst eftir því að „brosa frekar til vinstri“ í framboðstilkynningum sínum. Keir Starmer, talsmaður flokksins í Brexit-málum og sá sem nú er talinn líklegastur til að hljóta embættið, sendi þann- ig frá sér kynningarmyndband þar sem öll áherslan var á ræt- ur hans í verkalýðsstétt og störf hans fyrir þá sem minna mega sín, á sama tíma og varla var minnst á að Sir Keir er í dag vel stæður stjörnulög- fræðingur með að- alstign frá drottningunni. Líklegt er að helsti keppi- nautur Starmers verði Rebecca Long-Bailey, sem farið hefur með viðskipti og iðnaðarmál í skuggaráðuneyti Corbyns. Hún hefur farið aðra leið en Star- mer, og meðal annars lýst því yfir að ekki þurfi neinar breyt- ingar á stefnu flokksins, enda hafi hún sjálf tekið þátt í að semja hana. Þá fengi Corbyn að hennar mati einkunnina „10 af 10“, þrátt fyrir að hann hafi leitt flokkinn til síns versta ósigurs í 84 ár. Of snemmt er að spá um nið- urstöðu í leiðtogakjörinu en fátt bendir til þess að Verkamanna- flokkurinn breyti um stefnu að því loknu, þrátt fyrir að breskur almenningur hafi hafnað henni með eftirminnilegum hætti. Vonbiðlar Verka- mannaflokksins gefa ekki von um stefnubreytingu} Tíu af tíu í einkunn N ú í haust kom út merkileg saga um Jakobínu Sigurðardóttur, skáld og konu, eftir dóttur hennar, Sigríði Kristínu Þor- grímsdóttur. Jakobína fædd- ist í Hælavík á Hornströndum, einhverjum afskekktasta stað á landinu, fyrir um 100 ár- um, en ekki er nema liðlega aldarfjórðungur síðan hún lést. Hún var þekkt í samfélaginu og skrif hennar og skoðanir löngum umdeild. Samfélagið hefur breyst á þessum tíma, svo mjög að manni finnst eins og verið sé að lýsa öðrum heimi, svolítið dapurlegum, en um leið stundum barnslega saklausum. Fjölskyldan var sárafátæk, bjó í torfbæ og lítið rými fyrir hefðbundinn landbúnað. Börnin urðu 13 á 27 árum, en tveir synir lét- ust ungir. Skólagangan var stutt hjá sveita- börnunum, einn vetur og þrír mánuðir hjá Jakobínu, auðvitað fjarri fjölskyldunni. Foreldrarnir áttu löngum við vanheilsu að stríða, en langt til læknis á Ísafirði. Þegar móðir hennar veikist alvarlega árið 1932 þarf fyrst að fara á báti til Kjaransvíkur, svo þurfa fílefldir piltar að bera hana á börum yfir fjallveg til Hesteyrar. Síðasta spölinn til Ísafjarðar fer hún svo með skipi. Ferðin hefur líklega tekið að minnsta kosti sólarhring að hausti. Lífið var ekki dans á rósum. Jakobína varð mikill sósíalisti, kommi sögðu flestir, og hana dreymdi um byltingu því „örfáir menn hrifsa arð þinna vinnandi handa, ógna þér, blekkja þig, skammta þér fátækt og hungur“. Hún óttaðist áhrif er- lends auðmagns og útlends hers á samfélagið. Og það varð bylting, þótt hún væri með allt öðrum hætti en Jakobína vænti. Húsfreyjan í Garði í Mývatnssveit fagnaði rafmagninu árið 1962: „[F]jósmokstur og tilhleypingar fer fram í slíkri ljósadýrð að við liggur að hrútarnir verði feimnir, hvað þá ærnar. Og innanbæjar lætur menningin af sér heyra í útvarpi og hverskyns ráðagerðum um þvottavélar, kæli- skápa, Það er sem sagt menningin sem er hlaupin í okkur.“ En lífið var samt erfitt. Búskapurinn gerði lengi vel ekki meira en að heimilisfólkið hafði í sig og á. Jakobína talar um sig sem gamla konu þegar hún er rétt liðlega sextug. Það hefur margt breyst á 40 árum. Hrakspárnar sem settu mark sitt á skoðanir skáldsins rættust ekki. Herinn fór án þess að nokkur krefðist þess. Lífskjör bötnuðu jafnt og þétt, hraðar eftir því sem lengra leið. Það er erfitt fyrir nú- tímafólk að skilja baráttuna í þessari nýliðnu fortíð og bækur Jakobínu eflaust flestar torskildar. Samt sjáum við enn í dag að fyrirtæki misnota aðstöðu sína í fjar- lægum ríkjum og gera hluti sem þeim dytti vonandi aldr- ei í hug að gera heima fyrir. Jakobína varð aldrei rík að fé, en síðasta verk hennar er fjársjóður sem þjóðin nýtur góðs af um langa framtíð. Bókin Í barndómi er falleg og raunsæ lýsing á æskuár- unum og sakleysi sem aldrei kemur aftur. bj@heimur.is Benedikt Jóhannesson Pistill Höfum við gengið til góðs? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Forsætisráðherra áformar aðbreyta lögum um sann-girnisbætur svo hægtverði að taka á málum fatl- aðra barna sem vistuð voru á ýmsum minni stofnunum á árum áður og víst þykir að sætt hafi illri meðferð. Um er að ræða stofnanir sem ekki hafa verið kannaðar á vegum vistheimila- nefndar. Stefnt er að því að með um- ræddri lagabreyt- ingu og greiðslu bóta vegna um- ræddra barna ljúki samfélags- legu uppgjöri vegna vistunar barna á stofn- unum á vegum hins opinbera á árum áður. Í kjölfarið verði felld brott lög um skipan vistheimila- nefndar. Í skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli, sem gefin var út árið 2016, kom fram að vistheimilanefnd taldi sannfærandi rök standa til þess að kanna ætti hvort og í hvaða mæli börn á öðrum stofnunum en Kópa- vogshæli hefðu sætt illri meðferð og ofbeldi. Þegar lokaskýrsla um sann- girnisbætur fyrir misgjörðir á stofn- unum eða heimilum fyrir börn var kynnt fyrir rúmu ári lýsti Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroska- hjálpar, yfir óánægju með að ekki hefði verið farið eftir áðurnefndum ábendingum. Virðist nú sem gera eigi bragarbót á og bæta börnum sem vistuð voru á heimilum á borð við Skálatún, Sólheima, Sólborg og Tjaldanes sinn skaða. Auðveldar uppgjör Áform forsætisráðherra eru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Segir í umfjöllun um þau að ekki sé talin ástæða til að leggja í jafn ítar- legar og tímafrekar úttektir á þeim stofnunum og heimilum sem út af standa og í fyrri málum. „Litið er svo á að nægjanleg vitneskja sé fyrir hendi um tíðaranda, viðhorf, upp- byggingu og starfsemi stofnana og það sem fór úrskeiðis eða betur mátti fara. Með skýrslum vistheimila- nefndar hafi farið fram ákveðið upp- gjör við fortíðina og skapast grund- völlur til að taka með aðgengilegri og einfaldari hætti en áður afstöðu til er- inda frá þeim sem voru vistuð á barnsaldri á stofnunum fyrir fatlaða einstaklinga og telja sig hafa orðið fyrir illri meðferð og ofbeldi í þeirri vistun,“ segir þar. Fyrirhuguðu frumvarpi er ætlað að auðvelda uppgjör sanngirnisbóta fyrir fötluð börn. Fyllsta jafnræðis verði gætt milli þeirra fötluðu ein- staklinga sem vistaðir voru sem börn á Kópavogshæli annars vegar og á öðrum sambærilegum stofnunum hins vegar. Bætur fyrir 80-90 manns Áætlað er að kostnaður við þetta verkefni nemi á bilinu 414-469 millj- ónum króna. Skipta má kostnaðinum í fjóra þætti að því er fram kemur í skjali um frummat á áhrifum laga- setningarinnar. Í fyrsta lagi sann- girnisbætur sem áætlað er að taki til 80-90 einstaklinga. Ef miðað er við að meðalbótafjárhæð sé 4,87 milljónir króna er áætlaður heildarkostnaður 390-440 milljónir og þær komi að mestu leyti til greiðslu á næsta ári. Í öðru lagi kostnaður, 15-20 milljónir, vegna starfs tengiliðar vistheimila. Í þriðja lagi er áætlaður kostnaður vegna starfa úrskurðarnefndar fjórar milljónir og loks er gert ráð fyrir fimm milljóna kostnaði við aðkeypta sérfræðiráðgjöf. „Um er að ræða framhald verk- efnis sem hefur staðið yfir í um ára- tug og því er farvegur verkefnisins og starfsfólk fyrir hendi hjá Sýslumann- inum á Norðurlandi eystra,“ segir í kynningu en miðað er við að verkefn- inu verði að fullu lokið í árslok 2023. Yfir 400 milljónir í sanngirnisbætur Lokaskýrsla um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn var birt í desember árið 2018. Í samtali við Morgunblaðið á þeim tíma sagði Guðrún Ögmundsdóttir, sem starfaði sem tengiliður vistheimila, að um væri að ræða stærsta uppgjör þjóð- arinnar í ofbeldismálum gegn börnum. Í skýrslunni kom fram að alls voru greiddar sanngirnisbætur til 1.162 einstaklinga. Námu bótagreiðslurnar um þremur milljörðum króna. Áætl- að var að um fimm þúsund einstaklingar hefðu dvalið á þeim stofnunum sem rannsakaðar voru. Rannsókn vistheimilanefndar stóð yfir á árunum 2007-2017 og náði til ellefu heimila og stofnana. Uppgjör þjóðarinnar SANNGIRNISBÆTUR Morgunblaðið/Ómar Breiðavík Rekja má setningu laga um sanngirnisbætur til umfjöllunar árið 2007 um vistheimili sem rekið var í Breiðavík á Vestfjörðum. Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.