Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 17
voru heppnir að hafa þig í vinnu. Komst margoft með hundinn þinn Perlu í vinnuna er þú komst að því að einhver var hræddur við hunda, vildir hjálpa viðkomandi að komast yfir þá hræðslu og það tókst að lokum. Óbilandi þolinmæði þín og hlýja gerði þennan vinnustað að því sem hann var. Auðvelt var að fá fyrirfram hjá þér, stundum of auðvelt, þú kunnir ekki að segja nei. Þú varst með puttana í því er nýtt fylgibréfakerfi var inn- leitt og þú kenndir okkur öllum á tölvur og síðar að nota int- ernetið og tölvupóst, sagðir að innan skamms yrðu allir komnir með síma í vasann og sími og tölva yrðu eitt. Já, þú varst með þetta allt á hreinu. Smekkmaður á mat og vín og það var alltaf gaman á árshátíð- um eða jólaboðum sem oft voru haldin í mötuneytinu og þú með svuntu og vopnaður sleif eða ausu. Það skyldi enginn annar fá að komast í að laga sósuna. Varst ekkert sérstakur í bílaút- gerð, þ.e.a.s. prívatútgerðinni, Opelinn bar þess merki, alltaf bilaður og sennilega varstu einn af þessum seinheppnu í þeim efnum. Við munum er börnin þín komu í heiminn og það sem þú varst nú alla tíð stoltur af þeim, vildir þeim allt það besta frá fyrstu mínútu. Barátta þín síðustu ár hefur verið aðdáunarverð fyrir okkur hin sem fylgdust með í fjarska. Varst ekki á því að gefast upp fyrir óvini þínum. En svo bregð- ast krosstré sem önnur, spilið var búið rétt fyrir jól og þú væntanlega hvíldinni feginn. Við minnumst nú góðs vinar með miklu þakklæti og vottum börn- um hans og öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúð. Birna Stefánsdóttir, Kristín G. Ingimundar- dóttir, Páll Halldór Halldórsson. Fallinn er frá kær vinnu- félagi, Kristinn Ólafur Ólafsson. Kristinn starfaði í eignadeild Landsbankans frá árinu 2005 og sá um öryggis- og aðgangsmál. Í slíku starfi koma upp atvik hve- nær sem er sólarhrings. Alltaf var hann jafn ljúfur í viðmóti, þótt hringt væri í hann um miðj- ar nætur. Jákvæður og alltaf tilbúin til að aðstoða og leysa málin. Hann var traustur vinnu- félagi, hlýr og með létta lund. Sinnti störfum sínum af áhuga og ekki þurfti að hafa áhyggjur af verkefnum sem hann tók að sér. Í mörg ár fór eignadeildin í Selvíkurferð á vorin. Kiddi skipulagði dagskrána og hélt ut- an um þessar ferðir sem við minnumst öll með gleði. Ósjald- an sáu svo þeir bræður Kiddi og Raggi um grillið. Enda eðal- kokkar báðir tveir. Það eru líka ófáar mataruppskriftirnar sem Kiddi hefur deilt með okkur samstarfsmönnunum. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og keppnismaður í handbolta á yngri árum. Seinni árin vel liðtækur golfari og keil- ari. Það sem við minnumst hans ekki síst fyrir er hversu jákvæð- ur og velviljaður hann var, auk þess sem hann hallaði aldrei orði um aðra. Kiddi hafði barist við veikindi um langan tíma, hann var opinn um veikindi sín og ræddi þau við okkur. Var okkur öllum mjög umhugað um heilsu hans sem og öðrum starfsmönnum bankans. Við kveðjum Kidda og verður hans sárt saknað, bæði sem samstarfsmanns og góðs félaga. Við vottum Davíð og Siggu, börnunum hans Kidda, Ragnari samstarfsmanni okkar og bróð- ur Kidda og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsmanna eignadeildar Landsbankans, Valgeir Valgeirsson. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 ✝ Sverrir Ólafs-son fæddist á Bíldudal 13. maí 1948. Hann lést á heimili sínu í Hafn- arfirði 30. desem- ber 2019. Foreldrar hans voru Ólafur Páll Jónsson, f. 5.10. 1899, d. 1.12. 1965, héraðslæknir, og Ásta Jóhanna Jón- ína Guðmundsdóttir, f. 24.8. 1908, d. 8.3. 1995, húsmóðir. Systkini Sverris eru Stein- unn, f. 27.1. 1935, d. 11.7. 2018, Björn, f. 30.11. 1936, d. 10.10. 2017, Bergljót, f. 2.12. 1938, Baldur, f. 15.4. 1940, Ragnheið- ur, f. 8.10. 1942, Jón, f. 23.3. 1945. Árið 1968 kvæntist Sverrir Björgu Friðriksdóttur, f. 20.5.1949. Þau slitu samvistum. Sverrir kvæntist árið 1971 Ca- mille Rainer Ólafsson, f. 20.7. 1946. Þau slitu einnig samvist- um. Börn Sverris eru: Ólafur Gunnar, f. 26.10. 1969, maki Anna María Karlsdóttir. f. 10.4. 1970, Hákon Sverrir, f. 1.10. 1974, maki Vigdís Guðjohnsen, f. 18.5. 1980, Erik Edward, f. 9.7. 1977, maki Hulda Þórð- Korpúlfsstöðum í yfir áratug og tók virkan þátt í uppbyggingu Myndhöggvarafélags Íslands. Hann var brautryðjandi í upp- byggingu menningarmála í Hafnarfirði, var aðalforsprakki að stofnun Listamiðstöðvarinn- ar Straums árið 1988 og veitti henni forstöðu til ársins 2001. Þá hafði Sverrir einnig frum- kvæði að stofnun Alþjóðlega höggmyndagarðsins í Hafn- arfirði auk þess sem hann kom að framkvæmd Listahátíðar Hafnarfjarðar 1991 og 1993. Sverrir tók þátt í fjölda sam- sýninga og hélt sýningar víða um heim. Verk hans er að finna á fjölmörgum söfnum hérlendis sem erlendis. Sverrir hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, m.a. í Mexíkó þar sem hann starfaði lengi að list sinni. Sverrir var mikill áhugamað- ur um laxveiði og var leið- sögumaður á því sviði. Þá var hann einnig virkur á sviði akst- ursíþrótta, tók þátt í fyrstu rallýkeppnunum sem haldnar voru hér á landi og flutti til landsins fyrsta sérsmíðaða bíl- inn í þeim tilgangi. Sverrir var líka virkur í stjórnmálastarfi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn. Útför Sverris fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. janúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. ardóttir, f. 18.5. 1977, Katrín Nicola, f. 9.7. 1981, maki Gunnar Axel Ax- elsson, f. 3.4. 1975, Jón Ferdínand, f. 1.1. 1992, maki Na- taliia Bodrova, f. 17.11. 1984 og Henning Hrafn, f. 29.10. 2003. Sverrir ólst upp í Stykkishólmi og gekk í barnaskóla þar. Árið 1969 tók hann próf frá Kenn- araskóla Íslands og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1976. Einnig lagði hann stund á nám í málmtækni og sótti námskeið í glerlist í Cambridge á Englandi. Hann lagði einnig stund á nám í stjórnun menningarstofnana við HÍ, sótti ýmis myndlistar- og tækninámskeið og fór sem gestalistamaður og hélt sýn- ingar m.a. í Bandaríkjunum, Frakklandi og á Ítalíu. Sverrir kenndi mynd- og handmennt við Víðistaða- og Lækjarskóla í Hafnarfirði á ár- unum 1969-1973 og kenndi við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1984-1985. Sverrir hafði vinnuaðstöðu á Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund og þá leitar hugurinn til baka á slóðir minninganna. Þú varst skapandi ævintýra- manneskja og það var gaman að fylgjast með þér í þínu náttúru- lega umhverfi, t.d. á vinnustof- unni eða með hinu listafólkinu í Mexíkó þegar ég fór með þér þangað. Ég man að þegar þú þurftir að „erindast“ eitthvað vildi ég gjarn- an fara með þér. Þá varstu alltaf með tónlist í útvarpinu og þú söngst upphátt með hverju ein- asta lagi. Ég reyndi að syngja með en skildi aldrei hvernig þú fórst að því að kunna öll þessi lög. Þú varst öðruvísi pabbi og það var oft gaman. Ég minnist þess að hafa farið með þér á rúntinn á mótorhjólinu þínu niður í miðbæ Reykjavíkur á sumarkvöldi þar sem við hittum annað mótorhjóla- fólk. Þér þótti gaman að ferðast og það eru skemmtilegar minningar sem ég geymi tengdar ferðalög- um okkar, til dæmis í Þórsmörk. Við gerðum allskonar spennandi sem sennilega væri ekki vel séð í dag, til dæmis þegar þú dróst okkur á skíðum á jeppanum þín- um uppi á jökli. Það var líka gam- an í kringum listahátíðarnar, mik- ið af áhugaverðu og skapandi fólki sem kom og það var gaman að taka þátt í því sem barn og vera innan um allt það mikla líf sem því fylgdi. Þá var ég stolt af þér. Þú varst líka oft hlýr pabbi og ég hef örugglega mótast töluvert af þínum persónuleika. En þú varst samt ekki auðveldur og veikindi þín lituðu líf þitt og okkar allra. Þrátt fyrir þær brekkur er ég þakklát fyrir sambandið okkar og sérstaklega síðustu árin. Sér- staklega er ég þakklát fyrir að þú hafir náð að kynnast barnabörn- unum þínum sem eiga bara góðar minningar um afa sinn. Þú sýndir þeim einlægan áhuga og taldir þig sjá skýr merki um ættgengan grallarskap í fari sumra, sem þér þótti mjög vænt um, enda grallari af guðs náð sjálfur. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Og góða ferð. Katrín Nicola Sverrisdóttir. Elsku hjartans Sverrir, nú er víst komið að kveðjustund úr þessari jarðvist. Hlýja og einlægni eru meðal þess fyrsta sem kemur upp í hug- ann nú þegar ég leita að orðum til þess að minnast þín, elsku tengdapabbi. Hvernig þú ávarp- aðir alltaf þína nánustu með nafni að viðbættu mín eða minn. Ein- lægi áhuginn sem þú sýndir því sem börnin og barnabörnin deildu með þér og hrósin sem þú hristir fram úr erminni við minnstu til- efni. Þú gafst svo sannarlega af þér. Þú endaðir samtölin alla jafnan á því að biðja mig að kyssa þau Hákon, Áróru og Emmu frá þér – og það mun ég svo sannarlega gera áfram við hvert tilefni. Ég sendi þér hlýju, kærleik og fingurkoss. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót, til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Edward Stanley af Alderley.) Vigdís Guðjohnsen. Elsku bróðir minn Sverrir er látinn. Sverrir var yngstur okkar sjö systkina og sá þriðji sem kveð- ur. Aðeins þrjú ár skildu okkur bræður að. Vorum við nánir í upp- vextinum. Hann var litli bróðir minn sem mér bar að líta til með. Stykkishólmur var leiksvið okkar í æsku en þangað flutti fjölskyld- an þegar Sverrir var þriggja mán- aða. Þar liðu æskuárin með öllum þeim prakkarastrikum, ævintýr- um og áskorunum sem umhverfið bauð upp á. Snemma tók Sverrir þátt í skátastarfi í Hólminum sem vakti áhuga hans á ferðalögum og land- inu okkar. Þar fór Sverrir að spila á gítar og fram á unglingsár sem leiddi til þátttöku hans í söng- flokknum Nútímabörnum sem skemmti víða um land í nokkur ár. Foreldrar okkar voru áhuga- samir stangveiðimenn og fóru oft í veiðitúra. Oftar en ekki var okkur Sverri kippt með því hann grenj- aði svo mikið við hliðið þegar þau voru að leggja í hann að mamma bráðnaði. Og ég til þess að passa strákinn. Segja má að þarna hafi verið lagður grunnur að viðvar- andi veiðidellu okkar, en Sverrir var lunkinn veiðimaður og starf- aði í mörg ár sem leiðsögumaður, m.a. við Grímsá og Laxá á Ásum. Sverrir fór í Kennaraskólann og starfaði að því loknu sem smíðakennari í Hafnarfirði nokk- ur ár. En hugurinn stóð til frekari af- reka. Hann fór í Myndlista- og handíðaskólann og lauk þaðan námi frá höggmyndadeild. Hófst nú nýr kafli í lífi Sverris. Hann reyndist mjög frjór og frumlegur listamaður og afkastaði miklu á þessum árum, hélt sýningar og tók þátt í sýningum víðsvegar um heim. Mörg verka hans eru í eigu safna og einstaklinga víða um heim. Sverrir markaði djúp spor í listasögu Hafnarfjarðar, en hann var drifkrafturinn í Listahátíð Hafnarfjarðar, sá um listamið- stöðina í Straumi, en þangað komu listamenn hvaðanæva og bjuggu og störfuðu um lengri eða skemmri tíma. Afrakstur þess starfs má finna víða í Hafnarfirði. Segja má að höggmyndagarðurinn á Víðistaðatúni sé sá eini sinnar tegundar í almenningseigu á land- inu. Útilistaverk eftir Sverri má sjá víða um land. Sverrir var mikill áhugamaður um bíla og bílaíþróttir og um nokkurra ára skeið tók hann þátt í rallkeppnum. Sverrir var mikill stemnings- maður, góður sögumaður, stál- minnugur, skemmtilegur, uppá- tækjasamur og vinmargur. Sást kannski ekki alltaf fyrir. Krakkar löðuðust að honum, hann veitti þeim athygli. Sverrir átti sinn djöful að draga. Bakkus var aldrei langt undan og honum fylgdi dökk hlið sem bitnaði mest og illa á þeim sem næst honum stóðu. Það komu tímabil sem erfitt var að hafa samskipti. En það gáfust góðar stundir inn á milli. Síðustu ár voru bróður mínum þungbær. Hann var illa haldinn af áfengissýkinni. Lífsviljinn þvarr. Enn komu þó dagar þar sem rof- aði til. Á 70 ára afmæli hans áttum við Inga mjög ánægjulegt kvöld með börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum sem hann naut afar vel og var þakklátur fyrir. Þessi síðustu ár var hann ljúfur og þakklátur þeim sem studdu hann. Félagsþjónustan í Hafnarfirði á þakkir skildar fyrir mjög góða og faglega þjónustu sem hann naut. Ég sakna bróður míns. Síminn er hættur að hringja, við töluðum oftast saman tvisvar á dag og ég leit til hans flesta daga vikunnar. Minning hans lifir, ekki síst í börnum hans og fjölskyldum þeirra, sem Sverrir var mjög stoltur af. Jón. Hæfileikaríkur, skapandi og skemmtilegur eru orðin sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um Sverri frænda. Óút- reiknanlegur, hlýr, uppátækja- samur og breyskur eiga einnig vel við um þennan einstaka frænda minn. Maður sem batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferða- mennirnir. Í minningunni var allt- af gaman að koma í heimsókn til hans; hvað ætli Sverrir frændi sé að galdra fram núna? Tótemsúlu, fugla, tré eða furðuverur? Hæfi- leikabúntið sem skapaði mögnuð listaverk sem mömmu fannst sum hver stundum svolítið dónaleg! Svo allar sögurnar, maður minn! Barnapíur eldri systkina minna sem ungi maðurinn heillaði upp úr skónum og hljómsveitargæinn úr Nútímabörnum – ég spilaði Vetr- arnótt fyrir vini mína sem barn og útskýrði stolt að frændi minn hefði sko verið í þessari hljóm- sveit! Ein sagan segir að Sverrir og bræður hafi komið skoskum ánamöðkum fyrir í garðinum á æskuheimili mínu. Ætlunin var að nota þá í fiskveiði en ánamaðkarn- ir fínu stungu af – kannski er það skosku möðkunum að þakka hversu vel allt vex í garðinum? Sverrir var yngsti bróðir mömmu, „litla barnið“ sagði hún gjarnan blíðum rómi þegar hann bar á góma. Systkinin glímdu bæði við sín veikindi og hittust æ sjaldnar síðustu árin en töluðu þeim mun oftar saman í síma. Mamma kvaddi sumarið 2018 og nú er yngsti bróðirinn sem henni þótti svo undurvænt um líka horf- inn inn í annan heim. Ég vona að þau séu að bralla eitthvað skemmtilegt saman í Sumarland- inu. Dásamlegt málverk eftir lista- manninn Sverri prýðir heimili okkar Jóns. Það heitir Lífsins tré og gleður augað á hverjum degi. Appelsínugulur himinn og gullfal- legt tré með litskrúðugum ávöxt- um. Það ríkir einlæg gleði yfir þessu málverki en samt svo mikil kyrrð. Þegar ég horfi á listaverkið hans Sverris frænda sé ég fyrir mér hlýjuna í augnaráði hans, blíðu bangsaknúsin hans þegar við hittumst og kvöddumst og finn kitlandi skeggið hans á vangan- um. Bless elsku frændi! Björk. Sverrir móðurbróðir er fallinn frá. Litríkur, ljúfur, kraftmikill og þver, lífsglaður en umfram allt hugmyndaríkur og skapandi lista- maður og sagnaskáld. Hann var litli bróður mömmu, yngstur sjö systkina, hún elst. Henni fannst hann vera fallegasta barn sem hafði fæðst, brosmildur og krull- hærður, dálítið uppátækjasamur en alltaf blíður. Einlægur vin- skapur þeirra systkina hélst alla tíð en móðir okkar lést sumarið 2018. Sverrir var vinsælasta barn- fóstra okkar systkina. Alltaf líf og fjör, söngur og gleði þegar hann passaði. Stofan breyttist í ævin- týraheim; borðin urðu kastalar, stólarnir hamraveggir og Sverrir óvættin sem smælkinu tókst með kænsku og útsjónarsemi að sigra að lokum. Brauð með indíánasmjöri og afgaldraðir loðsilungsbræður voru étin af bestu lyst. Síðar tóku við ævintýradagar í smiðjunni þar sem Sverrir kenndi okkur að búa til listaverk úr ótrúlegasta efni- viði. Á unglingsárum var hann skjólið sem hægt var að leita í ef eitthvað bjátaði á. Sverrir eignaðist ungur sinn fyrsta son, sem fyrstu æviárin bjó hjá Sverri og ömmu Ástu. Hlut- verkin snerust aftur við og nú var það okkar að passa frumburðinn hans. Seinna flutti hann í Hafn- arfjörð, eignaðist þrjá nýja auga- steina og síðar tvo til viðbótar. Sverrir var, líkt og móðir okk- ar, suðrænn í eðli, músíkalskur og litaglaður. Hann starfaði sem mynd- höggvari og sótti m.a. innblástur í lifandi og opið samfélagið í Mexíkó og á Kúbu þar sem hann hitti Kastró og reykti alla tíð síðan vindla. Hann var í hljómsveitinni Nútímabörnum og minnisstætt að hafa fengið að vera á æfingum á „Í örmum vetrarnætur“ eða „Konan sem kyndir ofninn minn“ og þó að Sverris verði fyrst og fremst minnst sem myndlistarmanns munu þessi ástsælu lög alltaf minna á hann. Sverrir var hugsjónamaður og afar pólitískur. Hann var náttúru- barn og veiðimaður. Honum var annt um umhverfið og mikilvægi þess að standa vörð um fólk og náttúru. Eins og hann sagði: „Valdníðsla, misskipting og mið- stýring, um þetta hef ég hugsað síðustu misseri. Um sættir mann- fólksins við móður Jörð sem verða sífellt brýnni. Það er heilög skylda listamanns að vera gagnrýninn á umhverfi sitt. Myndlistarmaður sem hefur ekkert að segja áhorf- anda ætti að fá sér eitthvað annað að gera.“ Nálgun sem lýsir sér vel í verkum hans; stól sem tyllir ein- um fæti á topp pýramída sem merki um einmanaleika þess sem hreykir sér á toppnum, litríkum lágmyndum þar sem saman koma norður og suður, fátækt og auður. Myndverkin hans skreyta m.a. torg í Mexíkó, Svíþjóð og Ítalíu, að ógleymdum Hafnarfirði. Sverrir átti litríka ævi þar sem skiptust á skin og skúrir. Skúr- unum fjölgaði og einmanaleikinn tók við af áður stórum og lífsglöð- um vinahópi. Hann gleymdi samt aldrei að hringja og mundi alltaf eftir afmælum. Hann átti sér drauma og einn þeirra var að sjá epla- og plómutrén sem við færð- um honum í sjötugsafmælisgjöf bera ávöxt. Á svona stundum er gott að muna að það sé líf eftir þetta líf og mamma hafi tekið á móti litla bróður sem hún unni svo heitt í blómríku Sumarlandinu. Ásta og Einar Steinunnar- og Þorleifsbörn. Góður félagi okkar, Sverrir Ólafsson, er því miður fallinn frá. Við kynntumst honum allflestir upp úr 1960 í skátahreyfingunni. Síðan höfum við haldið hópinn, flestir reynt að hittast árlega en sumir oftar. Við vorum í Sturlungadeild og starfið var þá afar öflugt. Sverrir varð fljótt flokksforingi og seinna sveitarforingi enda vel til forystu fallinn, ákveðinn og fastur fyrir en líka glaðlyndur og góðlyndur. Sverri var margt til lista lagt, hagur í höndum en líka mikill músíkant. Við fórum fljótt nokkrir að troða upp á varðeldum, en einnig á skemmtunum alls konar. Þá urðu til sönghópar eins og Los Swaka Guyos, SSS-tríóið og Sveitamenn og Sverrir þar oftast með. Síðasti sönghópurinn hjá Sverri hét Nútímabörn sem end- aði á því að gefa út LP-plötu 1969. Sambandið var á stundum slitrótt við Sverri, t.d. þegar hann sinnti list sinni erlendis. Alltaf þegar hann mætti var hann hrók- ur alls fagnaðar, hafði enda frá mörgu að segja og hafði alltaf ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær óspart í ljós. Sverrir var, eins og margir listamenn aðrir, litríkur og fór ekki alltaf auðveldustu leiðina í líf- inu. Við minnumst hans samt helst sem gamla skátans, brosandi út í eitt, syngjandi og spilandi á gít- arinn sinn. Við söknuðum hans á samkomum okkar og ferðalögum síðustu árin, en þá hefur hann ekki átt heimangengt, eins og reyndar sumir fleiri. Við erum þakklátir fyrir að hafa átt Sverri að félaga og sam- ferðamanni, því þar fór góður drengur. Börnum og barnabörnum Sverris vottum við samúð okkar og biðjum blessunar um alla fram- tíð. Fyrir hönd vina og félaga í skátasveitinni Herkúlesi, Sigurður R. Guðjónsson. Sverrir Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.