Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samkomulag hefur náðst um að útgerðir uppsjáv- arskipa leggi Hafrannsóknastofnun lið við loðnuleit og mælingar í vetur. Leggja þær til tvö skip sem munu leita með rannsóknarskipi Hafrannsókna- stofnunar. Stofnunin greiðir um helming kostnaðar við úthald skipanna, samtals um 30 milljónir króna. „Mér er létt. Þetta er mjög mikilvægt til að reyna að ná góðri mælingu. Vonandi er nóg af loðnu þannig að það verði einhver vertíð,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar. Samkomulagið náðist á fundi hans með fulltrúum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) Hafró greiðir helming kostnaðar  Samkomulag við útgerðarmenn  Tvö veiðiskip taka þátt í loðnuleit í vetur síðdegis í gær. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson fer til loðnumælinga nk. mánudag, ef veður leyfir, annars fyrsta dag sem gefur. Tvö skip frá útgerð- unum fara til móts við hann. Ekki liggur fyrir hvaða skip það verða. Sigurður segir stefnt að því að ná annarri góðri mælingu í febrúar og verður staðið að henni með sama hætti. „Við vitum ekki hvort nóg er af loðnu til að gefa út kvóta. Það er bara ein leið til að komast að því, að fara og mæla hana.“ Fjármögnun viðbótarkostnaðar við loðnuleitina hefur ekki verið tryggð. Hafró hefur verið að hag- ræða, meðal annars með uppsögnum starfsfólks. Vonast Sigurður til að fjárveitingarvaldið komi til móts við stofnunina í þessu verkefni. »11 Loðnumæling » Tveir loðnuleiðangrar verða farnir, í janúar og febrúar. » Leitin verður ekki eins um- fangsmikil og á síðasta ári. » Loðnukvóti verður ekki gef- inn út nema ákveðið magn af loðnu finnist. Ekki fannst nóg í fyrra og var því engin vertíð. » 150 þúsund lesta loðnu- vertíð skilar um 20 milljörðum í útflutningsverðmæti.Morgunblaðið/Golli Loðnuveiðar Skip við veiðar við suðurströndina. Jólaljós og skreytingar eru enn víða uppi og gleðja veg- farendur þótt jólin séu liðin. Það má meðal annars sjá í Hafnarstræti í Reykjavík. Það færist í vöxt að fólk og fyrirtæki lýsi upp og lífgi upp á svartasta skammdegið með þessum hætti. Ekki veitir af enda hressa veður- guðirnir ekki upp á sálarlíf landans þessa dagana. Jólaljósin lífga enn upp á mannlífið Morgunblaðið/Eggert Arnar Þór Ingólfsson arnarth@mbl.is Grunur er uppi um misferli við með- ferð og afgreiðslu lyfja í tveimur apótekum, annars vegar útibúi Lyfju í Reykjanesbæ og hins vegar hjá Lyfsalanum sem er til húsa í Glæsibæ í Reykjavík. Málin tvö komu upp fyrir jól, en þau tengjast og eru „einstök“, að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvann- berg, forstjóra Lyfjastofnunar. Lög- reglan á Suðurnesjum rannsakar málið í Reykjanesbæ, en Lyfjastofn- un hefur mál Lyfsalans í Glæsibæ enn til rannsóknar og hefur það mál ekki verið kært til lögreglu, að sögn Rúnu. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ „Þetta er að mörgu leyti einstakt mál,“ segir Rúna, sem hefur verið forstjóri Lyfjastofnunar í fimm ár og ekki áður staðið frammi fyrir málum þar sem grunur er um mis- ferli af þessu tagi. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og erum að bregðast við því með auknu eftirliti og með því að óska eftir því að mönnun í apótekum sé jafnframt bætt,“ segir Rúna í samtali við mbl.is. Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, segir að málið hafi komið inn á borð lögreglu- embættisins þar fyrir jól. Það er „á viðkvæmu stigi“ og á því eru „ýmsir fletir“ að sögn Ólafs Helga, sem vildi af þessum sökum ekki tjá sig nánar um málið. „Svona mál eru í sjálfu sér frekar flókin, þegar um er að ræða allt sem snertir lyf og meðferðina á því hvernig þeim er deilt út.“ Málin tengjast innbyrðis Lítið fæst staðfest um málin tvö, annað en að þau tengjast innbyrðis og að ástæða þess að þau komust upp er innra eftirlit Lyfju, sem lét Lyfjastofnun vita af málinu og kærði svo meint brot í Reykjanesbæ til lögreglu. Í framhaldinu fór Lyfja- stofnun svo að skoða mál Lyfsalans í Glæsibæ að eigin frumkvæði, að sögn forstjóra stofnunarinnar. Mbl.is hefur heyrt af því að málin varði ýmis frávik frá því sem teljast mega eðlilegir starfshættir lyfsala, en ekkert fæst staðfest frá yfirvöld- um hvers eðlis meint brot eru. Rúna segir að búið sé að skipta um lyfsöluleyfishafa í báðum apótek- unum frá því að málið kom upp, en ekki fæst staðfest hvort lyfsalarnir sem grunaðir eru um misferli hafi verið sviptir lyfsöluleyfum sínum. Lyfjastofnun er óheimilt að gefa það upp þar sem þær upplýsingar flokk- ast sem persónuupplýsingar þeirra sem þarna eiga í hlut. Rúna segir að ekki hafi komið til þess að það þyrfti að loka apótekunum sem um ræðir þar sem bæði höfðu staðgengla í stöðu lyfsöluleyfishafa. Að sögn hennar kom málið í Glæsibæ upp í kjölfar úttektar Lyfjastofnunar vegna misferlis í meðferð og af- greiðslu lyfja. Lyfjastofnun mun í kjölfar þessara mála auka eftirlit með bæði apótekum og heilbrigðis- stofnunum. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju, segir að fyrirtækið hafi brugðist strax við málinu þegar það kom upp við innra eftirlit fyrirtækisins um miðjan des- ember. „Við gripum strax til viðeig- andi ráðstafana vegna þess, kærðum málið til lögreglu og tilkynntum til viðeigandi yfirvalda. Af því að málið er eins og er í þessum farvegi þá getum við ekki tjáð okkur neitt frek- ar um það,“ segir hún. Nánar er fjallað um málið á mbl.is. Grunur um misferli við lyfjaafgreiðslu  Lyfjastofnun og lögregla rannsaka mál í tveimur apótekum Helgi Bjarnason Þór Steinarsson Fjárlaganefnd mun taka til skoðun- ar samkomulag ríkislögmanns við Ólínu Þorvarðardóttur um 20 millj- óna króna bótagreiðslu vegna brots Þingvallanefndar gegn henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þing- völlum. Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, en tekur fram að málið sé ekki kom- ið til nefndarinnar. Nefndin á að hafa eftirlit með framkvæmd fjár- laga. „Ég ber fullt traust til ríkislög- manns og að hann geri eðlilega samninga. Þar er þekkingin og reynslan innan stjórnkerfisins til að meta hvað er rétt og eðlilegt í svona málum. Það fer að sjálfsögðu eftir aðstæðum hverju sinni en ég treysti því að ríkislögmaður fari með þessi mál af fagmennsku,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þeg- ar hún er spurð um fjárhæð bóta- greiðslunnar. Fjármunir af dómkröfulið Samkomulagið var kynnt á fundi Þingvallanefndar í gær. Í yfirlýsingu sem meirihluti nefndarinnar gaf út eftir fundinn er vísað til samþykktar nefndarinnar frá 17. apríl. Þar er harmað hvernig til tókst og tekið fram að nefndin uni niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. Þá er tekið fram að nefndin hafi verið sam- mála um að vísa kröfum Ólínu til rík- islögmanns þegar þær komu fram. Þingvallanefnd er kjörin af Al- þingi, skipuð sjö alþingismönnum. Hún er stjórnsýslunefnd og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðu- neytið. Jafnréttismál og embætti ríkislögmanns heyra undir forsæt- isráðuneytið. Fjármunir til að standa undir greiðslu bótanna fara af dómkröfulið fjármálaráðuneytis- ins og ef hann dugar ekki fyrir öllum dómsmálum og samningum ársins tekur varasjóður ráðuneytisins við. Katrín tekur fram að ríkislögmað- ur sé sjálfstætt embætti og því hafi hvorki hún né starfsmenn embættis- ins komið að málinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra um- hverfis- og auðlindamála, segir að mál Ólínu hafi alfarið verið á vegum Þingvallanefndar og ríkislögmanns og hafi ekki verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá segir Vil- hjálmur Árnason, varaformaður Þingvallanefndar, að ríkislögmaður hafi alfarið séð um úrlausn málsins, án nánari aðkomu nefndarinnar, en hún fól honum að annast málið þegar kröfur Ólínu bárust sl. haust. Fjárlaganefnd skoðar málið Katrín Jakobsdóttir  Ráðherrar neita afskiptum af samningi Willum Þór Þórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.