Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nú þegar vaktskýli Landhelgis-
gæslunnar hefur verið fjarlægt af
Faxagarði við Gömlu höfnina í
Reykjavík verður hægt að hefja
framkvæmdir við nýja spennistöð
(rafdreifistöð) Faxaflóahafna.
Batteríið arkitektar teikna húsið.
Fullbyggt verður það um 150 fer-
metrar að stærð. Í húsinu verður
spennistöð, aðstaða fyrir hafn-
gæslu, aðgangsstýring að Faxa-
garði (skilríkjaskoðun) og mögu-
lega afdrep fyrir farþega.
Tilboð í smíðina voru opnuð um
miðjan desember. Alls bárust sex
tilboð og var samið við lægstbjóð-
anda, Þingvang ehf., sem bauð
123,3 milljónir. Var það 29% um-
fram kostnaðaráætlun, sem var
95,5 milljónir. Reiknað er með að
framkvæmdir hefjist fljótlega, að
sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra
Faxaflóahafna.
Í kynningu arkitektanna segir að
meginhugmyndin sé að mynda ein-
falt hús með uppbrotnu þaki þar
sem vakthluti hússins myndi opna
ásýnd í aðkomu að Faxagarði. Hús-
ið verður timburklætt í harðviði,
bæði þak og veggir, sem fellur vel
að trémannvirkjum kringum
Hörpu. Timbur verður bæsað í rúst-
rauðum lit á austurhlið. Gluggar,
hurðir og e.t.v. útloftunarristar
verða í dökkgráum lit.
Spennistöð fyrir höfnina var áð-
ur í Faxaskála. Eftir að hann var
rifinn þjónaði gámur á bryggjunni
hlutverki spennistöðvar. Með aukn-
um kröfum um tengingar stærri
skipa var nauðsynlegt að endurnýja
kerfið og byggja nýja spennistöð.
Spennistöð verður
byggð á Faxagarði
Tölvumynd/Batteríið
Nýbygging Húsið verður timburklætt í harðviði, bæði þak og veggir. Það mun taka mið af nálægum mannvirkjum.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Grunnhönnun að nýju skipi til haf-
rannsókna er lokið og fyrirhugað er
að ljúka smíðalýsingu á næstu 2-3
mánuðum. Óskað hefur verið eftir
verðhugmyndum hjá nokkrum skipa-
smíðastöðvum, án nokkurra skuld-
bindinga. Sigurður Guðjónsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar, segir
að vonandi verði hægt að bjóða verk-
efnið út í vor og ljúka samningum fyr-
ir haustið. Frá þeim tíma sé gert ráð
fyrir að smíðin taki um tvö ár.
Í verkefni á öllum tímum ársins
Að sögn Sigurðar er miðað við 60-
70 metra langt, öflugt skip sem hægt
verði að senda í leiðangra á öllum
tímum ársins. Verkefnin séu mikið í
úthafinu við mælingar á loðnu, makríl
og síld svo dæmi séu nefnd og Haf-
rannsóknastofnun þurfi skip sem ráði
við erfiðar aðstæður. Nú sé til dæmis
fyrirhugað að loðnumælingar hefjist
á mánudag, „en veðurútlitið er alls
ekki björgulegt,“ eins og Sigurður
orðar það.
Á hátíðarfundi Alþingis sem hald-
inn var á Þingvöllum 18. júlí í fyrra í
tilefni af 100 ára fullveldisafmæli
samþykkti Alþingi þingsályktunartil-
lögu um nýja rannsóknaskipið. Þar
var gert ráð fyrir að 300 milljónir
færu í hönnun og undirbúning smíð-
arinnar og 3,2 milljarðar í smíði
skipsins. „Með verðkönnun hjá
skipasmíðastöðvum fáum við að vita
hvar við stöndum varðandi kostnað
og fjárveitingu Alþingis,“ segir Sig-
urður.
Nýja skipið kemur í stað rann-
sóknaskipsins Bjarna Sæmundsson-
ar sem komið er til ára sinna, en það
kom til landsins í árslok 1970 eða fyr-
ir 50 árum. Rs. Árni Friðriksson
verður rekið áfram af stofnuninni en
það var smíðað í Síle og kom til lands-
ins árið 2000.
Fyrir ári var óvissa í rekstri Haf-
rannsóknastofnunar vegna krafna
um hagræðingu í rekstri. Þá kom
fram að fyrirhugað væri að leggja
Bjarna Sæmundssyni síðasta haust
og segja upp einni áhöfn. Af því varð
ekki og voru bæði skipin gerð út allt
árið, en gripið til hagræðingarað-
gerða í haust er tíu starfsmönnum
var sagt upp og fjórir úr yfirstjórn
stofnunarinnar sögðu upp. Sam-
kvæmt áætlun þessa árs verða skipin
í verkefnum í samtals 351 dag.
Svipað úthald skipanna
„Skipaáætlunin liggur fyrir og við
gerðum allt sem við gátum til að
halda þessari starfsemi í gangi og
sinna þeim leiðöngrum sem við þurf-
um að fara í,“ segir Sigurður. Hann
segir að úthald skipanna verði í ár á
pari við það sem verið hefur, en ein-
hverjar sveiflur séu þó gjarnan á milli
ára.
Árni Friðriksson verður leigður í
verkefni á vegum norsku Hafrann-
sóknastofnunarinnar í júnímánuði,
en hann var einnig leigður í einn
mánuð 2019.
Leita upplýsinga um verð á nýju skipi
Stefnt er að því að hefja smíði nýs hafrannsóknaskips í haust Miðað við 60-70 metra öflugt skip
Samkvæmt áætlun verða bæði skip Hafró í rekstri allt árið Árni verður í leigu í Noregi einn mánuð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Loðnumælingar Næsta verkefni Árna Friðrikssonar er loðnuleiðangur sem á að hefjast í byrjun næstu viku.
Jón Valur Jensson,
guðfræðingur og ætt-
fræðingur, varð bráð-
kvaddur á heimili sínu
aðfaranótt 6. janúar
síðastliðinn, sjötugur
að aldri. Jón var fædd-
ur í Reykjavík 31.
ágúst 1949, einn
þriggja barna þeirra
Jens Hinrikssonar vél-
stjóra og Kristínar
Jónu Jónsdóttur konu
hans.
Jón Valur varð stúd-
ent frá Menntaskólanum í Reykjavík
1971 og lauk prófi sem guðfræð-
ingur, cand. theol, frá Háskóla Ís-
lands 1979. Síðar las hann sagn-
fræði, latínu og grísku við HÍ og
lagði stund á framhaldsnám í trúar-
heimspeki og kristinni siðfræði við
háskólann í Cambridge í Englandi.
Á fyrstu árum eiginlegs starfsfer-
ils síns sinnti Jón Valur kennslu,
meðal annars á Ísafirði. Árið 1986
stofnaði hann Ættfræðiþjónustuna
og sinnti upp frá því margvíslegum
verkefnum tengdum ættfræði; svo
sem rannsóknum og kennslu. Þá
starfaði hann í nokkur ár við próf-
arkalestur á Morgunblaðinu og fyrir
fleiri útgáfur.
Jón Valur sendi frá sér nokkrar
ljóðabækur og birti kveðskap í ýms-
um blöðum og tímaritum. Setti sam-
an ættartölur fjölmargra Íslendinga
sem flestar hverjar
komu aðeins út í fjölriti.
Skrifaði einnig greinar
um trúarleg efni sem
birtust í dagblöðum og
víðar.
Þekktastur varð Jón
Valur þó fyrir afskipti
sín af þjóðfélagsmálum
en hann lét oft til sín
heyra á vettvangi dags-
ins. Þráðurinn í mál-
flutningi hans þar var
gjarnan kristin gildi og
þjóðhyggja, svo sem
andstaða gegn fóstureyðingum,
Evrópusambandinu og Icesave með-
an baráttan þar stóð sem hæst. Við-
horfsgreinar sínar birti Jón Valur
meðal annars á samfélagsmiðlum og
í blöðum, hann lét í sér heyra í síma-
tímum útvarpsstöðva og var áber-
andi í bæjarlífinu í Reykjavík og á
hinum ýmsu mannamótum og fund-
um. Var ennfremur í forystu sam-
takanna Lífsvonar, sem berjast
gegn fóstureyðingum, og Kristinna
stjórnmálasamtaka sem starfað hafa
allt frá árinu 2004. Þá var hann í
Kaþólska söfnuðinum á Íslandi.
Jón Valur var fráskilinn en lætur
eftir sig fjögur börn á lífi og einn
stjúpson.
Að leiðarlokum þakkar Morgun-
blaðið Jóni Val fyrir störf hans fyrir
blaðið og sendir fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Andlát
Jón Valur Jensson