Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 Nítján ára bresk stúlka var í gær dæmd í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa sakað tólf menn frá Ísrael um hópnauðgun síðasta sumar. Málið hefur vakið reiði og hneykslan á Bretlandseyj- um, en stúlkan segir lögreglu- yfirvöld á Kýpur hafa neytt sig til þess að draga ásökunina til baka. Stuðningsmenn stúlkunnar fjöl- menntu fyrir utan dómsalinn og köll- uðu slagorð henni til stuðnings og heyrðust hrópin inn í dómhúsið með- an dómarinn kvað upp dóm sinn. Málið hefur vakið mikla athygli á Bretlandi þar sem það hefur verið sagt dæmi um það hvernig fórnar- lömbum nauðgunar sé kennt um glæpinn. Til að mynda var gagnrýnt að Ísraelarnir tólf sem sakaðir voru um nauðgunina voru ekki kallaðir til sem vitni í málinu gegn stúlkunni. Lögfræðingar hennar hafa einnig gagnrýnt að stúlkan var yfirheyrð án þess að lögfræðingur hennar eða túlkur væru viðstaddir og engar upptökur eru til af því þegar hún undirritaði skjalið, þar sem ásökunin var dregin til baka, en það er sagt ritað á vondri ensku. Bresk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau hefðu þungar áhyggjur af því að stúlkan hefði ekki fengið sanngjarna málsmeðferð á Kýpur, og sagði Dominic Raab, utanríkis- ráðherra Bretlands, að hann hygðist taka málið upp við stjórnvöld á Kýp- ur. Hann fagnaði þó að dómurinn hefði verið skilorðsbundinn, sem þýðir að stúlkan mun geta snúið heim til Bretlands. Mótmælt var á mánudaginn í Lundúnum og voru Bretar hvattir til þess að sniðganga Kýpur sem áfangastað nú í sumar. sgs@mbl.is Fékk skilorðsbundinn dóm AFP Reiði Stuðningsmenn stúlkunnar mótmæltu í Lundúnum á mánudaginn.  Bretar hvattir til að sniðganga Kýpur sem áfangastað Vísindamenn á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA til- kynntu á mánudaginn að þeir hefðu fundið reikistjörnu á stærð við jörð- ina, sem væri í svonefndu „Gull- brár-belti“, en það er rétt fjarlægð frá sólu til þess að aðstæður séu líf- vænlegar. Reikistjarnan, sem nú ber nafnið „TOI 700 d“, er um 100 ljósár frá jörðu. Hún er sögð um 20% stærri en jörðin. Stjarna hennar, TOI 700, er hins vegar mun minni en sólin og geislar því minni hita frá sér. Vís- indamenn segja að reikistjarnan snúi ávallt sömu hliðinni að sólu sinni, og tekur það hana einungis um 37 daga að fara hringinn í kringum stjörnuna. Vísindamenn NASA tilkynntu einnig að þeir hefðu fundið aðra reikistjörnu en hún er á stöðugum sporbaug við tvær sólir. Sú stað- reynd ein og sér þýðir hins vegar að þar er líklega ekki lífvænlegt. AFP TOI 700 Svona sér listamaður NASA fyrir sér reikistjörnuna. Fundu reiki- stjörnu á réttum stað Saksóknarar í Japan fengu í gær samþykkta handtöku- tilskipun á hend- ur Carole Ghosn, eiginkonu Carlos Ghosn, fyrrver- andi fram- kvæmdastjóra Nissan- bílaframleiðandans, en hann strauk úr haldi í síðasta mánuði og flúði land áður en hægt var að sækja hann til saka fyrir meint misferli með fjármál fyrirtækisins. Ghosn-hjónin eru nú stödd í Líb- anon, en Carlos er ættaður þaðan. Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ghosn, en enginn framsalssamningur er í gildi á milli Japans og Líbanons. Lögregluyfirvöld eru enn að rannsaka hvernig Ghosn náði að komast úr landi þrátt fyrir að hann væri í farbanni, en lögfræðingar Ghosn segjast ekki hafa haft neina vitneskju um flóttaáform hans. Gefa út handtöku- skipun á hendur eiginkonu Ghosn Carlos Ghosn JAPAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.